Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Landi og þjóð til sóma!

Það hefði verið frábært ef Rögnu hefði tekist að koma leiknum í oddalotu, en heppnin var ekki með.
Framistaðan hins vegar afbragð og nú sem ætíð fyrr var Ragna sannarlega landi og þjóð til mikils sóma!

Ég hef verið mikill aðdáandi hennar um langt árabil og það verður mikil eftirsjá af henni, aðeins 29 ára gamalli. og eftir situr svo í þankanum einn skuggi skammar því miður varðandi hennar feril, það er að hún skuli hafa verið sniðgengin gróflega árið 2007 í kjöri á Íþróttamanni ársins.
Það var engum vafa undirorpið, að Ragna var sá einstaklingur sem staðið hafði upp úr það árið hvað árangur snerti, en vegna kaldhæðni örlaganna og aumingjaháttar íþróttafréttamanna, varð fótboltastúlkan (sannarlega knáa) Margrét Lára Viðarsdóttir fyrir valinu, svo meint rangindi í garð hennar í öðru vali, kynsystra hennar á fótboltakonu sama árs, yrðu nú "leiðrétt?!" (sú sem hlaut nafnbótina það árið var Hólmfríður magnúsdóttir)
Oft hefur þetta kjör nú orkað tvímælis, en þarna tók steininn úr fyrir mína parta og hefði þá strax átt að koma á nýju kjöri í marktækari mynd að hjálfu OL-ÍSÍ, sem nú eftir kjörið síðasta er hneykslaði marga, er víst til ígrundunnar.

En þrátt fyrir þetta stendur Ragna auðvitað keik og er það von mín að henni vegni áfram vel í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur!


mbl.is Ragna leggur spaðann á hilluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Guðni hinn guðhræddi!"


Um Guðna að segja frekar er fátt,
ef fljótt er málin litið.
Talar jú mikið og hefur oft hátt,
en hreint ekki stígur í vitið!
mbl.is Skilur ekki afstöðu Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband