Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Haustið komið!

Bloggs míns vinur, vita þú skalt,
er vörmum í hýbýlum situr.
Haustið er komið, hérna já svalt´,
ég helvíti sár er og bitur!

Haha, segi það nú kannski samt ekki alveg, en auðvitað er nokkur eftirsjá í hlýju og góðu sumri, sem ég held að sjaldan eða aldrei í seinni tíð að minnsta kosti, hafi verið jafn bróðurlega útdeilt um alla landshluta!?
Hvellurinn mikli fyrir hálfum mánuði var vissulega forsmekkur af því sem koma skildi og það líka víða um land, en þá var nú samt hlýtt og gott veður þannig séð samfara "lognsprellinu"! Hef haft hljótt um það, en það gerðist nú hér á næstu lóð sem víðar í bænum, að tré eitt sprakk hreinlega í mestu látunum, eða klofnaði nánar tiltekið í tvennt! Og.. auðvitað féll það inn í MINN garð, braut hluta girðingar, en virðist að öðru leiti ekki hafa valdið skemmdum.
En það var samt í mínum huga ekki fyrr en nú fyrir sl. helgi sem haustið bankaði fyrir alvöru á dyrnar að mér finnst, norðankul og hráslagi, sem heilsaði bæjarbúum hér við Pollinn!
Engu líkara een að vetursfjárin sé svo strax að troða sér eitthvað framfyrir haustið nú, allavega til fjalla, eins og fréttin hér ber með sér, en ég vona nú að það sé bara til skamms tíma, alveg nóg að kreppufjárin sé farin að bíta sem harðasta vetrarfrost á margra kinnum!


mbl.is Víða éljagangur og hálka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er allavega örlagaríkur!

Guðni daginn segir svartan,
að sönnu honum dimmt er yfir.
En sólargeisla samt ég bjartan,
sé, því ennþá Glitnir lifir!

Gæti annars sett hér niður mjög langan pistil, margar hugsanir farið gegnum hugan frá því í mörgun að þessar fregnir bárust og óteljandi spurningar vaknað, sem enn er ósvarað!
Og krónan heldur áfram að falla...!
Skiljanlegt að hinn almenni meðaljón sé uggandi, lán hans hækka og framfærslan sömuleiðis auk þess sem lífsviðurværið er ótryggt, atvinnan gæti verið töpuð hvenær sem er hjá mörgum þeirra!
En samt, ekki dugir að gefast upp, einvhern vegin verður að halda áfram, ví lífið heldur jú áfram og vonin má ekki glatast þó dofni, að ástandið taki aftur að lagast.
En sem ég segi, mörgum spurningum er ósvarað um Glitnis sem slíkan og um hina bankana líka til dæmis, af þessu verður að draga lærdóm og fá úr því skorið hvort þetta var svo í raun rétt þegar frá líður!


mbl.is Svartur dagur í sögu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt klúður Keflvíkinga, en til lukku Hafnfirðingar með sigur á mjög skemmtilegu Íslandsmóti 2008. Dæmið frá 1989 snérist við!

Um eða rétt eftir miðjan seinni hálfleik er ég fylgdist vel með, var ekkert sem benti til þessa, ÍBK að vinna Fram 1-0 og FH jú líka að vinna Fylki, en aðeins með einu marki. Vonbrigði suðurnesjamanna finnast svei mér þá alla leið hingað norður og pínu kenni ég í brjósti um Kristján þjálfara þeirra, þjálfaði jú Þór með þokkalegum árangri fyrir nokkrum árum! En rosaleg lok já og óvænt á í heild mjög skemmtilegu og frísku Íslandsmóti karla, fjölgunin í deildinni greinilega til góðs, allavega í þessari fyrstu atrenu! En mikið held ég að Heimir Guðjóns þjálfari FH hugsi hlýtt til hans Þorvalds Örlygs, Todda, þjálfara Fram, en ég man nú ekki betur en þeir hafi spilað saman í KA um árið, en gæti þó misminnt um það! Ogogog, FH-ingar sem komnir eru nokkuð á legg og muna 19 ár aftur í tíman, vilja nú sjálfsagt meina að réttlætinu hafi verið fullnægt, en þá voru þeir sjálfir einmitt í sömu stöðu eða svipaðari og ÍBK nú! Þá var andstæðingurinn einmitt sá sami og í dag, Fylkir, en líkt og Keflvíkingar á sínum heimavelli, töpuðu þeir og já einmitt KA vann sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil! Og hverja skildu þeir bláu hafa unnið? Jú einmitt (aftur og enn) ÍBK þar sem Jonni Kristjáns skoraði m.a. síðasta markið man ég! Skemmtileg söguleg hliðstæða ekki satt!?
mbl.is FH Íslandsmeistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rooney er rugludallur!

ER reyndar í bili allavega hættur að láta reka sig af velli, en í ljósi stöðu hans liðs annars vegar og Liverpool hins vegar, ætti hann nú að spara spádómana blessaður, en gat það ekki!
Verður þó að skoðast í ljosi þess að nágrannarimman í Liverpool var í aðsígi og hann sem fyrrverandi leikmaður Everton hefur þarna fyrirfram viljað vera spekingslegur og þá í trausti þess auðvitað að þeir "Bláu" ynnu!
En úrslitin urðu hins vegar 0-2!
En svo sjáum við bara til með framvinduna, langur og strangur vetur bíður!
Nú í þessum töluðu orðum er íslenska kvennalandsliðið byrjað að etja kappi við Frakkana, með því fylgjast auðvitað allir og horfa ALLS EKKI á Man. Utd. spila við Boltan!?
Vonandi er Grétar Rafn í liði gestana og nær að þjarma að Rooneystráknum!
mbl.is Rooney: Liverpool á ekki möguleika á titlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður og gríðarlega mikilvægur sigur!

Já, alveg óhætt að fullyrða það og í fleiri en einum skilningi, ná slíkum úrslitum strax eftir tvö mjög svo ílla töpuð stig heima gegn Stoke um sl. helgi, ná toppsætinu aftur og það þótt aðeins verði um stundarsakir og svo ekki síst í ljósi þess að Torres fann þarna skotskóna aftur, sem hann mun vonandi ekki týna aftur!
Þó á ég ekki von á öðru en staðan verði samt svipuð eftir leiki dagsins eins og hún var fyrir, Arsenal og Chelsea vinni sína leiki, en maður veit þó aldrei!
mbl.is Torres skaut Liverpool á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁFRAM ÍSLAND!!!!

Rosaleg spenna í þessu, stelpurnar þessu eina, en þó vissulega stóra skrefi frá því að komast í úrslitin á EM í Finnlandi 2008!
Eðlilega mikið traust lagt á Margréti Láru, en í ssókninni eru hólmfríður á kantinum og Dóra ekki síður mikilvægar til dæmis! En þær allar sem spila munu, auðvitað partur af góðri liðsheild sem væntanlega mun gera sitt besta á eftir!
En fyrr í morgun var hér í Mogganum skrifað um, að Frakkarnir myndu beita gamalkunnri aðferð við að stoppa Margréti, allavega væri möguleiki á því!

Varla í vörnina pakka,
né á vellinum bakka.
Því á miðherjan Möggu,
meyju þá snöggu
Vísast setja Frakkarnir "Frakka"!?


mbl.is Tap ytra fyrir Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhverslags veðurlýsing dagsins!

Síðla dags í september,
sólin stanslaust skín.
Haustið bara hægt sér fer,
hógvært gætir sín!

Lognið ögn þó æsir sig,
enn í skapi stirt.
Leitt í sinni lemur þig,
liggur ekki kyrt!


Skúrir og skin á jörðu sem á himni!

Ekkert of hress né kátur í gær eða dag, ástandið nokkurn vegin svona.

Í mér holur er hljómur,
hausinn alveg galtómur
Ræfilslegur og rámur,
rusla- andskotans gámur!

En það hýrnaði nú aðeins yfir mér að lesa neðangreinda færslu hjá henni Sollu sætu í Þorlákshöfn, afskaplega ljúf og sem ferskur blær inn í ömurlega umræðu á köflum um ofbeldi og ræfilshátt, sem tröllriðið hefur umræðunni sl. daga.
Ekki ný sannindi svosem hjá freyjunni þarna suður með sjó, en lífgaði vel upp á mann!FArið og lesið til að skilja betur eftirfarandi línur um "ábrestandi bros"!

Nú á mér eitthvert er los,
ekkert skil ég í því.
Jú, á mig blíðasta bros,
er brostið sem sólroðið ský!

http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/650156/

Hér rigndi annars örlítið í dag, en beint niður í blíðskaparlogni!Haustið alveg að bresta á líkast til, eða eins og ég ímyndaði mér fyrir nokkru, að kæmi um eða eftir mánaðarmótin.
Veit að rigningin mikla fyrir sunnan síðustu daga, er farin að reyna eitthvað á langlundargeð sumra ef ekki flestra íbúa, en ég minni á það sem fjallað var um í sumar, vatnsyfirborð hefur lækkað mjög á þessu svæði ekki síst um nokkura ára skeið, sem skýrði svo vatnsskort á tímabili í sumar í samræmi við mælingar, uppsprettur víða þornað eða minkað mikið, jarðvegur skrælþurr á stórum svæðum vegna langvarandi þurka!Erfiðara og erfiðara hefur því orðið að finna nýjar uppsprettur og dýpra verið á þeim.
Horfum því jákvæðum augum á rigninguna núna, veitir ekkert af henni!


Smá kveðskapur að kvöldi sunnudags!

Kveðskapur hefur já töluvert verið til umfjöllunar í bloggheimum víðum síðustu daga og þá ekki hvað síst vegna "ekki fréttar" um að líklega hefðu fundist elsti kveðskapur er til væri frá hendi Nóbelskáldsins Halldórs Laxness, tvö vísukorn páruð í minningarbók hjá vinkonu frá því 1914!
Ekki virðist nú svo vera, allavega er önnur vísan ekki eftir hann. Nema hvað að ég sjálfur er alltaf eitthvað að kúldrast með kveðskap hér og þar, m.a. þennan á sl. dögum.

Davíð Oddson kom við sögu í vikunni vegna umtalaðs viðtals, sem m.a. varð vinkonu minni knáu, Láru Hönnu Einarsdóttur, að umfjöllunarefni. Ég hafði nú ekkert um það að segja, annað en þessa litlu vísu sem ég setti inn sem athugasend hjá henni.

Að tjá sig þykir mér þreytt,
um þennan blessaða mann.
Orð því alls ekki neitt,
ætla að segja um hann!

Rut Sumarliðadóttir er bloggverja sem ég hef stundum rekist á í athugasendakerfum, m.a. hjá bloggvini mínum honum Gulla litla í Danaveldi. Hún setti þar hjá honum um daginn inn margfræga "Nýja vögguvísu" Káins, en örlítið á annan veg en ég hafði kunnað vísuna í háa herrans tíð.Okkar samskipti voru þó alveg ágæt og enduðu með því að hún fékk vísnabók Káins lánaða á bókasafni að minni tillögu og sagði mér svo "að Káin færi með henni í rúmið um kvöldið"! Lét galgopin ég þetta tækifæri ekki úr greipum ganga og sendi henni eftirfarandi.

N'u þegar steypist yfir haustsins húmið,
héld ég sé nei ekki út í bláin.
Að velja sér já réttan mann í rúmið,
Rímnaskáld á borð við sjálfan Káin!

Svo var ég sem oftar að heimsækja mína hagmæltu vinkonu fyrir vestan, Ólínu Þorvarðar og sá þá að hún var að leita eftir höfundum af tveimur vísum. Þeir fundust nú fljótt og vel, en um leið spannst skemmtileg umræða í athugasendunum um kveðskap m.a. Í lokin birtist svo gamall umsjónarkennari Ólínu frá Gagnfrægaskólaárum með síðbúna afnæliskveðju og lét þess meðal annars getið að hún væri nú enn svo ung, skildi ekkert í þessum aldri, en nú væri þó Ólína orðin "roskin og ráðsett"! Þetta varð tilefni að eftirfarandi glensi.

Ólína, þannig er þroskinn,
þú breyttist úr svanna í kelli.
Nú ertu ráðsett og roskin,
og rambar á barmi elli!

SVo að lokum þetta. Hef stundum verið spurður hversu mikið ég hafi ort eða hve margar vísur! Hefur þá oftast orðið lítið um svör, hef satt best að segja litla hugmynd um það, en þetta fæddist einvhern tíman við slíkar vangaveltur.

Ef til vill mér reiknaðist rétt,
er rýndi snöggvast í gær.
ÉG vísur hafi saman sett,
svona þúsund og tvær!?


Hef trú á Evrópuliðinu!

Eftir afskaplega erfiða byrjun, vera heilum þremur vinningum undir eftir fyrsta dagin, en svo brúað bilið í dag sem nemur einum vinning, þá hef ég já alveg trú á að Harrington og félagar í liði Evrópu nái þeim sjö sigrum sem nú þarf til að halda Ryderbikarnum í fjórða skiptið í röð!
reyndar svolítið fúlt að svíunum Stenson og Carlson tækist ekki að sigra síðasta leikin í dag svo staðan væri enn þolanlegri, 8 1/2 gegn 7 1/2 en þetta á samt að vera vel gerlegt.
Spái ég annað hvort jafntefli 14 gegn 14 eða hálfum vinningi betur til sigurs fyrir Evrópu eftir mikla spennu og skemmtun!
mbl.is Spenna í Rydernum fyrir lokadaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband