Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
30.8.2009 | 00:24
Simmi!
Fátt hefur nú meir verið rætt eða frekar verið milli tanna lýðsins sl. daga, en "Sjóið hans "Simma" og það bara skyggt á Icesave ef eitthvað er!
En sem jafnan fyrr hef ég nú efast og ekki látið berast með straumnum í hans "Hvítvínskneifefnum"!raunar haft þetta um málið að segja:
Þótt myndskeið mikið nú trekki,
marga held ég að blekki.
Svo mikið Simman ég þekki,
að "Svartur á hvítu" var ekki!
29.8.2009 | 18:26
Vegna þess að sanngirni viðgengst lítt í fótbolta og...
Mínir menn frá Bítlaborg ekki nægilega sannfærandi enn, en sigurinn gegn bolton skipti þó öllu, sem og að Torres og Gerrard virðast ætla að halda uppteknum hætti frá sl. tveimur tímabilum að skora vel og þá er nýji maðurinn Glen Johnson áfram að sanna gildi sitt með marki og sprækum töktum!
Spennandi vetur framundan, en Chelsea virðast sterkastir í augnablikinu og Tottenham fylgja þeim sem skuggin þótt sigrarnir séu missannfærandi hjá þeim.
Manchester United lagði Arsenal, 2:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2009 | 01:47
En samt munu segja víst já!
Þetta er auðvitað bara lymskusnautt lýðsskrum þessara herramanna, legg til að þeim verði boðin ís reglulega til kælingar!
Sjálfir, eða öllu heldur annar þeirra er á myndinni er, hefði kinnroðalaust skrifað undir annan og enn verri samning ef örlögin hefðu ekki tekið í taumana og önnur ríkisstjórn tekið við í vetur.
Þessu nú eigi gefum við gaum,
gaspri með lýðskrumsins keim.
Hræsni er bara, helvíti aum,
í herrunum báðum tveim!
Gegn hagsmunum Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2009 | 22:17
Grautfúlari gerast þeir vart, fótboltadagarnir!
Nei, það er erfitt að ímynda sér!
Þessi leikur alveg skelfing að tapa og byrjunin á tímabilinu bara afar slæm.
Mér svíður þó enn meir tapið hjá stelpunum okkar fyrr í dag, ætti að setja þessa rússnesku "dómaratruntu" strax í svona tíu leikja bann hið minnsta!
Jájá, ég er ekki mjög glaður núna ofan á annað persónulegra angur, sem ég þó væli ekkert upphátt yfir hér!
Núna er hugarins hagur,
heldur dapur og sár.
Fúll var fótboltadagur,
já, fjandanum verri og grár!
Aston Villa skellti Liverpool á Anfield | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.8.2009 | 21:47
Þetta er orðið verulega spennandi og er afar sögulegt!
Kannski er fólk almennt fyrst núna að gera sér grein fyrir því hvað þetta er virkilega frábært hjá kvennalandsliðinu, að vera komin þarna í úrslitakeppni EM í Finnlandi!
Auðvitað ekkert gefið og víst að riðillinn er svakalegur, en hvað sem því líður og hernig sem fer, þá er maður óumræðilega stoltur af þessum stelpum
Og kannski vinna þær bara á morgun, hver veit? En möguleikin er líka á tapi, jafnvel slæmu, en fyrirfram kemur það auðvitað ekki til greina.
Áfram Ísland og allir við sjáinn kl. fimm á morgun, 17.00!
EM: Sama þó Íslendingar skori fjögur mörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.8.2009 | 17:37
Endurtekið efni?
Já svei mér þá, axlarbrotnaði blessaður forsetinn ekki einmitt líka þarna um árið er hann reið út með Sveini Eyjólfs og fleirum? Og gott ef ekki ást hans til Doritar var þá ekki nýtilkomin líka?
En hvað sem því líður, þá óskum vér Ólafi auðvitað góðs og skjóts bata og bætum þessu við!
Ó- hér setti að mér not,
eflaust skolfið hefur grundin.
En endurtekin axlarbrot,
Ólafs dæmast "Skilorðsbundin"?!
Forsetinn í aðgerð í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2009 | 16:54
Rugl!
Ég ætla rétt að vona þó, að einhverjir af þeim sem dönsuðu villt í kringum gullkálfin í góðærinu svonefnda, lifðu jafnvel um efni fram þótt góðar tekjur hefðu, en sitja nú í skuldasúpu og með þá lifsreynslu að hafa mist vinnuna, hafi brotið obb af oflæti sínu í einhverjum tilfellum. En þó nú séu þúsundir á atvinnuleysisskrá er þetta samt enn staðreyndin og því ekki að undra þótt maður segi einfaldlega, RUGL!
Íslendingar vildu ekki vinnu í sláturhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.8.2009 | 17:29
Slæmt tap, en eins og forðum var sagt, "Fall er fararheill"!
En dómaralarfurinn, átti hann ekki að reka Brassan af velli líka í vítinu?
Tottenham lagði Liverpool á White Hart Lane | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 08:50
Furðuleg leikjaniðurröðun!
Get ekki ímyndað mér að slík leikjatilhögun kæmi til greina í karlaboltanum, leikur í undankeppni HM um tíu dögum fyrir upphaf úrslitakeppni EM!?
En þetta er allt saman mjög spennandi, ekki vantar það. Um 5000 manns mættu á karlaleikin í fyrrakvöld, vináttuleikin við Slóvaka, allavega sá fjöldi ætti að mæta á morgun!
Mikið áreiti betra en ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.8.2009 | 21:56
Komin í "Fésbókarfárið"!
Jájá, bara svona rétt að láta ykkur vita sem hafið e.t.v. ekki frétt af því enn, komin með skráningu í þeim suðupotti!
En ekkert merkilegra en þessi fátæklega síða hérna, á enn eftir margt ólært, en ef einhver vill spjalla, til dæmis einhver af gyðjunum mínum í vinahópnum, þá er það hægt með því að tengjast þar líka. Svo hefur eitthvert bull hrokkið upp úr mér þarna líka og sumt verið fært héðan þangað,en kannski ekki mjög merkielegt.
Þó má smá vísukorn fylgja með he´rna sem ég setti hjá ekki minni manni en skáldinu Hallgrími Helga, sem virðist reyndar eiga allt of marga vini fyrir svo þúsundum skiptir! En eftir að ég hafði samþykkt hans vinabeiðni, kom þessi litla staka.
Það nú alveg segi satt,
um svip minn breiddist gleðiljómi.
Að komast undir Hallgríms hatt,
heiður bæði er og sómi!
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar