Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Ofurbjartsýni!?

Ekki laust við að það hugtak skjóti upp kollinum, síðast í gær var talað um könnun sem sýndi 11% mun á flokkunum!
En jafnan á flokksþingum eru menn borubrattir og reyna eftir megni að berja kjarkinn í sig og sína, ekkert athugavert við það.
En það sem sumir hafa bent á með Brown, að hann sé ekki bara traustur sem bjarg, heldur traust VEKJANDi svo af ber, gerir það næsta ólíklegt að Íhaldsmenn eigi raunhæfa möguleika í Verkamannaflokkinn, en ekki Verkalýðsflokkinn eins og hér stendur!
mbl.is Breskir íhaldsmenn vilja kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valslimra!

Það glittir á gleðitár,
er glæstar rætast nú þrár
Valsmenn hér vinna
til verðlauna sinna
TITILS eftir 20 ár!

En Víkingar féllu, samúðarkveðjur til allra þeirra!


Spá mín að klikka en VAlsarar verðugir meistarar!

Síðustu andartökin eru nú að líða á Íslandsmótinu 2007, sem ég var sannfærður um að FH myndi sigra á fjórða árið í röð!
En fyrir klaufaskap og fleira eru Valsmenn að innbyrða titilinn, að ná því takmarki að verða bæði ríkjandi meistarar í fótbolta og handbolta!
Til innilegrar lukku, mínir ættingjar og vinir í VAl!!!
mbl.is Valur Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 20 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spáin rættist

Fyrir allnokkru spáði ég Grindavík, Fjölni og þrótti upp í efstu deild.
Það gekk semsagt eftir í kvöld, endasprettur baráttuglaðra Eyjamanna kom bara aðeins of seint!
"Sæviðarsundsliðinu" er hér með óskað til hamingju og öllum þess stuðningsmönnum, þar með talin Kristín björg og minn gamli góðkunningi Jón Ólafs hinn GÓÐI!
Í uppgjöri Akureyrarliðanna, höfðu mínir menn sigur, sem hefði getað kostað KA fall, en röndóttir Þróttarar sáu um að svo varð ekki, Reynir Sandgerði féll!
mbl.is Þróttur í Landsbankadeildina - Reynir féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubba gengur gott til!

Sýnist á viðbrögðum sumra, að tortryggni gæti í garð míns gamla kunningja með þetta, sérstaklega hvað varðar þetta peningadæmi samhliða þættinum. En þar er hluti sjónvarpsstöðvarinnar örugglega í dæminu m.a. og ekki ástæða til að pota í framtakið þess vegna.
Svo er ég alveg sannfærður um að bubbi mælir af heilum hug varðandi tilgangin frá hans bæjardyrum, það veitir ekkert af því að efla og skerpa íslenska textagerð í poppi og rokki nýrra íslenskra tónlistarmanna!
EF þetta framtak verður í einhverju til að hreifa við því, þá finnst mér tilgangnum náð.
Auðvitað er ekki nóg að bulla bara eitthvað á ástkæra ylhýra, það held ég nú að bubbi viti líka og hafi einhverjar hugmyndir um hvernig taka megi á því.
Hins vegar verður það alltaf þannig, rétt eins og með tónlistina sjálfa, að textagerðin verður misjöfn og fellur fólki sömuleiðis misjafnlega í geð!
Bubba hefur mátt skamma fyrir ýmislegt, en ég styð hann alveg í þessu, allavega eins og hann kynnir þetta nú í upphafi!
mbl.is Bubbi býður þrjár milljónir fyrir íslenskuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin afsökun!

Þetta svar hér í fregninni hjá yfirmanni öryggissviðs flugmálastjórnunnar, er nú alveg makalaust og nákvæmlega engin afsökun!
Hví skildi vera meira mál að höndla þennan stól á Keflavíkurflugvelli en á öðrum slíkum sem maðurinn flýgur til?
Alveg ótrúlegt að láta svona ómarktækar útskýringar frá sér og ómerkilegar!
mbl.is „Fótunum" kippt undan fötluðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannur keppnisandi!?

Áfram heldur græðgin að gerjast,
nú glöggt má sjá.
Þegar hatramt bankarnir berjast,
um börnin smá!
mbl.is Bankarnir berjast um nemendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægan Hillary!

Í þessum efnum hef ég einna helst efasendir um hina annars flottu Hillary!
Að gefa samþykki fyrir einhverju sem kannski og hugsanlega hefur verið eitthvað, er nú ekki alveg nógu gott né traustvekjandi!
Að Ísraelsmenn megi skutla sér og sínum vígtólum á annara þjóða grundu eftir líkum, boðar ekki gott fyrir framtíðina!
En ég segi það samt aftur og enn, hún er langskásti kosturinn fyrir Bandaríkin í dag og auk þess væri svo sögulegt ef hún yrði kjörin forseti!
mbl.is Clinton staðfestir sögusagnir um kjarnorkuþróun Sýrlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var!

Eftir heldur betur langt frí, ugglaust í þágu leti og leiðindahluta, hefur minn gamli félagi til óteljandi ára hann Bubbi J'ons, loksins skrúfað aftur frá sínum hyldjúpa en líka háheimspekilega hugsanagangi og er byrjaður aftur með krafti að blogga!

bubbinn.bloggar.is!

Karlinn kannski ekki sá allrabesti í málfræðinni, en góður stílisti er hann og nær oftar en ekki glæstu flugi ef sá gállinn er á honum!
Kímni er heldur ekki ókunnug í fari hans, stríðni sömuleiðis og leiðindi, en það síðasttalda skrifast nú á þá staðreynd að hann hefur langtímum saman um ævina verið næsta fjarri móður sinni, hinni yndislegu Jenný, sem búið hefur með karli sínum og föður bubba honum Jóni, austur í Bárðardalnum besta!
Nú allir sem una innihaldsríkum orðaflaumi um allan fjandan, meira að segja ofurgáfulegum og andríkum tónlistarpælingum endrum og sinnum, ættu því ekki að láta sig vanta í heimsóknum reglulega á Bubbann, mæli með því!


Guð blessi regnið!

Já, ég segi nú bara ekki annað og vonandi safnast svo þetta mikla úrkomumagn vel saman svo not verði af!
En að þetta mikla magn mælist á Ölkelduhálsi, verður til þess að frábær vísa rifjast upp um steypiregn á ónefndum stað, þar sem ég held örugglega minn ofursnjalli hagyrðingur og sveitungi Káinn, hafi eitt sinn setið já að sumbli og ort til húsráðanda væntanlega!

Regnið ört að foldu fellur,
fyrir utan gluggan þinn.
Það er eins og milljón mellur,
mígi í sama hlandkoppinn!


mbl.is Óvenjumikil úrkoma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband