Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Hvað fannst ykkur?

Já, hvað fannst ykkur?
Um hvað?
Jú, hvað fannst ykkur um árna M. Mathiessen í Silfri Egils í dag?
Hnvað fannst mér?
Veit ekki, talaði bara slatta og hratt. tók til dæmis nokkum sinnum fram í fyrir Atla karli Gísla og VAlgerði kannski líka, en var ekkert sérstaklega hress.
Svo var Björgvin G. þarna líka með sína fallegu bassarödd, veit að hann er ágætisstrákur, en veit ekkert um hann sem ráðamann.
En Árni, er hann í góðum málum eða slæmum?
Bæði og já og hvorki né kannski!?
Veit ekki alveg samt, en vildi ekki vera hann og þótt hann hafi aðeins hærra kaup en ég, vildi miklu frekar vera Eigill, hann er líka með aðeins hærra kaup, en svo hlær hann líka miklu meir en ég, væri nú alveg til í það og fá borgað fyrir!
Held líka að Egill sé hamingjusamur maður og slíkt verður nú aldrei metið til fjár!
En Árni getur svo sem líka verið það, skal ekki þræta fyrir það, en þessa stundina gæti ég samt trúað að hamingjan hafi tekið sér frí frá honum, allavega um stundar sakir!

Sanngjarn sigur!

Þessi tvö orð segja eiginlega flest sem segja þarf. mark eftir aðeins um 7 mínútur réði úrslitum, fyrir utan smá kafla í upphafi síðari hálfleiks hafði heimaliðið yfirhöndina og 3-0 hefði alveg verið eðlig úrslit.
En sigurinn, stígin þrjú skiptu mestu og nú munar fimm stigum á liðinum í fjórða og fimmta sæti.
Nú tekur hins vegar við SEX DAGA STRÍÐIÐ, þriggja lotu einvígi við Arsenal í deildinni heima og svo heima og að heiman í Meistaradeildinni!
Þessi sigur góður upptaktur fyrir það og kærkomin eftir hörmungina á páskadegi!
mbl.is Torres tryggði Liverpool sigur á Everton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fallbyrssurnar" að missa titilvonina? - Nei, ævintýraleg endurkoma til sigurs!

Ekki lítur nú út fyrir annað, alveg skelfilegur fyrri hálfleikur satt best að segja! Hvað á þetta að þýða spyr ég svo endurómar allt frá bróðurhreiðri voru í STapasíðu allt til Hauganes!? En bakvörðurinn knái hann Grétar RAfn stendur fyrir sínu og hefur vonandi ekki meitt sig mikið. Annars rosaleg fallbarátta í gangi, Bolton og birmingham rétta sinn hlut áfram með sigrum, en staða Fulham, Sunderland og Wigan auk Derby, sem er nú fallið fyrr eða síðar, er áfram í járnum. SVaka slagur á toppnum í 1. deild sömuleiðis, Hull og Plymouth komin sterk inn á sl. vikum en Bristol City og toppliðið Stoke halda áfram sínu striki eins og staðan var rétt áðan. W.B.A. er líka með sterka stöðu á leiki inni, en byrjaði ílla í dag, lenti 0-2 undir en jafnaði svo. En en en,, fótboltinn er já ævintýralegur oft á tíðum, ótrúleg endurkoma hjá Arsenal manni færri! Og í 1. deildinni gerðust hlutirnir líka hratt. Bristol fór á toppin, en Stoke missti sigurinn á siðustu stundu niður í jafntefli gegn Sheff. W. WBA lenti aftur undir, en vann svo glæstan sigur og er nú komið í slagin aftur á fullumeð Hull í þriðja til fjórða sæti, einu stígi á eftir Hull, sem vann Watford! Á morgun er svo Liverpoolslagurinn mikli, leikur sem gæti ráðið úrslitum um hvort liðið nær fjórða sætinu er gefur rétt til að spila í Meistaradeildinni næsta vetur.
mbl.is Ótrúlegur sigur hjá Arsenal - Derby fallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama gamla sagan!

Hafið þið tekið eftir einu?
Eitt orð hefur nánast týnst úr málinu á síðustu vikum og mánuðum, ekki heyrt það lengilengi í nokkrum fréttatíma né heyrt nokkurn mann nota það!
Og orði sem ég er að tala um...

GÓÐÆRIÐ!!!

Já, elsku besta Góðærið, sem orð er ekki bara horfið heldur er hin huglæga merking og ástand sem það átti að tákna fyrir allavega suma, virðist bara vera gufað upp!
Niðursveifla, Dýfa í hagkerfinu, Kreppa, þau orð eru komin í staðin og auðvitað ekki af ástæðulausu.
En, það breytir nú samt engu með blessaða kaupmennina, í þeirra huga breytast nú hlutirnir ekki þrátt fyrir að harðni á dalnum kannski, neinei, í okkar rekstri gildir áfram hið sama og aðeins eitt...

GRÆÐA!

Það er nú gömul saga og ný og í sjálfu sér ekkert við það að athuga, NEMAnemanema (eins og Þursarnir sungu um árið í "Pínulitla karlinum") sú hugsjón fari út fyrir eðlileg mörk og sú "Gamla kella" GRÆÐGIN skjóti upp kollinum!
Því miður virðist svo vera upp á teningnum í einhverjum þessara tilvika, sem neytendur hafa verið að koma á framfæri við sín samtök m.a.
Í öllum bænum má fólk halda því áfram og á einfaldlega að sniðganga þær verslanir sem svo opinskátt sýna þeim lítilsvirðingu með því að breyta verði vara fyrir framan augun á þeim!

Græðgin já er söm við sig,
sálum margra spillir.
Gæðablóðið gamla mig,
gremju sannri fyllir!


mbl.is Gamlar vörur hækka í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þá er spurningin...

..þarf að "breyta aftur til betri vegar", hefta þessa minnkun léttvínsneyslu, með því að fela smásöluna á því og bjór í hendur matvörukaupmennum!?
Það vilja allavega ennþá hópur þingmanna eftir því sem ég best veit, í þágu "frelsis"!
En þóðin þarf í raun og sannleik síst á slíkri breytingu að halda, þessar tölur eru enn ein staðreyndin um, að aðgengi að víni af öllu tagi og bjór er miklu meir en nóg.
Og svo veit ég ekki betur en meirihluti landsmanna sé að koamst á þá skoðun, könnun einhvern timan rétt fyrir páskana sýndi það hygg ég!
mbl.is Áfengissala jókst um 7% á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krútt mánaðarins!

Eitt af því sem ég almennt met hvað mest í fari fólk, þar með talið og ekki síst hjá þeim er tjá sig mikið, er hvað viðkomandi mæla eða láta skoðanir sínar í ljós af einlægni og augljósri ´hugsjón!
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/483118/#comments
Hún Lára Hanna Einarsdóttir er ein mín nýjasta bloggvinkona og er víst óhætt að segja að hún sé Bloggari af lífi sál, berir skoðanir sínar umbúðalaust á borð og þeim fylgi sannarlega bæði hugur og hjarta!
Ég er kannski ekki alltaf alveg sammála innihaldinu sem hún fjallar um eða er það kannski, en hefjði kannski nálgast málið öðruvísi sjálfur, en það bara er aukaatriði, hún er bara svo einörð og garáttuglöð með sinn "penna" að vopni, (eða lyklaborð öllu heldur) að ég dáist að henni og er auðvitað líka á góðri leið með að verða bálskotin í henni líkt og reyndar flestum mínum bloggvinkonum!
Nema hvað, nema hvað, á slóðinni að ofan, setti ég lítið vísukorn svona rétt til að tjá hug minn, eins og ég geri stundum í athugasendum. Er ekki að orðlengja að baráttukonan glæsta brást snögg við og útnefndi mi....

KRÚTT MÁNAÐARINS!!!

Hvorki meira né minna góðir hálsar og ég?
Jú, ég hef ´senn verið í sæluvímu, en jafnframt sjokki! Og hver væri það nú ekki í mínum sporum?
Enenen, vel að merkja, jú bara fimm dagar eftir af marsmánuði, hahaha!
Vísukornið var annars svona.

Lára Hanna, kona keik,
kröftug veður eld og reyk.
Stílvopni í stríðsins leik,
stöðugt beitir, hvergi smeyk!


Að hika er sama og tapa!

Eða tja, allt að því skulum við segja í þeim tilfellum sem sveinar hyggjast biðja um hönd draumadísarinnar, en eru feimnir og óöruggir að stíga hið stóra skref! Mín ráðlegging hljómar annars svona. Blessaður drífðu þig drengur, dragðu þetta ekki lengur. Þín draumadís, í dag er vís Þitt hnoss og happafengur! En auðvitað á þetta líka við á hinn vegin í sumum tilfellum, dömur margar eiga frumkvæðið skulum við segja allavega við að næla í sinn draumaprins! Annars held ég að rómantískasta opinbera bónorðið sem ég hef heyrt og jafnframt eitt það róttækasta, hafi verið þarna um árið er ástmaður Stefaníu VAlgeirsdóttur söngkonu með meiru og þáverandi þulu í útvarpinu, sendi það inn sem tilkynningu sem hún las svo út í loftið. Afskaplega heillandi og hugmyndaríkt fannst mér og finnst enn!

Páskaslátrun!

Hmmmm,herra Ferguson varð að ósk sinni um dómarann, það verður nú að segjast, einhver óróleiki hans eða taugaveiklun hjálpaði nú heimaliðinu erð ég að segja! Núnú, samt kyngjum vér nú þessum ósigri án mikilla herkja,alltaf leitt að tapa jú, en eins og þetta þróaðist föllum vér ei í neitt þunglyndi! Óskum bara sigurliðinu pent til hamingju með sigurinn og ekki orð um það meir!
mbl.is Man. Utd með 6 stiga forystu eftir 3:0 sigur á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega páska!

Kæru vinir nær og fjær og þeir sem þetta lesa, gleðilega og gifturíka hátíð!

Á páskunum ei pukrast neitt,
prúður er á flestan hátt.
Elska friðin yfirleitt,
umgengst fólk í góðri sátt!


Þessir mættu alveg koma!

Jújú, Blundarinn raular alveg þokkalega og á bærileg lög held ég, en kannski ekki alveg mitt uppáhald!

En he´r eru nokkrar tillögur frá mér um hverja mætti nú alveg flytja inn!

Sarah Brightman.
Þessi afbragðssöngkona hefur lengi átt ´sér góðan aðdáendahóp hérlendis sem víðar, sil ekkert í því að menn skuli ekki hafa flutt hana inn!?

B.B. King.
Takk fyrir, þennan blússnilling eigum við að fá til dæmis fyrir næstu blúshátíð í Reykjavík! Þótt ótrúlega hress sé, lifir karlinn nú ekki að eiflífu,komin á níræðisaldur!

John Fogerty.
Myndi örugglega skapa dúndurstemningu og fengi fína aðsókn þessi mikli rokkjöfur!

Niel Young.
Óli Palli ætti nú einn og sjálfur með Rás tvö á öslinni, að vera búin að koma karlinum kanadiska (og e.t.v. vestur-íslenska?) á klakan með hjálp kannski góðra manna ef með þyrfti!

Og aftur væri ekki vitlaust að fá til dæmis Metallica, Maiden ogogog... LED ZEPPELIN!?(ef nýja útgáfan með Jason Bonham við trommusettið þar að segja heldur eitthvað áfram að koma fram)
Marga fleiri blúskrafta vildi ég svo alveg sjá koma auk Kóngsins Bb, söngkonuna frábæru Shemekiu Copeland til dæmis og ótal fleiri.
Og já, svo er það Eric Clapton, bara gallin sá að efnisskráin verður að líkindum allt of mikið löðrandi í popplögunum hans, mörgum ágætum að vísu, enenen, hann er bara miklumiklumiklu betri "Blár í gegn"" blúsaður fyrst og síðast!
Síðast en ekki síst er það svo Dylan sjálfur, en með tilliti til fyrri heimsóknar hans má kannski ekki búast við of miklu af þessum þó svo sannarlega einum allramerkasta tónlistarmanni 20. aldar og ekkert minna!
En vonandi verður hann í stuði núna!


mbl.is James Blunt með tónleika 12. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband