Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

ÁRAMÓTAMOÐ!


Senn liðið er örlagaárið,
Er Íslandi kreppuna færði.
J’a, bölvaða bankafárið,
Sem blessaða þjóðina ærði!

Upp úr það auðvitað stendur
Og ugglaust skyggir á flest.
Almúgans Gunna og Gvendur,
Gráta það saklaus jú mest!

En alla þunglyndisþanka,
Þau reyna að forðast um stund.
Hugs’ekki um helvítis banka,
Hnípin og döpur í lund!

Nú kveðja örlagaárið,
Enn með vonu og yl.
Burt hverfi bévítans fárið,
Brátt heyri já sögunni til!

Penan setjum punktin hér,
Párið núna endi fær.
Árs og friðar óskum vér,
Öllum bæði nær og fjær!

Magnús Geir.


mbl.is Gott flugeldaveður í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti trúað að þetta hafi talist bærilegt, ekki satt!?

Þessu beini ég auðvitað alveg sérstaklega til allra annara en sem halda með Liverpool auk vinkvenna minna hér á blogginu líka haha! En áfram þusa ég samt sömu þuluna, þetta er áfram bara tröppugangur, enn langt þar til kemur að efsta þrepinu, en líkurnar aukast auðvitað á árangri, að staðan verði sú sama eftir um fimm mánuði þegar lokaskrefið upp efstu tröppuna hefur verið stígið! Góður leikur, glæsilegur sigur hjá geysisterku liði, sem þó enn var án markaskorarans Torres! Og Keene kom heldur ekki við sögu,merkilegt! Efast svo um að Chelsea nái sigri á Fulham á eftir!
En önnur tíðindi úr ensku gleðja mig líka,

Leeds vann!
Til lukku með það Addi og Einar Bragi!


mbl.is Liverpool gjörsigraði Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira kænska en kærleikur!

Hmm, karlinn Ferguson alltaf reynt að beita klókindum í áróðursstríði, held að þetta sé nú frekar hjal í þá átt frekar en til friðar og skiptir þá engu þótt jól séu.
Hann mun gjósa um leið og honum þykir ástæða til, ef einvherjum dettur til dæmis í hug að "Anda" á Ronaldo eða Rooney!

Ferguson nú fráleitt er,
friðarpostuli í lagi.
Hefur flest á hornum sér,
hreinlega sem naut í flagi!

Þannig hefur hann allavega oft litið út karlinn!


mbl.is Friðarboðskapur hjá Ferguson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólakveðja!

Núna rétt við Aðventunnar endi,
einu litlu gleyma varla hljótum.
Jólakveðju ykkur sæll ég sendi,
sannarlega beint frá hjartans rótum.

Gleðileg jól já til allra nær og fjær!


Engin Þorláksmessuskata hér!

Út af nú engu breyti,
eigi held skötuteiti.
En þorsk á Þorlák neyti,
því FISKÆTA ég heiti!

Hef annars oft nartað í skötu og get alveg umborið lýðin sem í hana leggst á á þessum degi og raunar fyrr í margra tilfellum!
En þetta er samt úldin fæða og ílla lyktandi, sem fer ekki beinlínis vel með klæði, ekki frekar en sótfýlan úr sígarettunum!
Nú verða kannski bloggskvísur ýmsar ekki glaðar er þær lesa þetta, en þær hafa þó allavega heilt ár til að fyrirgefa mér, fram á næsta Þorlák!?
En í aðdraganda allrar kjötneyslunnar, er fínt að fá sér góðan fisk já, eða eitthvað öðruvísi!

En verði ykkur að góðu sem legið hafa í skötunni í dag eða eigið eftir að gera það!


Út af fyrir sig ekki slæm úrslit...

En í ljósi færa í fyrri hálfleik og marktilrauna, brotthvarfs Fabrekas af velli strax í byrjun seinni hálfleiks og brottvísunar Adebayors, þá hefði Liverpool átt að geta knúið fram sigur! Hins vegar er ég 99% með það á hreinu að Chelsea vinnur ekki Everton annað kvöld, svo toppsætið verður áfram á "réttum stað"! Aston Villa hins vegar að læðast hægt og bítandi svo lítið ber á upp í meistaratitilsbaráttuna og er nú aðeins fimm stigum frá toppnum!
"Júníteddar" glaðir eftir sigur í Asíukeppni, eiga því orði tvo til þrjá leiki til góða, en þeir munu ekki vinna nema einn til tvo þeirra í mesta lagi, nema eitthvert dómararugl og svoleiðis komi til hjálpar!
mbl.is Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vargur í véum!

Fálki með fráum augum,
fylgist með bæjarins löndum.
Íbúa tekur á taugum,
troðin af "heillögum Öndum"!


mbl.is Fálkinn enn á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UPP-SKERU-HÁTÍÐ!

Haha, það mætti nú já aldeilis segja mér það, að svo muni verða og það í ýmsum skilningi, gestir sem mæta munu til dæmis án minnsta vafa uppskera góða og skemmtilega kvöldstund ef að líkum lætur!
Á sjálfur örugglega eftir að næla í bókina hjá Hjálmari, hann keypti nú á sínum tíma bók af mér blessaður, sem m.a. innihélt einmitt slatta af limrum!
En Baldur hinn göldrótti er eins og kannski margur man enn, ekki neinn nýgræðingur reyndar í "uppskurðum", því án mikils vafa er eitt hans allrafrægasta töfrabragð einmitt uppskurður sem hann framkvæmdi í sjónvarpinu um árið til að sýna fram á að einvherjar kraftaverkalækningar af slíkum toga og ættaðar frá Filippseyjum, væru ekki "allar þar sem þær væru séðar"!
Mjög eftirminnilegt er Baldur framkvæmdi þetta og það með miklum tilþrifum, blóði með meiru og allt hvað eina!
N'u er hins vegar stóra spurningin hvort gamla aðferðin eða einvher ný með enn meiri tilburðum verði á "boðstólnum"?
ég hygg svo, að ævisaga Baldurs sé einmitt líka að koma út núna, svo þessi viðburður tengist því eflaust líkt og útgáfa hjálmars á "Gömlu limmunum"!? (flott nafn!)
Hvað er svo betur við hæfi hérna, en einmitt enda þetta á limru og þá með pælingum um hugsanlega STÓRAÐGERÐ!?

Verður með töfranna tækni,
já, tímamótaframsækni
borð á borin,
burtu nýskorin
Heilinn í Hjálmari lækni!?


mbl.is Læknir verður „skorinn upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinakvinnavísnabuna!


Mín góða og geðþekka bloggvinkona, fv. bankastýran og núverandi framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar með meiru, Kolbrún Stefa´nsdóttir og ég, eigum ágæt samskipti og samræður annað veifið.
N'u, um mánaðarmótin síðustu sagði hún frá draumi einum merkum er hún mundi vel þar sem Köngulóarvefur mikill kom m.a. við sögu. Lagðist maður undir manns hönd við að ráða þetta fyrir dömuna og sáu sumir m.a. ´i þessu t.d. auð, völd og áhrif, sem ég lagði svo bara út af í litlum kviðlingi!

Þú ert Kolla kyngimögnuð,
hvergi úr æðum dauð.
Draumur mun þér færa fögnuð,
frama, völd og auð!?

Bara aldrei að vita nei, en meðan munum við aðdáendur hennar fylgjast spenntir með framvindunni!
Nú, Kolla fór svo fram á smá greiða frá mér um aginn, sem ég gat nú ekki stillt mig um að túlka í fjórum léttum hendingum!

Nú er Kolla niðurlút,
neyðin kvelur hjarta inni.
Kallar því til hjálpar "Hrút",
henni villjugur já sinni!

(Ykkar einlægur ku víst vera í stjörnumerki kenndu við hrútinn!)

Önnur góð og falleg bloggvinkona mín, hún Eva Benjamíns, er sem margur annar þreytt og sár á ástandinu. Bloggaði svo harðort um daginn, að ég hafði aldrei heyrt hana svona hvassa. Skildi það þó vel, en bað hana nú samt ekki í framhaldinu að byrja á að berja mann og annan eða fara að dæmi útlensku stelpnanna sem komu hingað um daginn og flettu sig nær öllum klæðum til að vekja athygli á íllri meðferð á loðdýrum!
Eva henti það síðarnefnda á lofti og benti mér á, að hvernig sem í því lægi hverju sinni, þá væri hún nú alltaf á Evuklæðum" haha!
Ég snaraði því fram þessari limru í samræmi við það.

uppi á hæstu hæðum,
já, hinum ýmsu svæðum.
Svanna má sjá,
sífagran já
Evu á Evuklæðum!

Um daginn var ég í nokkuð svo miklu kviðlingastuði, þannig að aðeins var tekið eftir. Meðal annars af einni bloggvinkonunni til, hinni mjög svo ljúfu og allajafna jákvæðu golfvallarkonu í Þorlákshöfn, Sólveigu Guðjóns, Sollu! Meðal annars hafði ég samið litla afmæliskveðju til enn einnar bloggvinkonu, Láru Hönnu, 1. des., en svo skemmtilega vildi til að Solla átti afmæli þann merka dag einnig!
brá ég bara skjótt við og undir mig "betri tánni" og setti þetta inn hjá henni, mjög svo verðskuldað, þótt vissulega heldur síðbúið hefði verið, nokkrum dögum síðar.

Til lukku þótt síðbúið sé,
Solla mín ljúfasta G.
Ósk litla læt og í té,
lífs þíns enn blómgist vel tré!

Og loks varð þessi litla en HLÝLEGA til inni hjá henni Hólmdísi baráttuglöðu, er hún hafði sagt frá síðasta mótmælafundi er henni varð ansi kalt á tánum!

Þó kali mínir frísku fætur,
frostið herpi saman gogg.
Þá hlýnar mér um hjartarætur,
Hólmdísar að lesa blogg!


Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 217972

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband