Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2012

Blúsinn er blessun....ekki bölvun!


Blússveit Ţollýjar – My Dying Bed.

Ţótt ţjóđsagan um Robert Johnson, eitt helsta gođ Blússins, ađ hann hafi selt djöflinum sálu sína fyrir gćfu og gjörvileika á krossgötunum forđum, lifi enn góđu lífi, vita sćmilega upplýstir menn og öfgalausir, ađ tónlistin sem svo nefnist er sannarlega ekki af hinu ílla.
Jújú, líkt og í flestum öđrum tónlistargreinum, hafa menn notađ krćfa og krassandi texta og Blúsinn ţar ekki hvađ síst veriđ beitt tjáningarform í samskiptum kynjanna sem öđrum tilfinningaefnum. Og ţađ hefur ekkert veriđ síđur í ţágu gleđi og glaums en beins trega, eins og nafniđ ţýđir ţó og margur telji ađ skilja eigi bókstaflega.

Fyrir ekki svo mörgum árum vakti ţađ nokkra athygli er hingađ kom Blúsmađur frá Chicago og hélt tónleika hjá Hvítasunnukirkjunni m.a. Glenn Kaiser heitir hann Man nú ekki lengur frekari deili á honum, en tónleikunum var útvarpađ svo undirritađur heyrđi og fannst honum ansi mikiđ til koma. Í stađ texta um “litlar rauđar unghćnur sem lystugt vćri ađ snćđa” og álíka tvírćđni, voru hins vegar komnir guđrćknissálmar, lofgjarđir til hans og heillags sonar , Jesú Krists! Blússtefin voru ţó kunnugleg og ekki vantađi stuđiđ.
Svo er einmitt upp á teningnum međ Blússveit Ţollýjar Rósmunds á plötunni ţeirra, My dying Bed, er sá dagsins ljós fyrir jólin, á köflum nokk kraftmikill Blús međ léttari tilbrigđum í bland ţar sem mörgum kunnuglegum óđ hefur veriđ snúiđ upp í lof til Himnaföđursins.
Og fyrir tónleika GK, hitađi sveitin einmitt upp allavega einu sinni fyrir um sjö árum.
Auk Ţollýjar eru nú í sveitinni ţeir Magnús gítarleikari, Jonni bassaleikari og Benjamín trommari, en á ferli hennar sem spannar nćr áratug hafa ýmsir fleiri komiđ viđ sögu, m.a. engin önnur en Lay Low, Lovísa Sigrúnardóttir og spilađi á bassa.
Ég hef nú lengst af ţeim tíma sem ég hef skrifađ um tónlist ţ.m.t. ađ dćma plötur, ekki veriđ mikiđ gefin fyrir beinar einkunagjafir, hef reyndar ekkert á móti ţeim, en mitt álit mótast hins vegar fyrst og síđast hversu mikiđ ţćr ná ađ grípa athyglina, skemmta manni ţannig ađ viljinn verđur eindregin ađ spila aftur og aftur.
My Dying Bed fćr ţví enga einkun hér í tölum eđa stjörnum, en skemmst er frá ţví ađ segja, ađ ekki ţurfti mjög mikla hlustun til ađ koma mér í ljómandi gott skap og ţá ekki hvađ síst vegna ţess hve hressilega kraftmikil platan reyndist mestmegnis og gleđirík.
Ţađ má örugglega deila um hversu platan er vel unnin og/eđa hversu góđ hljómgćđin eru á henni, en ţađ skiptir mig nú minnstu mér finnst hún bara ţrusufín og ţá m.a. vegna vel sjóađarar raddar Ţollýjar og hrás gítarspilsins hjá Magnúsi, sem bendir nú reyndar til ađ hann eigi rćtur í rokkinu og ţá af ţyngra taginu. Svo mun hygg ég líka eiga viđ um takttvíeykiđ J og B og allir munu ţeir hafa komiđ víđa viđ, í fleiri en einni sveit.
Allavega tveir gestir koma svo viđ sögu og spila held ég í sitt hvoru laginu, gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson (m.a. í Start forđum) og góđur kunningi og félagi, Sigurđur Ingimarsson, sem viđ norđlendingarnir vitum ađ bćđi er afbragđsgóđur söngvari og gítarleikari, en bregđur hér hins vegar fyrir sig munnhörpuleik í lofsöng um “Manninn frá Gallileu!” Siggi ţar ansi snaggaralegur, en sem margir vita er hann nú dagsdaglega í ţjónustu drottins, kapteinn hjá hjálprćđisherrnum í Reykjavík.
Vil annars ekki taka út nein lög sérstaklega, en ţau eru blanda af Blús- og sálmasöngs/gospelmeiđi í oftar en ekki kraftmiklum útsetningum.Eru tvö lagana held ég frumsamin.

Útgáfa á íslenskum plötum međ rótarmúsík var annars nokkuđ svo gróskumikil á sl. Ári, má ţar nefna auk BŢ, plötur međ Blúsmönnum Andreu, Sigga “Kentár” Sigurđssyni, Lame Dudes og síđast en ekki síst Sollu Soulful, er ekki hvađ minnst vakti mína athygli. Vonandi verđur bara framhald á ţessu, fyrir mína parta er alltaf spenningur ađ heyra af nýjum plötum af ţví taginu.


Um bloggiđ

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

 • wmftcs
 • mgg
 • ...mg2_251805
 • ...mg2_251804
 • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (25.2.): 0
 • Sl. sólarhring:
 • Sl. viku: 3
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 3
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband