Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

LJÓSIÐ í myrkrinu!

Þó falli verkin fjárglæfranna,
fullyrðir nú Magnús Geir.
Ljós í myrkri, Lára Hanna,
líkast til sé öllu meir!

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/694044/#comments


Vísnavaðall!

Einlæg,en öðruvísi ástarjátning!
(Taki þær til sín sem VILJA eiga!)

Að þessu bara ég get ekki GERT,
ÞÓ gjörsamlega sé della.
Ég elska þig bara eins og þú ert,
andskotans leiðinda kella!

Árans ástandið!

Ástandið er ekki gott,
ekkert finnst af góðum lausnum.
Allir hér um bil á hausnum,
Hópast senn af landi brott!?

Geirharður!

Haft var eftir forsætisráðherra, stöddum í Finnlandi í gær, að hann óttaðist fimm ára bakslag. Mörgum bloggaranum fannst nú ekki mikið til koma og ein vinkona vor þeirra á meðal, spurði sig í færslu “á hverju Geir og hinir væru eiginlega á þessum fundum”!?
Datt mér þá ekki neitt skárra í hug en þetta!

Hvað þeir sér á fundum fá,
Fróður lítt ég ræði.
En Geirharður er eflaust á,
Ingu-Jónu-fæði!

(hans eiginkona jú Inga Jóna Þórðardóttir)

Fyrir nokkru sá ég svo á spjallvef Blindrafélagsins, að fundur nokkur var auglýstur á vegum Kvennadeildar, þar sem kynning myndi fara fram á ýmsum ónefndum hlutum og kona ein myndi koma með í “Dótakassa”!?
Ansi skemmtileg auglýsingsem gaf mér tækifæri á að “láta hugan reika”!

Nú brosa glaðar bakvið tjöldin,
Blindrakvinnur, hugsa ég.
Því tæknin bráðum tekur völdin,
Titrandi og unaðsleg!

Og loks var það hún Gurrí Vikuvífið, sem gaf “færi á sér” einu sinni sem oftar. Sagðist vera með tvær í takinu núna og tilgreindi “þær”, en hrekkjalómurinn ég lagði nú aðeins öðruvísi skilning í það og þá með tilliti til betra og heilsusamlegra lífernis Himnaríkisdrottningarinnar!

Gurrí, góð í bakinu,
Gengst nú upp í skakinu.
Er með TVÆR í takinu,
Tilbúnar á lakinu!?


Stórkostleg stund!

Frábær sigur og stór stund í annað skiptið á stuttum tíma, íslenskt landslið í fótbolta í fyrsta skipti komið í úrslit á stórmóti A landsliða!
Yndisleg upplifun og sannur sólargeisli mitt í svartnætti efnahagsmálanna!

Til hamingju Ísland, stórasta litla land í heimi!!!


mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Finnlands vorar Valkyrjur!

Ekkert vítabull skal ráða lyktum þessarar rimmu við Íra, vorar Valkyrjur munu knýja fram úrslit fyrr!
Er mjög trúaður á það og stelpurnar spili í úrslitum EM í Finnlandi á næsta ári.

ÁFRAM ÍSLAND!!!!


mbl.is Gæti endað í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búin að'í Hr. Briem!

Dreif í þessu já bara fyrir hálfum mánuði, veit að sumir eru sprautufælnir, en með nýjustu aðferðum, gúmmí og nettum handtökum, verður maður bara lítt eða ekki var við þegar efninu er "dúndrað" í mann!
Einum eða tveimur dögum síðar verður þó vart slappleika kannski eða smá eymsla í handleggnum þar sem sprautað var í, en það hverfur fljótt, mótefnið gegn flensunni er að myndast og ekki óeðlilegt að finna fyrir því.
Allir í sprautu, ekki spurning!
mbl.is Hvetur fólk til að fara í bólusetningu fyrir inflúensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi farsæl lausn á vondri vegferð!

Þetta mál er og verður fulltrúm D listans í borginni til mikillar vansæmdar og þá líkast til ekki síst formanni ´velferðarráðs.Makalaus málflutningur var hafður uppi til að færa þessa "dúsu" ákveðnu fyrirtæki og ekki var hlustað á nein og himinhrópandi mótrök gegn því.
En þetta er semsagt niðurstaðan eftir hina miklu vegferð og misheppnuðu, SÁA fær þetta verkefni eftir allt saman og þá er auðvitað um að gera fyrir formannin að brosa blítt og segjast vera ánægður, þó öllum sé ljóst sem fylgdust með, að hún er sjálfsagt fyrst og fremst ánægð að vera laus við málið, en ekki niðurstöðuna!
Vonandi verður nú hins vegar hægt að ganga í verkið, að leysa mál þeirra örugglega þónokkra sem beðið hafa og beðið eftir úrlausn sinna mála.
Megi þetta nú ganga sem best og hraðast.
mbl.is Borgin semur við SÁÁ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með sigurbros á vör!

Já, ekki hægt annað en að brosa!
EFtir sigurinn frábæra á sunnudaginn gegn Chelsea á Stanford Bridge 0-1, sem var jafnframt fyrsti tapleikur þeirra bláu í 86 leikjum, var ljóst að leikurinn við Portsmouth yrði viss prófraun á andlegan styrk og stöðugleika og liðið stóðst prófið!
Á sl. tímabili var Benitez skammaður mikið fyrir skiptikerfið sitt og hefur það sem af er ekki breytt miklu milli leikja. En nú gerði hann það, einar fjórar breytingar á byrjunarliðinu taldist mér tilog þrátt fyrir nokkuð erfiða fæðingu gekk það upp í kvöld.Sterkur varnarleikur liðsins frá hafnarborginni hélt í rúmar sjötíu mínútur, en svo kom markið og þá voru úrslitin í mínum huga ráðin!
Annars viðburðaríkt kvöld já og í viðureign tveggja "vinafélaga" minna, Stoke og Sunderland, höfðu nýliðarnir sætan sigur!
Makalaust svo hvernig þessir "Derbyleikir" Arsenal og Tottenham spilast, þetta alls ekki einsdæmi, vþí fyrir tveimur árum minnir mig urðu nefnilega svipuð eða sömu úrslit!
Liverpool sækir einmitt Spurs heim um næstu helgi.
mbl.is Liverpool áfram á toppnum í Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG játa, sá myndina! (minnir mig!?)

Geri nú ekki ráð fyrir að allir þori að viðurkenna það, en margur íslenskur maðurinn hefur örugglega séð þessa alræmdu mynd. Kom auðvitað út á myndbandi strax hygg ég og sú bylting hóf innreið sína og hefur sjálfsagt síðar orðið góð söluvara og er kannski enn!?
En ég var nú vart komin á unglingaskeiðið, alls ekki kynþroska hygg ég, þegar ég sá myndina í fyrsta og seinasta skipti. Og ekki er hún nú merkileg í minningunni né minnistæð raunar í sannleika sagt og ég man það ekki lengur hvort það var af V 2000 spólu, Beta eða VHS sem hún var á! (sem skiptir nú engu reyndar, en segir hins vegar að ansi langt er um liðið)
En Linda bomban (sem ég held að hafi kallast Lovelace í bransanum!?) "lék" þarna klappstýru sem fædd var með sníp í hálsinum (eða var með hann þar að einhverjum öðrum orsökum, man það nú ekki lengur) þannig að til þess skýrskotar nú nafnið "Djúpi háls" en ekki til lengdarinnar sem slíkrar, ef einhver skildi nú ekki vita það.
En það fór víst ekki vel fyrir henni Lindu, minnir að hún hafi nú þrátt fyrir ofbeldi og fleira sem því fylgdi í klámbransanum, snúið að hluta allavega aftur í hann, eitthvað sem mig enn og aftur minnir. En lífdaga þar né yfir höfuð í þessari tilveru átti hún hins vegar ekki mjög langa, lést í umferðarslysi. (minnir mig)
mbl.is Leikstjóri Deep Throat látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei aftur Zeppelin!

1980 er John Bonham var allur var dæmið einfaldlega búið, ferill þessarar einnar frægustu rokksveitar var allur, hinir þrír eftirlifandi þá einróma sammála um að hætta. Og í raun hafa þeir Page, Plant og Jones staðið við það, síðustu upptökurnar komu vísu út síðar, á Coda auk þess sem hinar og þessar safnútgáfur hafa litið dagsins ljós, en það hefur aldrei í raun verið verulega í deiglunni, að nokkurri alvöru, að þeir þrír kæmu aftur saman og tækju upp nýtt efni sem Led Zeppelin. Þó bæði saman og sitt í hvoru lagi hafa þeir brallað margt sem kunnugt er, þeir Page og Plant m.a. unnið eina hljóðversplötu og eina tónleikaplötu, en það var undir þeirra eigin nöfnum.Tónleikar eru svo teljandi á fingrum annarar handar, þar sem þeir þrír hafa látið til leiðast að koma fram og þá sem Zeppelin, en þó alltaf með hálfum huga að því ekki hefur verið betur skilið.
Live Aid var fyrst með pgil Collins á trommunum, en síðar kannski tvívegis svo hægt sé að nefna held ég í alvöru, þetta tilefni á sl. ári er þeir komu saman ásamt Jason í afmælifagnaði stofnanda Atlanticútgáfunnar og svo áður í 25 ára afmæli sömu útgáfu held ég.(ártalið gæti nú verið annað, man það ekki)

Það er bara eins og fyrri daginn með þetta, að peningar ráða ugglaust fyrst og fremst ferðinni, góðar summur í boði sem Page og Jones telja sig ekki geta hafnað.
En neineinei, þetta er né verður ekki í raun og sann Led Zeppelin, hún dó og var grafin með "Gonzo", John Bonham!


mbl.is Zeppelin í hljómleikaferðalag án Plant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æsingur í Iðnó!

Kannski er þetta bara forsmekkurinn af því sem koma skal, byrjun á frekari óeirð og ringulreið?
Veit svosem ekki, en víst er að margt er nú í lausu lofti í vóru landi og ástandið ókyrrt og vandasamt.
Hef alltaf verið hrifin af Lilju og víst er að afskaplega erfitt er yfir höfuð að ná utan um hvernig við getum staðið við að borga hundruða milljarða lán með þetta um 3% vöxtum á frekar stuttum tíma.Og vaxtahækkanir eru nú ekki það sem við þurfum nú á að halda, heldur hafa nær allir hópar og samtök verið að hrópa á hið gagnstæða, lækkun!
Svo er það krónugarmurinn.
Þegar aftur fer á flot,
fánýt okkar kkróna.
Eflaust sekkur eins og skot,
ekki þolir meira brot,
Nú minnir helst á auman ræsisróna!
mbl.is Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband