Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Feðganna fimmtudagsblús!

Já, það má nú aldeilis segja það um fimmtudaginn 30. apríl, 2009, að hann verði feðgunum Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni að líkum mjög minnistæður, því báðir voru þeir dæmdir í Hæstarétti í dag!
Fyrr í dag var sagt frá því að Reynir hefði sem ritstjóri og ábyrgðarmaður Mannlífs árið 2006, gerst sekur um að brjóta bann við auglýsingum á áfengi í blaðinu og svo kemur þessi fregn um son hans og blaðakonuna varðandi nektarbúlluna!
Þetta lætur örugglega nærri að vera einsdæmi gæti ég trúað, að feðgar séu í sitt hvoru málinu dæmdir sekir í Hæstarétti!?
Ekki vorkenni ég Reyni frænda mikið, en dómurinn um búlluna er mikið umhugsunarefni og þarf frekari pælinga við.

Mörg er mannsins kvöl
og meiriháttar synd.
Brennivín er böl,
í BERSTRÍPAÐRI mynd!


mbl.is Ummæli um Goldfinger dæmd ómerk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Guðsmannaglíma"!

Það var einmitt á prestastefnu fyrir nokkuð mörgum árum frekar en á kirkjuþingi að ég held, sem klerkar landins glímdu við þá spurningu hvenær einstaklingurinn taldist í raun og sann látin, annað hvort er hjartað hætti að slá eða þegar heilin starfaði ekki lengur. Einvherjar umræður held ég að hafi skapast og skoðanir eitthvað verið skiptar, man þó ekkert um niðurstöðu sérstaka nema hvað að til varð vegna þessa afbragðsvísa, sem mér hefur þó ekki enn öðlast vitneskja um hver orti.
Væri vel þegið ef einhver sem slæddist hingað inn og vissi, léti nafn höfundarins flakka!

Klerkar vita hvorki né,
hvort það muni standast.
Að dauður maður dauður sé,
daginn sem hann andast!?


mbl.is Prestastefna hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur þó hægt fari!

Þannig lítur það allavega út.
Svo má líka orða þetta svona.

Góðir hlutir gerast hægt,
gegnumsneitt í samningsátt.
Það manni sýnist mikilvægt,
svo myndast geti um þá sátt!


mbl.is Áframhaldandi viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningablaður og kviðlingur til Ólínu!

Eins og allt stefnir í nú, eru úrslit kosninganna þau allramest sögulegustu líkast til á lýðveldistímanum að minnsta kosti.
D geldur sitt mesta afhroð frá upphafi.
Í fyrsta skipti ná tveir flokkar sem allavega í margra skilningi teljast til vinstri, meirihluta.
Í fyrsta skipti svo ég man a.m.k. bæta heilir þrír flokkar bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu við sig fylgi auk þess sem nýtt framboð, Borgarahreyfingin nær glæstum árangri líka, fimm mönnum á þing.
Í fyrsta skipti í manna minnum er D ekki stærsti flokkurinn á þingi, Samfylkingin orðin langstærst.
Þetta eru svona nokkrir punktar sem koma í hugan nú síðla nætur og eru ásamt sjálfsagt fleirum, merkilegir sem kosningarnar sjálfar auðvitað í öllu sínu veldi!
Tvennt þykir mér annars svo heldur leitt við úrslitin, örlög Frjálslynda flokksins, sem bæði hafði og hefur haft um margt ágæta stefnu, en eyðilagði að líkum mest fyrir sér sjálfur með miklum innbyrðisdeilum og öðru rugli. Ekki vantar þó heldur gott og frambærilegt fólk í flokknum, m.a. hana Kollu vinkonu mína og aðra hana frú Cesil fyrir vestan að ógleymdum Jens Guð svo nokkur séu nefnd. Því ekki loku fyrir það skotið að enn geti flokkurinn átt sér líf og endurkomu aftur á þing. Hitt er svo árangur B, sem sannarlega er á skjön við afhroð D. Raunar óskiljanlegt hví flokkurinn bætir við sig í ljósi fortiðar hans og óljóss tilgangs fyrir þjóðina, en aðrir spakari en ég kunna kannski að útskýra þetta betur!

Ólína fékk þessa kveðju frá mér er ljóst var í hvað stefndi og skoðast hún sem nokkurs konar svar við lítilli spurnarvísu hennar sjálfrar frá því á kosningadagsmorgninum!

Fallin dómur, fagurt ómar,
fyllsti sómi er.
Þýður rómur, þinn senn hljómar,
þing svo ljoma fer!


mbl.is Ólína: Kvótakerfið og ESB brenna á fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hahaha, svo var Ferdinand að kvarta yfir því að United "Fengi aldrei vítaspyrnur"!?

Nú fengu þeir allavega eina og á SILFURFATI ekki satt?
Áreiðanlega úrslitaatriði í augum margra, ekki síst Spurs aðdáenda, en skal nú ekki fullyrða alveg samt, eftirleikurinn sannarlega flottur og kannski hefði hann í einvherri mynd komið hvort sem er, Tottenham alveg einstakir sérfræðingar í að glutra niður hálfunnum leikjum sýnist manni á stundum. Og raunar hefðu þeir getað verið með meira forskot í leikhléi, en svona fór um sjóferð þá hjá þeim, en kvartanir um vítaþurrð væntanlega ekki háværar á næstunni á Old Trafford!?
mbl.is United skoraði 5 mörk á 22 mínútum og fór á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarkveðja!

Jamm, þjóðtrúin segir það vita á gott fyrir framhaldið ef vetur og sumar frjósa saman, er á nokkrum stöðum gerði um landið.
Ég er líka bara bjartsýnn fyrir sumarið og held að það verði gott fyrir flesta landsmenn og það í víðum skilningi!

Nú hagurinn já hlýtur bara að vænkast,
er hérna skín af gleði sólin rík.
Og horfandi á allar grundir grænkast,
þú gleymir næstum allri pólitík!

Innilegustu sumarkveðjur til allra bloggvina og annara sem kunna að lesa!


mbl.is Frost á Suðurlandi og Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurtekið veisluefni!

SAnnarlega já frá Stanford Bridge um daginn, en nú bara full af klúðri hjá þeim Rauðu, sem fyrir ólánsskap voru ekki búnir að klára dæmið í fyrri hálfleik, höfðu þá yfirburði og áttu að skora ein fjögur allavega!
Nú er þetta því enn betur og þægilegrar kannski í höndum MU, þó dettur mér enn ekki í hug að telja möguleikana úti, af og frá!
En synd að svona mörg mistök í einum leik skuli eiga sér stað, fleiri held ég bara en í tíu leikjum til samans þar á undan!?
mbl.is Liverpool í toppsætið - Arshavin með fernu fyrir Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þokkalegur!?

Íllskufullur, fellandi,
ffroðusullið gellandi
Björn já bulluvellandi,
bloggar drullu hellandi!
mbl.is Þvermóðska Jóhönnu gerði hana að forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi úrslit voru viss fyrirfram, United gátu aldrei unnið á afmælisdeginum mínum!

Ferguson karlinn hefði því ekkert þurft að hvíla einn eða neinn, hefði engu máli skipt hverjir væru í liðinu!
En var þetta ekki annars hrokafullt í aðra röndina, telja að liðið gæti unnið án þriggja aðalsprauta liðsins? Dettur það svona í hug fyrst það var svona hrokafullt af Benitez skilst mér, að telja úrslitin ráðin gegn Blackburn um daginn er staðan var orðin 2-0!
United hefði létt getað unnið þetta án þessara garpa og reyndar fleiri er voru ekki inn á allavega til að byrja með eins og t.d. Dimitar Berbatov!?
Skal ekki fyllyrða, en semsagt, fyrirfram ákveðið og mjög verðskuldað tap hjá MU!
mbl.is Everton lagði Man.Utd í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengi er von á EINUM! (ef ekki fleirum?)

Ja svei mér þá! Tíðindi liggja í leynum, í ljós þó koma þau. Von er alltaf á einum, Adda Kidda Gau! (Fyrir þá sem ekki vita, þá er þetta hið gamla gælunnafn Guðjóns Arnars frá æsku, upp á ísfirska mátan sérstaka) Nú ef svo þetta gengur eftir, þá gætu einhverjir uppbótarmenn fylgt með líkt og síðast, til dæmis hin aðlaðandi og ágæta bloggvinkona mín, Kolbrún Stefáns, nýorðin varaformaður flokksins! (kolbrunerin.blog.is)
mbl.is Frjálslyndir með 9,3% í NV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband