Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
29.9.2009 | 20:41
Hin léttvæga tilvist martraðarinnar!
Svolítill útúrsnúningur á heiti frægrar bókar eftir Kundera, nema hvað að já hvað, hvað, á maður að segja eftir svona rugl?
Jú, kannski að alveg ljóst sé að LFC muni taka enska meistaratitilinn næsta vor?!
Liverpool tapaði í Flórens | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2009 | 20:19
Ekki þó í mér get ég sagt ykkur!
Öðru nær, hef nefnilega skafið af mér um 24 pund eða um 12 kg. sl. fjóra mánuði eða svo!
En þetta er könnun frá '90 til 2007, var nú aldeilis "misléttur" á því langa tímabili.
Keypti mér fyrir nokkrum vikum eitt stykki göngubretti, sem þó er enn að komast almennilega í gagnið.
Algjör snilld held ég slíkt bretti, en í þessu árferði kannski ekki á allra færi að kaupa, kostaði um 120.000 kr... aðeins!
En þetta er langtímafjárfesting, fer ekki í tíma á líkamsrækarstöð, allavega ekki á dagskrá, fyrir kort á einni slíkri auk fata, bensínkosnaðar og fleira yfir veturinn, (8 mán., sept. - mai) borgar maður langleiðina þessa upphæð og brettið því fljótt að borga sig upp.
Auðvitað ekki mikill félagskapur með engum nema sjálfum sér, en þar sem mér líkar ágætlega við mig og finnst ég almennt skemmtilegur, þá er þetta í góðu lagi auk annars!
En því er ekki að leyna, að helsta heilsuvandamál vesturlanda hefur gert sig heimakomið hér sem víðar, óhollusta + ofát = Offita!
Það er hins vegar misskilningur held ég, að orku- og fituríkur matur sé eitt helsta vandamálið. Miklu frekar held ég núna að fenginni reynslu sé,
Sykurinn, hvíta hveitið og saltið!
Atkins heitin var ekki svo vitlaus skal ég segja ykkur!
Pundið þyngist í Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2009 | 14:44
Elska ekki MU aðdáendur strákin frá LIVERPOOL núna?
En já bara þokkalegur leikur þar sem nú bæði "grís" einu sinni sem oftar og gáleysi eða öllu heldur vitlaus herfræði held ég, varð til þess að MU vann!
Eins og þetta spilaðist virtist MC nefnilega bara vera komið til að ná jafntefli, dróg alltaf af sér eftir að hafa jafnað, en MU vildi auðvitað vinna enda á heimavelli!
En semsagt, MC geta því meir kennt sjálfum sér held ég og auðvitað einu sinni enn, heppni MU, um að fá ekkert út úr þessum leik!
Teves sefur væntanlega ekki í nótt, frábær, en það skilaði engu.
Spurning hvort MC hefðu ekki átt að horfa vel og rækilega á MU og Liverpool á sama velli síðast, þá hefðu þeir séð hvernig á að SIGRA þarna!
Owen með sigurmark í sjö marka Manchesterslag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2009 | 20:30
Ég er hugsi og mér er spurn...,
Þessi stíll og áróðursaðferð við að vekja á sér athygli og sinni tilvist sem og fleira er áður hefur birst, gefur mér tilefni til að velta vöngum og pæla í því!
Það eru og hafa ekki verið góðir kostir fyrir stjórnvöld í öllu þessu leiðindamáli og alveg ómögulegt er að koma auga á hví þessi leynd á leynd ofan á eða hefði átt að koma sér vel fyrir þau!
En tækifærismennska og lýðskrum lætur auðvitað ekki að sér hæða nú frekar en fyrri daginn!
Segja stjórnvöld leyna Icesave-gögnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2009 | 15:53
Stúlka stoltsins verð!
Held að já alveg óhætt sé að fullyrða, að norðanmenn eru yfir sig ánægðir og stoltir af Rakel, sem og fyrr af Ástu árna er hún lét fyrst að sér kveða með landsliðinu.
Hún er svo greinilega með hugarfarið í lagi og fæturnar á jörðinni,af þessu spjalli við mbl. að dæma sem og almennt framkomu sinnii, virkar sem vel gefin og heilsteypt tvítug stúlka!
Til frama fullyrði ég,
frekar arka mun veg.
Hæglát en hraust,
hiksta já laust .
Hún Rakel er ROSALEG!
Rakel: Ekkert vanmat í gangi hjá okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2009 | 16:48
"Í fréttum er þetta helst.."
Sem stundum fyrr eru fréttavegir mbl. órannsakanlegir!
Ég bara að því get ekki gert,
þó gersemis reyni"hann" tík
Það teljist já tíðindavert,
týna hundi í Reykjavík?!
En þegar einhver týnist eða hverfur og auglýst er eftir honum, er nú venjan allavega þegar mannskepnur eiga í hlut, að láta nafnið fylgja með.
En þrátt fyrir að þessi hvutti er þess verður að komast í innlendar fregnir vegna hvarfs síns, þykir ekki ástæða til að geta nafns hans, sem ég gef mér að hann hljóti að eiga. því ef að nú einhver kæmi auga á hann til dæmis út á víðavangi, væri ekki verra að vita nafnið, en eins og þeir sem þekkja til hunda vita, þá er það nú oftast besta leiðin að ná til þeirra, að kalla nafn þeirra.
Hundur týndur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2009 | 19:18
Ætli Logi hafi svo flutt "Stórfréttina"?
Sá að sá ljúfi drengur og duglegi golfari var að lesa fréttirnar í kvöld á stöðinni, en missti af byrjuninni svo ég veit ekki svarið við þessari "mikilvægu" spurningu!
En fyrirsögnin er fyndin, hljómar eins og á íþróttafrétt, með íllkvittni mætti því spyrja líka hvað flokkurinn hafi þurft að borga fyrir fljóðið föngulega?
ÉG get annars bara giskað svona til gamans!
Fengur telst hún fullgildur,
fríð og gáfuð mær.
Keypt til "Sjalla" Svanhildur,
svona á "millur" tvær?!
Hver veit nema hún bara lesi þetta sjálf og komi með svarið?
Svanhildur til Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2009 | 14:15
"Sósíal-Feminismi" að taka yfir hjá Sjallakellum!?
Ja, mér þykir allavega nokkuð svo týra hvað þessa samþykkt þeirra varðar. Hingað til hefur það verið einstaklingurinn ekki kynið hæfileikar hans og atgervi, sem málið hefur snúist um í orði kveðnu allavega hjá þessum "Borgaraflokki Íslands", sem svo auðvitað hefur lengst af hefur þýtt að karlar með sínu kappi og fjármagni, hafa verið nær einráðir og allsráðandi í flokknum. Sjálfstæðismenn hafa svo almennt farið hörðum gagnrýnisorðum um tilraunir og aðferðir annara flokka í þessa átt, fléttulistar og fleira varðandi prófkjör ekki fengið góða umsögn, hvað þá hin annars réttlætanlega "jákvæða mismunun" í þágu kvenna svo karlaveldinu hefur nokkuð verið ógnað sem betur fer, til dæmis í Noregi.
Flokkurinn er auðvitað í vondum ma´lum, minni á þingi en nokkru sinni í sögunni, svo eitthvað þarf að gera og kannski er þetta angi til þess og kvinnurnar skynja?
á hins vegar eftir að sjá, að þetta gangi átakalaust í gegn, þótt flokkurinn hafi auðvitað smátt og smátt viðurkennt sjálfsagt réttlæti í ýmsu, sem auðvitað er ekkert annað en sósíalismi, tilvist leikskóla til dæmis og önnur samfélagsverkefni á opinbera vísu, þá eiga margir Sjallakallarnir örugglega eftir að reka upp ramakveinið vegna þessa og mótmæla, það er næsta víst!
En kvinnurnar í D sjá þarna já líka ástæðu til að fagna framistöðu þingflokksins varðandi Icesaveniðurstöðuna. Gott ef hægt er að gleðjast yfir litlu, en manni skilst nú að óánægjan með hjásetu þingmannanna flestra (utan tveggja "hetja" minnir mig) hafi vakið meiri viðbrögð á hinn vegin og valdið úrsögnum þrjóðernisíhaldsmanna í hrönnum? En afleiðingar til eða frá með þetta örgumleiðamál allt saman, á þó enn eftir að koma í ljós í mun stærra og mikilvægara samhengi en snertir D flokkin einan og sér!
Vill jöfn kynjahlutföll á framboðslistum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2009 | 13:41
Eiður með allt á hreinu!
Hans er hugurinn greiður,
"Háloftabolti er leiður"
En hlaupa í EYÐUR vill Eiður,
öllu það meiri er seyður!
Það segir nú samt sína sögu, að Erik þessi Olsen, kallaður "Drillo" að norska liðið skuli enn eiga möguleika og áður hafi hann komið því á HM. Hann kunni greinilega margt fyrir sér sem skili svo árangri, burtséð frá skemmtanagildi!
Eiður: Feginn að spila ekki hjá Drillo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2009 | 20:44
Fjörugt jafntefli, frú Klingenberg spákvinna klikkaði!
En spákonan þessi Sigríður já í Hafnarfirði, sem spáði Nossurunum naumum sigri, flaskaði semsagt, ekki skárri í þessu frekar en hver annar giskarinn og það þótt möguleikin á að hafa rétt fyrir sér hafi verið ærin, einn á móti þremur!
þarna fengu þeir norsku greinilega lítið fyrir sinn snúð!
Norðmenn sluppu fyrir horn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar