Hann er allavega örlagaríkur!

Guðni daginn segir svartan,
að sönnu honum dimmt er yfir.
En sólargeisla samt ég bjartan,
sé, því ennþá Glitnir lifir!

Gæti annars sett hér niður mjög langan pistil, margar hugsanir farið gegnum hugan frá því í mörgun að þessar fregnir bárust og óteljandi spurningar vaknað, sem enn er ósvarað!
Og krónan heldur áfram að falla...!
Skiljanlegt að hinn almenni meðaljón sé uggandi, lán hans hækka og framfærslan sömuleiðis auk þess sem lífsviðurværið er ótryggt, atvinnan gæti verið töpuð hvenær sem er hjá mörgum þeirra!
En samt, ekki dugir að gefast upp, einvhern vegin verður að halda áfram, ví lífið heldur jú áfram og vonin má ekki glatast þó dofni, að ástandið taki aftur að lagast.
En sem ég segi, mörgum spurningum er ósvarað um Glitnis sem slíkan og um hina bankana líka til dæmis, af þessu verður að draga lærdóm og fá úr því skorið hvort þetta var svo í raun rétt þegar frá líður!


mbl.is Svartur dagur í sögu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En þarf ekki líka að taka yfir hina bankanna ?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.9.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvað veit maður?  Erfitt að trúa þessum mönnum.  Fyrir viku sagði Lárus Welding að þetta gæti ekki komið fyrir Glitni.   En ríkið mun selja velunnurum sínum bankann á góðu verði.........................

Hólmdís Hjartardóttir, 29.9.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín ágæta Lilja Guðrún, gaman að sjá þig aftur. við skulum nú vona að þess þurfi ekki, en eins og þú mín kæra HH segir og ég hef líka tíundað, þá er í þessu ljósi m.a. skiljanlegt að tortryggnin grafi um sig og almenningur trúi engu. Forsætisráðherran hefur svo líka ekki alveg verið traustur heldur á akstri sínum á vegi sannleikans skilst manni, agði enga kreppu vera þarna um aginn og nú þarna í fyrrakvöld átti ekki nein krýsa að vera til staðar með næturfundinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.9.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband