Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Jájá, allt í lagi ef...

...Sundlaugaverðir og aðrir bæjarstarfsmenn verða til friðs og skipta sér ekki af öllum stelpunum sem til dæmis kæmu með strætó frá reykjavík og ætluðu að gera sér glaðan dag TOPPLAUSAR Í SUNDI!
Bloggvinkonur mínar margar væru sömuleiðis alveg til í slíka skemmtan, til dæmis hinar gullfallegu Cesil, Jenný Anna, Lára Hanna og Gurrý, sem reyndar flaggar sjaldan sínum volduga barmi, nema kannski þá helst einmitt í strætó!?
mbl.is Hvergerðingar vilja strætó austur fyrir fjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geiri minn maður!

Trymbillinn geðþekki og hægláti Ásgeir Óskarsson er sannarlega vel að heiðursnafnbótinni komin!
Og er þess var farið á leit við lesendur blues.is af aðstandendum hátíðarinnar að koma með uppástungur um heiðursfélagan í ár, stakk ég upp á honum!
Annars bara bestu kveðjur til Dóra og allra hinna er standa að þessari merkilegu hátíð og er bara vonandi að hún takist sem allraallra best!
mbl.is Blúshátíð hafin í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HA!?

Ekki er fyrr gengin yfir umræða um þessa baráttu í bæ í Svíþjóð, þar sem ég ygg flestir hérlendis voru nú sammála um að berir bringukollar í sundi eða annars staðar væru nú ekkert tiltökumál og umhverfið færi ekki á haus þess vegna, þá berast þessi ósköp til eyrna og það frá sjálfum heilsubænum Hveragerði!?
Ég á eiginlega ekki til eitt einasta orð um þetta!
En spyr, við hvað eru menn eiginlega hræddir?
Ekki skal ég um segja, en hitt er á hreinu að fortíðardraugar eru greinilega enn á stjái!
mbl.is Bannað að bera brjóstin í Hveró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steinakorn!

Hinn margbrotni mannangi sem STeini Briem mun heita, hefur mikið umtal og athygli vakið í bloggheimum fyrir sín alltumliggjandi skrif í athugasendakerfum Moggabloggsins!
Nokkurs konar "Utangarðsmaður" er hann, er ekki með síðu sjálfur, en var það víst áður.
Er óhætt að segja að kappin sé umdeildur, kvinnur einkum og sér í lagi játa ást sína á honum auk margra karla líka, en nánast hataður er hann líka og litin hornauga af öðrum, þeir líka oftar en ekki fengið frá honum ansi hressilegar gusur, svo dóna- og hranalegar hafa þótt!
Einna mest fer STeini hjá félaga mínum gamla og sívinsæla bloggaranum Jens Guð og þar höfum við líka skipst á léttum sendingum án neinna teljandi leiðinda svo ég viti!
Jens karlinn verið í kærkomnu fríi í Færeyjum, eins og lesendur ahns hafa orðið varir við, en á meðan hefur þó engin lognmolla ríkt þar inni, nei aldeilis ekki og hefur STeini ásamt sjálfum mér m.a. aðeins "látið vaða" þar!
Skutlaði ég til dæmis þessum hendingum þarna inn um karlinn í gær, hann sjálfur sjálfur verið að henda samsuðum orðdýrum þarna inn, oft ágætum nema hvað ekki alltaf eftir reglum né í samhengi, en það er nú kannski aukaatriði!?

Mest hér STeini mallar bull,
mörg þó lætur falla snjöll.
Korn sem má nú kalla gull,
kennd við eigin Ballarvöll!

EF einhver sem les þetta, skildi þurfa á orðskýringum að halda, þá er velkomið að spyrja!


Minni aftur á menningarviðburð!

Nú þegar einungis þrír dagar eru í 5 ára afmælistónleika Blúshátíðar í Reykjavík, er ekki úr vegi að birta dagskrána aftur.
Gerið ykkur nú glaðan dag gott fólk og drífið ykkur á þennan mikla og merka menningarviðburð!
(nappaði þessu frá vini mínum og bróður í blúsnum, Eyjólfi Ármannssyni.
glamur.blog.is)

BLÚSHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2008
Þriðjudagur 18. mars
Hilton Reykjavík Nordica kl. 17, setning í samstarfi við Rás 2
• Blúslistamaður heiðraður
• Blúsdjamm
Stórtónleikará Hilton Reykjavík Nordica kl 20
• Magic Slim and the Teardrops frá Bandaríkjunum
•Jolly Jumper & Big Moe frá Noregi
• Margrét Guðrúnardóttir og bandið hans pabba. Ásgeir Óskarsson trommur, Tómas Tómasson bassi,Björgvin Gíslason . Hver er pabbi?
Klúbbur Blúshátíðar á Rúbín frá kl 22
• Blúsjamm nánar síðar
• Ungir og upprennandi blúslistamenn
Miðvikudagur 19. mars
Stórtónleikará Hilton Reykjavík Nordica kl 20
• The Yardbirds
• Nordic all star's blues band•KK, Björgvin Gíslason, Pétur Östlund, Krister Palais , Jolly Jumper & Big Moe frá Noregi, og fl
• Bláir Skuggar: Sigurður Flosason, Þórir Baldursson , Jón Páll Bjarnason ,Pétur Östlund .
Klúbbur Blúshátíðar á Rúbín frá kl 22
• Blúsjamm nánar síðar
Ungir og upprennandi blúslistamenn
Skírdagur 20. mars
Stórtónleikará Hilton Reykjavík Nordica l kl 20
5 ára afmælishátíð.
Deitra Farr, Vinir Dóra, KK, Blúsmenn Andreu, Maggi Eiríks, Björgvin Gíslason, Davíð Þór Jónsson á Hammond
Bergþór Smári og fl.
• Tena Palmer frá Kanada & Gras
• Ungir og upprennandi blúslistamenn
Klúbbur Blúshátíðar á Rúbín frá kl 22
• 5 ára afmælishátíð og blúsjamm nánar síðar.
Ungir og upprennandi blúslistamenn og fl.
Föstudagurinn langi 21. mars
• Sálmatónleikar kl 20 Fríkirkjan í Reykjavík
Deitra Farr, Borgardætur, Tena Palmer & Riot
kaupa miða
Hljóð Jón Skuggi
Fengið lánað af http://www.blues.is/ sjá líka
http://blues.blog.is/blog/blues


Þungt högg fyrir Hannes!

Annað verður nú ekki sagt um þessi tíðindi, eftir allt sem á undan var gengið, fullvissu Dr. Hannesar um eigið góða verk og svo framvegis!

Hann ekki dæmdur til að greiða miskabætur sem slíkar, en telst nú svo ekki er hægt að misskilja, dæmdur maður fyrir ritstuld!

Nú er Hannes hnípin mjög,
hreint ekki nei glaður.
Blessaður já braut víst lög,
bersyndugur maður!


mbl.is Bótaskyldur vegna ævisögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EFtirmaðurinn blindur blökkumaður!

Já, ljótur er á tánum eins og krumminn á skjánum, hann Eliotkarlinn, siðferðispostuli í orði en ekki á borði!
En eftirmaður hans vekur mikla athygli og segja má að hann geti kannski í bili að minnsta kosti, stolið dálítið senunni frá Odama, sem keppir nú að verða forsetaefni Demokrata.
David Patterson er nefnilega blökkumaður og verður sá fyrsti úr þeirra hópi sem gegnir starfi ríkisstjóra í New York.
Það sem er þó jafnvel enn merkilegra og færri vita sömuleiiðis, er að hann er blindur!
Verður afskaplega fróðlegt að sjá og heyra hvernig þessum 54 ára manni gengur í þessu veigamikla embætti!
mbl.is Eliot Spitzer sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg frammistaða og "Norðlenskt" mark númer tvö!

Afskaplega gleðileg og góð frammistaða já þarna í Portúgal, sem gefur mjög góð fyrirheit um lokasprettin í undankeppni EM!
Svo gleðst auðvitað mitt akureyriska hjarta að sjá að okkar bráðefnilega Rakel Hönnudóttir, sem er að stíga sín fyrstu skref með A-landsliðinu, bráðung stelpa ennþá, skoraði þarna sitt fyrsta mark fyrir liðið og ekki aðeins það, önnur stúlka sem hér nyrðra er fædd og uppalin, Ásta Árnadóttir, lagði grunnin að markinu með löngu innkasti!
Kannski örlítið orðum aukið að liðin sex í hinum riðlinum séu nú þau sex bestu í heimi í kvennaboltanum, Englendingar örugglega ekki sammála til dæmis, en þessar þjóðir voru held ég í þessum sætum á síðasta Hm!?

Áfram Ísland!


mbl.is Ísland vann Finnland 3:0 í leiknum um 7. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag er ég kátur...!

Jájájá, hahahó og ég held nú það, að ég sé nú aldeilis flottur á því ójéjé!
Er alveg syngjandi glaður og reifur núna já, leik við hvurn minn fingur, hlæ og græt í senn, kyssi mann og annan, (helst þó að sjálfsögðu kvennmann!) slæ mér á lær og faðma lífið og tilveruna beinlínis þessa stundina og hef gert það síðustu klukkutímana!
Afhverjuafhverjuafhverju?
Afþvíafþvíafþví, ég er svo himinglaður og hamingjusamur ungur maður á miðjum aldri, semsemsem upplifði alveg einstaka sigurtilfinningu í dag!
Nei, fæ að vísu alltaf nei við bónorðunum mínum, síðasta var númer 32 sl. þrjú árin, enenen, í dag er ég samt sem áður semsagt svona yfir mig glaður og ánægður þvíþvíþví.......

....ÉG ER BÚIN AÐ KLÁRA SKATTSKÝRSLUNA MÍNA OG SKILA HENNI!!!

Býður einhver betur í Happdrætti Hamingjunnar spyr ég nú bara!?

Nú er ég kátur og léttur í lund,
lífið í dag er svo glatt.
Því leiðinda öll hér liðin er stund,
að liggja og hugsa um skatt!


Aumingja "UNI-TEDDAR"!

Já, ég verð nú bara að segja það núna, ljóta sæmið að þetta skildi fara svona fyrir United, hefðu að sjálfsögðu átt að fá víti þarna í byrjun, ronaldo fellur náttúrulega aldrei svona eða dettur inn í teig nema að einhver togi eða sparki í hann, hefði líka mátt að minnsta kosti gefa Frakkanum þarna gult líka!
Og svo hefði ekkert átt að dæma þetta víti á greyið hann tomas Cuzac fyrst ekki var dæmt á hitt!
Því eru auðvitað allir sannir Unitedmenn sammkála!?
Æjá, hrikalegt tap og agalegt að nýta svo ekki öll færin!

Já, óvænt var tapið hjá "Teddum",
enn trúa vart sínum augum.
Það syrgja nú brotnir í beddum,
búnir alveg á taugum!

Ronaldostrákurinn hefði kannski átt að spara sér stóryrðin fyrir garmurinn, talaði þá eins og það væri nánast á hreinu að vinna tvo eða þrjá bikara.
en það kemur víst annar leikur eftir þennan, önnur bikarkeppni eftir þessa!


mbl.is Portsmouth sigraði Man Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband