Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
29.6.2009 | 10:30
Ísgerður hin ljúfa!
http://visir.is/article/20090629/LIFID01/370748196
Gat nú bara ekki stillt mig um að stelast til að vísa á þessa litlu frétt á visir.is.
Gladdi mig að lesa þetta, stúlkan líka ekki bara ljúf, heldur gáfuð, falleg og fróm. Mun áreiðanlega taka þetta nám með trompi af öllu forfallalausu og verður svei mér komin á þingið fyrr eða síðar!
Þess má svo annars geta, að Ísgerður er frænka mín, en það er að sjálfsögðu aukaatriði og hefur ekkert með færsluna að gera!?
26.6.2009 | 22:04
Omar er minn maður, Blússnillingurinn frá Texas!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.6.2009 | 00:33
"Hetjurnar deyja alltaf ungar"!
Svo kaldhæðnislega vill til, að ég er sjálfur ný búin að rifja upp þær minningar, að ekki þótti nú beinlínis sniðugt að hrífast af tónlist hans á þeim árum er stjarna hans reis upp fyrir alla aðra með útkomu Thriller 1983 - 4. En rokkboltarnir sýndu honum þó smá umburðarlyndi og dáðust í raun af honum í laumi, ekki síst vegna þess að hann fékk til liðs við sig gítargoð úr rokkinu á borð við Steve Vai og síðar nafna hans Stevens!Og vart hef ég gert það og sent félaga mínum bubba pistil um það og aðra tónlist sem hreif á ungsómsárum en ekki mátti fyrir nokkurn mun tala upphátt um, en poppgoðið hefur snarlega safnast til feðra sinna!
Af ýmsum ástæðum sem þarf nú ekki að tíunda, þá munu ýmsir vart gráta mikið þessi tíðindi, en víst er að með Michael Jackson er fallin frá ein skærasta poppstjarna í það minnsta á ofanverðri tuttugustu öld, ef ekki bara allra tíma!? Og ekki man ég betur, en Thriller sé enn ein söluhæsta ef ekki söluhæsta hljómplata allra tíma!?
Lát Jacksons staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
23.6.2009 | 17:08
Sér er nú hver eyðslan!?
Benítez ver ákvörðun sína um eyðsluna í Johnson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2009 | 17:02
Og fellur þá í fimmta sinn?
Eins og málum er háttað þarna, er kappin úr Vestmannaeyjum, í það minnsta að taka áhættu á falli, allt í óvissu í hafnarborginni núna og einhver flótti brostin á marga af betri leikmönnum eða þeir á leiðinni að yfirgefa skútuna að fregnum að dæma.
En við sjáum hvað setur og vonandi er þetta rétt ákvörðun hjá fyrirliða íslenska landsliðsins!?
Hermann tók tilboði Portsmouth | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2009 | 22:08
Auðarstaka!
Vinkona mín góð, lipur og léttfætt, hún Auður H. Ingólfsdóttir, hélt upp á þjóðhátíðardaginn með snaggaralegri fjallgöngu upp nágranafell sitt er kennt er við höfn, þar sem hvergi verður hvassara undir!
Gönguna upp Hafnarfjallið fór hún með vinkonu einni í ekki allt of góðum veðurskilyrðum, svo ég skildi þessar línur eftir hjá henni.
Kvalin, köld og loppin,
kannski segja má,
hafi tölt á toppinn,
telpan Auður H.?
Þeir sem annars þekkja til Auðar, vita að hún er mikil náttúrukona, meðal annars fv. forsvarsmaður Landverndar!
aingolfs.blog.is
19.6.2009 | 12:28
Þarna má spara!
Að því bara gefnu að 9000 ríkisstarfsmenn hafi 400000 á mánuði (þeir eru þó fleiri og upphæðirnar hærri) þá mætti spara rúnlega FJÓRA MILLJARÐA aðeins með því að kípa 10% af laununum!
"Matarholurnar" leynast víða og þetta er bara sem fyrr sagði mjög varlega reiknað!
Allir verða jú að leggjast á eitt og þessi lækkun væri síst of mikil hjá þessum hópi!
9000 ríkisstarfsmenn með yfir 400 þúsund í laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.6.2009 | 10:32
Kúlulánsvísa með meiru!
Já, hygg nú að þessi viðbrögð sem orðið hafa, t.d. hjá annars hinum ágætu fjöldasamtökum, Indefende, séu allt of hörð og ætli bara hinu allraversta að gerast!Sömuleiðis heldur hinn nýji formaður B áfram að slá um sig með yfirdrifnum hætti og heyrðist í umræðum gærdagsins.
Sigmundur mér sýnist án,
sóma fljótt á litið.
Kafrjóður um kúlulán,
kjaftar frá sér vitið!
tvær aðrar vísur mega svo fljóta með hérna. Ég hef áður birt vísu um hinn guðhrædda og mjög svo séryrta bloggara, Óskar Helga Helgason. Honum finnst stundunm ástæða til að yrða á mig og þá ekki hvað síst núna vegna þess að ég er ekki alveg á sömu línu og margur varðandi Icesaveábyrgðina m.a. og er hann sjálfur þar meðtalin. Inn á bloggi minnar elskulegu vinkonu, Láru Hönnu, vildi hannfrá mér svör við ýmsu, sem hann fékk og svo þetta líka.
Þótt eflaust hafir innan- já borðs,
eðalhjarta úr gulli.
Óskar minn Helgi, hagur til orðs,
hættu nú þessu bulli!
Og síðan um Lafðina sjálfa Láru Hönnu, datt þetta út úr mér er ég kom inn á síðuna hennar og hún aldrei þessu vant "inni".
Sefur nú á sinni kinn,
svífandi í draumalandi.
Lára Hanna litla skinn,
lúin mjög af næturstandi!
„Þarf ansi mikið að ganga á“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2009 | 16:56
Bara tylliástæða!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.6.2009 | 15:18
Er það svo?
Lýðveldið veikara en nokkru sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar