15.12.2014 | 09:38
Fyrirsögn eigi til fjár!
Þú fylgir ekki í fótspor, heldur FETAR, en fylgir hins vegar í kjölfar einhvers.
Gunnar fylgir í fótspor Emmu Watson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2014 | 11:48
Topppopp
Löngu tímabært...Topppopp!
Art Duo About Time.
Lög:
Midnight Café,
Cool It,
Kairo,
1982,
Forever And Always,
Only Time Will,
Youre The One,
Say No More,
Soldier,
Over And Over,
Time.
Minningavélin er ræst og tekið á loft... Sviðið er Samkomuhúsið á Akureyri, árið ekki alveg á hreinu, en líkast til 1984 eða 1985. Fimm myndarpiltar standa á sviðinu í litfögrum múnderingum eins og bæði fjölskrúðug ljós og reykur hjálpa til að gera þeldekkri og dularfyllri en ella. Þetta voru þeir Kobbi (Jakob Jóhannsson), Tommi (tómas Guðmundsson), Hemmi (Hermann Örn Ingólfsson), Viddi (Kristinn Viðar Sveinbjörnsson) og Siggi (Sigurður Kristinsson) Fjórir fyrsttöldu bekkjarbræður úr Glerárskóla á Akureyri, en Siggi árinu eldri úr sama skóla og þarna hafa þeir hyggur minningin, að þeir séu allir í námi í MA og þarna hafi þeir staðið sem Nýrómantíska/svuntuþeysabandið ART!
Það verður seint sagt um undirritaðan, að hann hafi á þessum tíma fallið í stafi fyrir músík sem þessari, var miklu meir á harðari rokk og gáfumannapopprokklínunni. En hins vegar varð maður jú samt að standa með bræðrum sínum þeir fjórir fyrstnefndu nefnilega líka skólabræður hans og þess vegna ekki síst var hann staddur þarna ásamt allavega 50 100 manns til að hlýða á. Nú um það bil þrjátíu árum síðar, getur maður þó alveg viðurkennt að eitt og eitt lag náði auðveldlega inn og raunar varð ein fræg plata þessa tíma með Human League að eign með hinum dúndrandi Dont you want me baby m.a.! Girls On Film með Duran Duran varð sömuleiðis eyrnagaman og þá auðvitað ekki hvað síst líka fyrir ógleymanlega myndbandið við það. Og ekki má svo gleyma Ultravox, sem raunar hafði þó víðari skírskotun eins og fleiri góðar sveitir á svipaðri línu á borð við Spandau Ballet og Level 42, að ógleymdri Depeche Mode.
Á þessar sveitir margar og ugglaust fleiri hlustuðu strákarnir og drukku í sig áhrifin. En þarna í árdaga, held ég þó að það hafi verið fyrst og fremst Tommi söngvarinn, sem sá um tónsmíðarnar og ásamt Sigga, en að mestu einn um textana Og þegar þarna var komið sögu, voru strákarnir óðum að skapa sér nafn og útgáfa á heilli plötu í sjónmáli, eða allavega á fjögra laga slíkri EP. En margt fer öðruvísi en ætlað er... Safnskífulag, en síðan ekki meir...Þar til nú! Nú man ég auðvitað atburðarásina ekki í þaula þó ég hafi nokkuð svo fylgst með drengjunum, nema hvað að plata var semsagt í bígerð þar sem Jón nokkur Gústafsson, alltíöllustjarna á þessum tíma var að eiga við drengina. (Jón var t.d. umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins vinsæla, Rokkararnir eða Rokkarnir geta ekki þagnað en nú ku hann vera kontóristi hjá Kára frænda mínum hjá ÍE) Útkoman varð hins vegar minnir mig bara eitt lag, Take My Hand á einhverju safnplötutetri, en síðan vart söguna meir nema jú þetta myndband tekið í MA og skartaði skvísunni Örnu Einars... Og þannig líða tímar fram eða þar til fyrir einhverjum fimm eða sex árum kannski. ART piltar enn svosem sprækir og halda enn vinskapinn eftir öll þessi ár, hittast reglulega, en spilamennska eða þráðarupptaka ekki á dagskrá. En í honum Kobba blundar eitthvað sem kalla má Dellugenið, hann tekur allt í einu upp á því að kaupa sér aftur gítar og sannfærist í kjölfarið á að hann geti enn spilað á hann. Svo vita menn ekki fyrr til en drengurinn er bara búinn að koma sér upp hágæða hljóðveri heima í bílskúrnum í Mosó og þá fer aftur að kvikna í plötuneistanum! í honum svo um munar. Þeir Tommi byrja svo tveir saman fyrir þetta fjórum eða fimm árum að krunka saman og nú bregður svo við að Kobbi uppgötvar tónskáldshæfileika sína ofan í hina landsfrægu lista- og hönnuðar. Og núna loksins er hringnum lokað og ekki ofsagt að löngu hafi já verið kominn tími til, sköpunarverkið fætt í formi 11 laga geislaskífu! En ekki undir einföldu nafni Art eins og forðum, heldur í samræmi við staðreyndir dagsins, sem Art Duo auk þess sem það finnst víst eitthvert sveitardrasl annars staðar sem kallar sig Art. Kemur satt að segja gríðarlega á óvart.
Nú skal það viðurkennt fúslega, að maður átti svosem ekki von á neinu stórvirki er gripurinn barst í hendur fyrir nokkrum vikum í sinni nöktu hljóðmynd frá drengjunum og það þótt maður hafi aftur heyrt hið flotta Midnight Café fyrir sl. Jól. En maður lifandi... Eftir að hafa nú lagst að alvöru yfir gripinn fyrir um hálfum mánuði, þá er ég vart sannur maður núna...eða þannig. En frómt frá sagt, þá er About Time í það heila asskotansfogginsnilld, uppfull af alveg dæmalaust flottum og grípandi laglínum í nánast öllum tilfellum! Jájá, auðvitað þó í sínum níunda áratugar anda ekki freyðandi beinlínis af frumlegheitum, en í sínum ramma bara svo ofboðslega flott. Og þegar ég segi flott, þá meina ég FLOTT. Hljómurinn á plötunni er í einu orði sagt afbragð og flutningurinn sömuleiðis. Enda ekki að undra, hjálparkokkarnir verða nefnilega vart betri, Mezzofortetakttvíeykið Gulli Briem á trommum og Jóhann Ásmunds á bassa, Friðrik Sturlu hljómborðs og bassakall úr Sálinni, þórir Úlfars Altmugligman með hljómborð, Saxasnillingurinn margræði Sigurður Flosason og fjölhæfnisfljóðið Gréta Salóme, sem landinn getur auðvitað vart gleymt síðan í Evrovision 2012? Jújú, ég er hlutdrægur, vissulega bullandi hlutdrægur, en dreg ekkert af mér, platan í öllum mínum heiðarleika og hreinskilni...Vúnderbar! Svo er það tvennt dulítið skemmtilegt og kannski klikkað Allt frá því Tommi 16 ára gamall rúllaði upp Jóni kræfa karli og hrausta Þursaflokksins, þannig að manni fannst hann bara betrungur nafna hans Tomma Tomm, á bekkjarkvöldi forðum, hefur mér fundist hann þrususöngvari, þó ég hafi nú ekkert rosalega verið að flíka því. Nema hvað, að í tveimur af þessum mörgu flottu lögum plötunnar, 1982 og Only Time Will, fékk ég alveg sérstaka vitrun, nefnilega að litur í röddinni minni mig þrælmikið á engan annan en sjálfan Sör Pál Makkartnei?! Kannski er ég orðinn spinnegal, en samt ekki, texti hins síðarnefnda byrjar nefnilega á YESTERDAY has past... Hitt er svo með gítarleikinn hans Kobba, sem á köflum hljómar eiginlega sem djassblúsaður og minnir mig þá meira á tilþrif til dæmis gamla jálksins Chris Rea frekar en t.d. Andy Taylor! Miklu meir er annars vart á bætandi þessum langhund, önnur lög sem hafa brætt heila minn eru t.d. Midnight Cafe hið áðurtalda og hið magnaða rokkstykki Cool It, þar sem Kobbi fer hamförum. Takk fyrir mig drengir og allir sem þetta sjá og hafa snefil af smekk fyrir poppmúsí, tékkið á eintaki!
Bruce í stað Bono | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2013 | 08:00
Jamm, Kuldaboli bítur...En til er ráð...!
Húnvetningar og aðrir geta nefnilega nælt sér í eintak af LIMRUROKK, skemmtiskruddunni vænu og fyrr en varir tekur blóðið að renna örar!
Fæst hjá Eymundssonverslununum í Austurstræti í Reykjavík og á Akureyri.
Verslun Tunnunnar á Siglufirði.
Skagfirðingabúð á Sauðárkróki.
Smekkleysu, Laugavegi 35 í Reykjavík.
Svo má líka setja athugasend hérna ef menn vilja hafa samband og fá eintak "Beint frá bónda!"
Annars gefur fregnin manni þetta tilefni til viðbragða!
Nú er fjör á Fróni,
frystir bráðum hér,
eflaust undan jóni,
Einari og MÉR!
24 stiga frost í Húnaþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2013 | 15:36
LIMRUROKK er vinsæl þótt ekki sé hún í listabrölti...
Jamm, litla skemmtiskruddan lallar sinn veg og er ekkert síður ef ekki meira létt í lund en einhver "Framsóknarfalleríi!" og nú fæst hún líka í Eymundsson í Austurstræti auk sömu verslunnar í Hafnarstrætinu á Akureyri. Annars staðar fæst hún svo í, Smekkleysubúðinni, Laugavegi 35, Skagfirðingabúð á Sauðarkróki og hjá verslun Tunnunnar á Siglufirði. "Allt í grænum sjó vinir........"
Sýnishorn úr bókinni.
Þótt lífið sé litað af trega,
leiki þig allavega.
Skaltu hafa í huga,
hollráð sem duga,
að ríða nú reglulega.
Veisluréttir á toppnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2013 | 15:22
Skemmtiskruddan LIMRUROKK!
Góðir hálsar nær og fjær, fleiri "Toppbækur" má nefna sem nú eru að vekja athygli og fá góð viðbrögð!
Árið 2004 gaf ég út mína fyrstu kviðlingabók, Geiravísur, sem fékk ágætar viðtökur.
Nú loksins níu árum síðar kem ég með aðra bók, að þessu sinni eingöngu með limrukveðskap og nefnist hún Limrurokk!
Kennir þar margra grasa, en eins og fram kemur í aðfararorðum bókarinnar, er limruformið mér ansi kært og hefur verið það í áratugi.
Grín og glens um mann og annan, pólitík, íþróttir að ógleymdum “neðanmittismálum” og vina og ættingjayrkingum, er meðal þess sem finna má og þá að mestu á léttvægari nótunum, en broddur og alvarlegri tónn er þó ekki langt undan á köflum.
Eru smíðarnar hátt í tvö hundruð talsins með skýringum þar sem við á og er bókin 112 blaðsíður.
Hönnuður útlits er svo gamall skólabróðir og snillingur, Jakob Jóhannsson.
Bókin kemur út bæði í kiljuformi og innbundin og fæst hjá eftirfarandi söluaðilum:
Smekkleysu á Laugaveginum í Reykjavík.
Eymundsson Akureyri.
Skagfirðingabúð á Sauðárkróki.
Verslun Tunnunnar á Siglufirði.
Einnig má hafa samband við höfund í netföngin:
mageir@internet.is
eða
mgeir@internet.is
Skuggasund selst best | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2013 | 11:51
Skemmtiskruddan LIMRUROKK komin út!
Góðir hálsar nær og fjær!
Árið 2004 gaf ég út mína fyrstu kviðlingabók, Geiravísur, sem fékk ágætar viðtökur.
Nú loksins níu árum síðar kem ég með aðra bók, að þessu sinni eingöngu með limrukveðskap og nefnist hún Limrurokk!
Kennir þar margra grasa, en eins og fram kemur í aðfararorðum bókarinnar, er limruformið mér ansi kært og hefur verið það í áratugi.
Grín og glens um mann og annan, pólitík, íþróttir að ógleymdum “neðanmittismálum” og vina og ættingjayrkingum, er meðal þess sem finna má og þá að mestu á léttvægari nótunum, en broddur og alvarlegri tónn er þó ekki langt undan á köflum.
Eru smíðarnar hátt í tvö hundruð talsins með skýringum þar sem við á og er bókin 112 blaðsíður.
Hönnuður útlits er svo gamall skólabróðir og snillingur, Jakob Jóhannsson.
Bókin kemur út bæði í kiljuformi og innbundin og ef þú hefur áhuga á að kaupa af mér þá er verðið 2500 kr. Annars vegar og 3000 kr. Hins vegar.
Meðfylgjandi hér að neðan eru netföng til að fræðast frekar og fá upplýsingar ef áhugi er fyrir hendi.
mageir@internet.is
mgeir@internet.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2013 | 22:50
Norrænt - Já takk!
Ýmsir - World Music From The Cold Seas.
Ekki er svo langt um liðið frá því að Frónbúar voru svo blindir á flest eða allt sem engilsaxneskt var upprunnið, að þeir fussuðu bara helst og sveiuðu ef aðrar tungur og öðruvísi efni var nefnt! Slíkt var nei ekki við hæfi og stimplað nær sjálfkrafa sem rusl. Þannig raddir heyrast jú ennþá og kjánalegir fordómar, en ef við tökum bara sem dæmi sjónvarpsefni, hefur nú þróunin aldeilis snúist við og norrænt efni þaðan orðið eitt það allra vinsælasta sem býðst.
Norræn tónlist hefur auðvitað verið í náðinni hjá mörgum um langa hríð, en samt hafa menn á sama hátt sett á hana stimpil neikvæðan og þá sérstaklega ef hún hefur verið flutt á móðurmáli flytjendanna. Einhvern tíman setti ég sjálfur stundum slíkt fyrir mig, en ekki lengur og það hygg ég að þeir sem í alvöru hafa áhuga og ánægju af tónlist, geri nú í minna mæli!
Nú skömmu fyrir jólin læddist inn um lúgu hjá mér skífa nokkur sem eftir því sem tíminn líður og meira er hlustað, verður meira og meira skemmtileg og góður vitnisburður fyrir sinn (þjóða)hatt! Um er að ræða 16 laga Vest-norrænu safnskífuna World Music From The Cold Seas, er inniheldur fjögur tóndæmi í flutningi listamanna frá jafn mörgum þjóðum, Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og lendum Sama!
Nukaaka Motzfeldt - Drum Dance for Rasmus (Grænland)
Kristian Blak - Addeq 2 (Færeyjar)
Tryggvi Hansen - Ólafur Liljurós (Ísland)
Elín Kaven - Aibbas Jaska (Samaland)
Margrét Örnólfsdóttir - Vélsög (úr kvikmyndinni Einkalíf)(Ísland)
Samma Samma - Qinnut (Grænland)
Skáldi - Taxi Driver (Samaland)
Shalder - Trana Trýta (Færeyjar)
Jens Guð - Fjallgangan (Ísland)
Sume - Upernaaq (Grænland)
SámiLuondu Collerisku - Gidda (Spring) (Samaland)
Kristian Blak & yggdrasil (með Eivör Pálsdóttur) - The Eagle (Færeyjar)
Johann Anders Bær - Gáhttaráiggi (Samaland)
Klakki - Fæding Máfsins II (Ísland)
Nanu Disco - The Drum-The Drum (Grænland)
Týr - Ormurin langi (Færeyjar)
Ansi fjölbreytt flóra þarna á ferðinni, meira og minna rammþjóðleg, ný lög í bland við eldri og kunnari, samanber hinn geysivinsæla Orm Víkingarokkaranna í Týr (svei mér ef lagið var bara ekki það alvinsælasta hérlendis um langt skeið?) þjóðbraginn gamla um Ólaf (í frábærum flutningi Tryggva o.fl.) og rappsins/"Mæltafmunnifram" útgáfu Jens Guð af kvæði Tómasar Borgarskálds, Fjallgöngu. Áður hafði Jens auðvitað eins og margur man, heldur betur hrist upp í landanum með annarri slíkri túlkun og afbragðsgóðri, á Þorraþræl Kristjáns Fjallaskálds Jónssonar. Jens á svo stóran þátt reyndar í plötunni ásamt þeirri mjög svo gagnmerku útgáfu Tutl í Færeyjum, sem borið hefur hitann og þungann af "færeysku útrásinni" í rokki og poppi sl. árin, komið m.a. út með plötur með Týr, Eivör, Teiti að ógleymdri fyrri plötu okkar eigin ástsælu Víkingaþungarokkssnilldarsveitar, Skálmaldar! Nú svo er þarna hin goðsagnakennda grænlenska sveit Sume með að ég held nokkuð gamalt lag, hressilegt popp með grænlenskum blæ í grunninn. Þau Elín og Johann Anders frá Samalandi eru bæði með gríðarfín lög, hennar ansi seiðmagnað bæði og kraftmikið, minnti mig í senn á eitthvað í anda Bjarkar og eitthvað svona austrænt í taktinum. Hans þjóðlegra en þó skemmtilega djassskotið. Hin íslensk-danska Klakki er þarna sömuleiðis með ansi flott lag er hreif mig vel og þannig mætti telja fleiri lög af plötunni. Síðan má ekki láta hins merkilega færeyska músíkfrömuðar, Kristian Blak, ógetið, en ekki aðeins gefur hann plötuna út sem eigandi Tutl, heldur kemur hann við sögu allra hinna færeysku laganna og gaf auðvitað Týr út á fyrri stigum. Stórmerkilegur maður og áhrifamikill! Þessi eftirfari hinnar mögnuðu og rokkuðu Rock From The Cold seas kemur mér satt best að segja mjög þægilega á óvart, vel heppnað samsafn í alla staði í öllum þeim ólíku tónmyndum sem þar birtast. Merkilegur menningarvitnisburður um hve margt er að finna hjá þessum fjórum ólíku en menningarríku þjóðum í norðri!
Tónlist | Breytt 2.12.2014 kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2012 | 10:58
Lítil kveðja til Akureyrar í tilefni dagsins!
Akureyri, minn yndislegi bær,
Nú eitthundrað og fimmtíu árum nær.
Við Eyjafjörðinn ugglaust vex og grær,
Áfram líkt og yngis- fögur mær.
Á brautum hans ég barnskóm mínum sleit,
Björt er æskuminningin og heit.
Frá hjartans rótum, hreinskilin ei veit,
Um hamingjunnar meiri sælureit.
Til hamingju allir Akureyringar nær og fjær með afmæli bæjarins og sömuleiðis Dvalarheimilisins Hlíðar, 50 ára og Listigarðsins, 100 ára um þessar mundir!
11.8.2012 | 20:46
Beiskur er sá beygði!
Prófessorinn gleymir nú því langmerkilegasta á ferli "Gerðunnar" í upptalningunni, nefnilega fv. Handboltadómari!
En það er nú annars kunnara en frá þarf að greina, að prófessorinn var sekur fundin og dæmdur af hæstarétti fyrir að gera orð Nóbelskáldsins Laxness að sínum (svo við orðum það pent) í ævisöguþríleik sínum um hinn síðarnefnda. Hins vegar vill svo til, að sá sami Halldór Guðmundsson sem þarna er nú í forsvari Hörpunnar, en prófessorinn vill meina að ætti ekki að vera það, skrifaði líka á svipuðum tíma ævisögu sama Nóbelsskálds, þar sem vel var að verki staðið og viðurkenningar hefur hlotið!
Þessu mun prófessorinn að sjálfsögðu aldrei geta kyngt í sinni eilifðarvindmyllubaráttu við "þá vinstri" svo skrif sem þessi koma nú ekki beinlínis á óvart.
Þannig er því bara oftast varið með þann beygða, beiskjan grefur um sig og brýst fyrr eða síðar upp á yfirborðið og er öllum ljós nema þeim beygða, sem helst aldrei mun viðurkenna ósigur sinn!
Það er svo síðan nokkuð fyndið, þegar Halldór Guðmundsson á með einvherjum hneykslishætti að vera ráðin sem einhver "innsti koppur í búri" hjá Samfylkingunni, meðan Þorgerður er bara "saklaust fórnarlamb og órétti beitt af vonda stráknum Degi B....?!"
Ansi hreint hlálegt já, en sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem prófessorinn sér okkur fyrir álíka skemmtan!
Segir Dag hafa komið veg fyrir ráðningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2012 | 23:08
Landi og þjóð til sóma!
Það hefði verið frábært ef Rögnu hefði tekist að koma leiknum í oddalotu, en heppnin var ekki með.
Framistaðan hins vegar afbragð og nú sem ætíð fyrr var Ragna sannarlega landi og þjóð til mikils sóma!
Ég hef verið mikill aðdáandi hennar um langt árabil og það verður mikil eftirsjá af henni, aðeins 29 ára gamalli. og eftir situr svo í þankanum einn skuggi skammar því miður varðandi hennar feril, það er að hún skuli hafa verið sniðgengin gróflega árið 2007 í kjöri á Íþróttamanni ársins.
Það var engum vafa undirorpið, að Ragna var sá einstaklingur sem staðið hafði upp úr það árið hvað árangur snerti, en vegna kaldhæðni örlaganna og aumingjaháttar íþróttafréttamanna, varð fótboltastúlkan (sannarlega knáa) Margrét Lára Viðarsdóttir fyrir valinu, svo meint rangindi í garð hennar í öðru vali, kynsystra hennar á fótboltakonu sama árs, yrðu nú "leiðrétt?!" (sú sem hlaut nafnbótina það árið var Hólmfríður magnúsdóttir)
Oft hefur þetta kjör nú orkað tvímælis, en þarna tók steininn úr fyrir mína parta og hefði þá strax átt að koma á nýju kjöri í marktækari mynd að hjálfu OL-ÍSÍ, sem nú eftir kjörið síðasta er hneykslaði marga, er víst til ígrundunnar.
En þrátt fyrir þetta stendur Ragna auðvitað keik og er það von mín að henni vegni áfram vel í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur!
Ragna leggur spaðann á hilluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar