Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

HRÆSNI!

Þessi "opinberun" Atla Gíslasonar er með ólíkindum!

Þingmanninum var mjög tíðrætt um virðingu alþingis er hann ásamt Lilju Mósesdóttur, tilkynnti um brotthvarf sitt úr þingflokki VG og fullyrti m.a. um aðra starfsfélaga sína að þeir hefðu ekkert lært af rannsóknarskýrslunni stóru, allt væri við það sama. Þetta væri ein af ástæðunum fyrir brotthvarfi hans.
En nú vill svo einkennilega til að í atkvæðagreiðslunni síðast um þetta mál, þá greiddi þessi sami þingmaður, Atli Gíslason, atkvæði MEÐ, SAGÐI JÁ VIÐ ICESAVE!
Gerði hann það þá gegn betri vitund?
Ef svo er, hví í ósköpunum var hann þá ekki búin að stíga til hliðar áður, ef hann virkilega telur sig nú geta talað svo fjálglega um virðingu alþingis sem raun ber vitni?
Þetta er auðvitað ekkert annað en hræsni af verstu tegund í mínum huga, með því að gefa svo upp afstöðu sína nú, þvert á hina eiðsvörnu á alþingi, hittir Atli bara engan annan fyrir en sjálfan sig,misbýður virðingu þingsins gróflega!


mbl.is Atli og Lilja setja x við nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dugleysi, dómaraskandall, DRAMATÍK?!

Hahaha, þetta var snilldin ein, annað getur nú þingeyskættaði Akureyringurinn ekki sagt eftir þennan úrslitaþátt!
Þarna var já bara allt sem slíkan þátt á að prýða, dugleysi beggja liða á köflum, N-þingsverja t.d. í leikhlutanum afdrifaríka og fulltrúa Akureyrar í flokkaspurningunum, þekkja ekki eina af þekktari sögum gamla testamentisins um fall Jeríkó, sem reyndist upphafið af endinum hjá þeim og þar með glæstum endaspretti N-þ. Sannkölluð dramatík þarna á ferð.
En vþí miður og því bölva nú harðir Akureyringar, að dómarinn átti nú sinn þátt í að Þingeyingar sigruðu, gaf þeim rétt fyrir vítaspark, sem þó er ekki sama orð og vítaspyrna burtséð frá því að um sömu framkvæmd er að ræða!
Dómaraskandall? Kannski, en svona er þetta nú stundum, dómaragreyin geta gert og gera líka mistök!
mbl.is Norðurþing sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband