Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
28.2.2009 | 17:08
"Punktering"!
SAmbland af glötuðum tækifærum og glóruleysi kann aldrei góðri lukku að stýra.
Liverpoolliðið mikið breytt, greinilega ekki komið niður á jörðina aftur eftir sigurinn góða í Madrid fyrr í vikunni!
Og til að bæta gráu ofan á svart, Gerrard meiddur aftur!
Enen, þetta er samt ekki búið enn, hvort sem menn viðurkenna það eður ei!
Chelsea í 2. sætið - Liverpool tapaði - Baulað á leikmenn Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2009 | 22:53
Hamingjustund hláturtauga minna!
Að ástandið í íslenskum stjornmálum þessa daga líkist engu öðru meir en farsa eftir ítalska leikritasnillingin Darrio Fo, er bara nærri lagi svei mér þá!
En ef þetta er raunin og Kristinn H. er virkilega komin aftur í B, þá er nú rétt eins og í fylgisaukninguna frá landsfundinum, heldur betur tekið að slá í "hina nýju Framsókn" eða hvað?
Annars vil ég svo sömuleiðis segja þetta hafi Kristinn aftur gerst liðsmaður gamla bændaflokksins.
Kostulegi Kristin H.,
kempum öðrum rammari.
Stefnir núna alþing á,
sem AFTURBATA-FRAMARI!?
Kristinn H. genginn í Framsókn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2009 | 14:41
Snilldarhugmynd!?
Svarið við því fæst því miður ekki, en D mönnum suður á landi dugar greinilega ekki að árni Johnsen og aðrir "kraftakallar" séu enn til staðar!
Ég freistast því að leggja svona út frá þessu.
Er kosningar koma nú senn,
kvikna já hugmyndir enn.
Þó virðist þessi,
þrúguð af stressi
sunnlensku sjálfstæðismenn!?
Davíð svaf á hugmynd um framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 21:47
Vænn sigur á köldu kveldi!
Hefði auðvitað verið gaman ef Torres eða Alonso hefðu náð að skora, en þegar upp er staðið skiptir nú minna máli hver skorar, bara ef það tekst eins og í kvöld og gerir þar með sæti í 8 liða úrslitum mjög líklegt!
En gömlu sannindin með að kálið verði ekki alltaf sopið þótt í ausuna sé komið, gilda nú samt enn, Rauði herinn þarf að leika annan góðan leik til að klára dæmið, tel það næsta víst.
En "Bæjarar" frá Munchen stálu senunni í kvöld, ekki hægt að segja annað, "´slátruðu" hreinlega Sporting og hlýtur þetta að vera með stærstu útivallasigrum í Meistaradeildinni, allavega þegar svo langt er komið!?
Liverpool skellti Real Madrid - Naumur sigur Chelsea gegn Juventus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.2.2009 | 21:02
Og hvað með það!?
voruð þið að hlusta á Kastljós?
Ekki ég, þannig að vel getur verið að það hafi verið merkilegt að fé hafi verið flutt úr dótturfélagi. En veit það bara ekki, las heldur ekki fréttina, því eins og þar stendur..!
Ég tel það tímaeyðslu,
að tala við þennan mann.
Frekar lægi í leiðslu
og létist vera hann!?
Mér skilst víst, að til séu einmitt einhverjir sem vilja eða vildu allavega vera þessi ónefndi maður!
Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.2.2009 | 16:31
Því má svo bæta við..
..að kvinnan hefur í kvikmyndum fram komið, bæði vestan hafs og austan, er fjölmiðla- og sérfræðingur í smáhundavísindum!Viðförul hefur hún líka verið með afbrigðum, staðið þar sannarlega undir nafni, flogið heimshorna á milli bæði í starfi og leik!
Á betri kost er varla völ,
víst er bæði gáfuð, slyng.
Einfaldlega Svalan SVÖL,
svífa ætti beint á þing!
Jájá, þetta má alveg teljast lítt dulbúin áróður, ef ykkur skildi detta það í hug!?
Gefur kost á sér í 3.-5. sæti Samfylkingar í NA-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2009 | 12:53
Athygli skal vakin á því..
Tillagan auðvitað ekkert nema tilraun til að tefja sem lengst að gamla foringjanum verði komið út úr Seðlabankanum, aðrar skýringar bara fyrirsláttur, álit frá Evrópu allt í einu farið að skipta D liðið máli!?
En fólk ætti að fylgjast vel með framvindunni hjá þessum B strákum, Birki nýkjörnum varaformanni og Bridgespilara frá Siglufirði annars vegar og fv. fótboltasparkaranum, lögfræðingnum og prestssyninum frá Akureyri, Höskuldi, sem kljást hér nyrðra, þetta er greinilega það sem koma skal og ekki verður neitt "elsku mamma" í baráttu þeirra!
Annars vekur það helst atriði við við frambjóðendur B í NA kjördæmi, að söngkonan síkáta og ljósmóðirin vörpulega Eva Ásrún Albertsdóttir tekur slagin um allavega þriðja sætið, en Jónína nokkur Ben. frænka mín (sem nú flaggar ættnefni úr móðurætt sinni, Ottesen) er hins vegar hvergi sjáanleg hér! En kannski á hún sinn þátt í framboði EÁ?
Vilja fresta seðlabankaumræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2009 | 17:20
Jafnteflistímabilið mikla!
Þýðir annars lítið að svekkja sig, nóg vísu af tækifærum til að klára leikin eftir jöfnunarmarkið og greinileg vítaspyrna virðist hafa verið tekin af þeim rauðu, auk fleira, en það gengur auðvitað ekki til lengdar að reiða sig á að redda sér á síðustu augnablikum leikjanna, það hef ég nú talað um fyrir löngu.og fjarvera Gerrards og Alonso skipti heldur ekki sköpun, fannst eiginlega alveg eins verið hægt að tala um fjarveru Aggerrs úr vörninni og að hinn ungi Inzia var heldur ekki með.
Minnkandi líkur á titlinum, það segir sig sjálft, heppnin líka gengin í lið með United ofan í kaupið, svo líkurnar eru þeim mjög í hag. En samt, tólf leikir eftir og hinn kankvísi bloggvinur vor hann tóti, vill meina að hlutirnir fari að gerast í mars!?
Enn eitt jafnteflið hjá Liverpool á Anfield Road | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2009 | 19:57
Meistaraheppni!?
Manchester með átta stiga forystu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.2.2009 | 10:24
Vaxtarlag kvenna...
...hefur nokkuð verið til umræðu ekki síst vegna nýju forsetafrúarinnar í Bandaríkjunum.
Hlutföll hennar teljast já nokkuð "frjálsleg í fasi", ummmálið víst "víðáttumikið" á sumum stöðum meir en öðrum.En glæsileg þykir hún samt að flestum og klæðnaðurinn á henni ekki síður verið uppspretta umtals.
Sjálfum þykir mér svona og hefur þótt litlu skipta, finnst konur almennt upp til hópa fallegar, en ef eitthvað er þá er nú skömminni skárra að vöxturinn sé frjálslegri frekar en hitt, að hann sé eins og "tálguð spýta"!
En á hinn bógin veit ég auðvitað sem er, að slík dægurumræða og viðhorf til útlits og fegurðarímyndar, byrjaði ekki í gær og endar heldur ekki á morgun, er hvort sem manni líkar betur eða verr, nær órjúfanlegur partur af tilverunni!
En kær vinkona vor, blaðakonan frækna Hildur Helga Sigurðardóttir, á annars "sökina" á að ég er að pæla þetta núna, hún bloggaði einmitt um forsetafrúna fyrir stuttu og síðan aðeins meir um rekkjunautahjal breskrar söngkonu, fröken Allen, er ósvikin skemmtun var að lesa.
Í athugasend kom m.a. fram hjá HH, að hún líktist nú frúnni lítt í vissum efnum, þannig að ekki varð hjá því komist að skella á hana eftirfarandi!
Einkar er hrífandi Hildur,
hýra "Meyjarskinn".
Þótt ei sé á' enni gildur,
"Afturparturinn"!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar