Færsluflokkur: Bloggar

Skemmtiskruddan LIMRUROKK komin út!

Góðir hálsar nær og fjær!

Árið 2004 gaf ég út mína fyrstu kviðlingabók, Geiravísur, sem fékk ágætar viðtökur.
Nú loksins níu árum síðar kem ég með aðra bók, að þessu sinni eingöngu með limrukveðskap og nefnist hún Limrurokk!
Kennir þar margra grasa, en eins og fram kemur í aðfararorðum bókarinnar, er limruformið mér ansi kært og hefur verið það í áratugi.
Grín og glens um mann og annan, pólitík, íþróttir að ógleymdum “neðanmittismálum” og vina og ættingjayrkingum, er meðal þess sem finna má og þá að mestu á léttvægari nótunum, en broddur og alvarlegri tónn er þó ekki langt undan á köflum.

Eru smíðarnar hátt í tvö hundruð talsins með skýringum þar sem við á og er bókin 112 blaðsíður.
Hönnuður útlits er svo gamall skólabróðir og snillingur, Jakob Jóhannsson.

Bókin kemur út bæði í kiljuformi og innbundin og ef þú hefur áhuga á að kaupa af mér þá er verðið 2500 kr. Annars vegar og 3000 kr. Hins vegar.

Meðfylgjandi hér að neðan eru netföng til að fræðast frekar og fá upplýsingar ef áhugi er fyrir hendi.

mageir@internet.is

mgeir@internet.is


Sagnameistarinn!

Nú frómur er fallin í val,
frömuður lands og tungu
Glæstur í sagnanna sal,
seyddi þá eldri sem ungu
mbl.is Jón Böðvarsson er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manni "Huldumaður"!

Segi nú ekki að mér hafi fundist Ármann skemmtilegasti strákurinn í bekknum, en alls ekki slæmur og bara með góðan slatta af sjálfsáliti, sem greinilega hefur nú beðið nokkurn hnekki eftir þetta prófkjör eða verið svo misboðið að hann hefur tekið þessa ákvörðun!?

Og framtíðin virðist opin og allavega að hluta á "Huldu" eða kannski frekar hjá, í og með Huldu!?


mbl.is Ármann gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíl í friði, kæri Eldhugi!

Það eru alltaf sorgartíðindi er eldhugar og afreksmenn, kveðja okkur langt um aldur fram! Það á svo sannarlega við um blessaðan drengin hann Rúnna Júll, eilífðarunglingin með stuð í hjarta! Á honum sannast hið fornkveðna enn einn gangin, að "Hetjurnar deyja jafnan ungar". Kynntist rúnari um 1990 - 1991 er ég nýlega hafði byrjað að starfa við blaðamennskuna. Fyrst minnir mig var það í tengslum við hans eigin útgáfu og þá lítillega, en svo kynntumst við að marki er Rúnar og Bubbi, GCD ævintýrið fór á fullt.(þá kynntist ég einmitt bubba fyrst líka) Í fáum orðum sagt er Rúnar mér fyrst og síðast kær í minningunni fyrir hversu ljúfur, einlægur, hreinn og beinn hann var í allri framkomu, aldrei vottur af einvherjum "Stjörnuhroka" eða merkilegheitum! Þá stóðst alltaf það sem hann sagði undantekningalaust, því kynntist ég fljótt að var honum eiginlegt! Margir eiga Rúnari mikið að þakka og með honum er fallin frá einn af allramerkustu og bestu ROKKSONUM þjóðarinnar! Um leið og öllum hans ættingjum og vinum eru sendar hugheilar samúðarkveðjur, vil ég skora á alla er muna Rúnar og hafa haft gaman af hans tónlist, að ROKKA FEITT honum til heiðurs, þannig vill hann örugglega að fólk minnist hans! Hvíl í friði Hr. Rokk!
mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað um þeirra eigin "Lífsins LOÐFELD"!?

Já, ég bara spyr, hví þessa tepru, af hverju voru þær eiginlega að þvælast í þessum nærbrókum einum, er hinn sanni staður og uppsretta hlýinda og skjóls er einmitt kjörið sýnidæmi og tákn fyrir þessa baráttu!
(auk velgróina handarkrika líka mætti ætla!)
En nei, skýringin kannski augljós, inngrip í náttúruna sjálfsagt átt sér stað að hætti og venju ungra nútímakvenna í þágu "snyrtimennsku" meðal annars!?
Og krikar sömuleiðis lítt áberandi loðnir heldur gæti ég best trúað, en eit samt ekki, hef ekkert séð þessar píur og mun ekki gera!
En samt hafa þær áreiðanlega glatt augu margra þarna að drepast úr kulda, þó ég velti því líka fyrir mér hve lengi þær héldu "Skinnsýninguna" út?
Það fylgdi ekki sögunnni að ég fékk best séð.
En, svona ímynda ég mér að ástand mála hafi þróast við sprang hinna léttklæddu erlendu meyja um Lækjargötuna!

ER birtust þær á brókunum,
blessuð stelpugreyin.
Lifnaði yfir "Lókunum,
Lækjargötumegin!


mbl.is Í eigin skinni á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælis- og fleiri léttir kviðlingar til nokkura minna glæstu bloggvinkvenna!

Hef á undanförnum vikum, skutlað kviðlingum í nokkrar minna gullfallegu bloggvinkvenna, nokkrum afmælis helst og eins og sjá mátti hér fyrir skömmu fékk einn óskyldur líka afmælislimru að auki, en sem þó ekki er í bloggvinahópnum, nefnilega sjálft Stormskerið!
En hér koma nokkrar hinna.
Gurrí Himnaríkisdrottning á Skaganum, sem nú hefur líka breyst í eins manns Hjálpræðisher sem frægt er orðið, fékk þessa litlu vísu þegar hún datt inn á "kellingaraldurinn" í sl. mánuði.

Aldri með sann og sóma,
sælleg fagnar í dag.
Guðríður, glæstust blóma,
gangi þér allt í hag!

Um mánuði síðar, eða í sl. viku varð svo önnur bloggvinkona, hún Ólína Þorvarðardóttir "Alltmögulegtmaneskja", jafngömul Gurrí og þótti mér því tilhlýðilegt að slá henni smá gullhamra!

Ert já heillin "höfuðrauð",
en hári undir eigi snauð.
Heldur rík af andans auð,
elli- sjálfsagt verður dauð!

Í sömu viku átti svo þriðja vinkonan og líka skörungur hinn mesti fyrir vestan, hún Ásthildur Cesil afmæli. Ekki sérstakt stórafmæli sem hinar tvær, en samt nóg tilefni til að skutla í hana limru, hún líka sem Ólína hagmælt vel.
Í kveðju til Ásthildar hafði kynfræðingurinn góðkunni og glæsti, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kallað hana ástargyðju og var það kveikjan að limrunni minni auk alkunnar gæsku afmælisbarnsins við börn sín og barnabörn.

Hennar já ómæld er yðja,
alltaf að hjálpa og styðja.
Enda dæmalaust dáð,
sem dýrlegust náð
Ásthildur ástargyðja!

Loks er það svo fjórða bloggvinkonan sem sannarlega getur ort vísur sem þær tvær vestfirsku, en átti samt ekki afmæli nýlega svo ég viti, hún Kolla, Kolbrún STefánsdóttir.
hún var nú fyrir stuttu að fjalla um góðan sigur sinna manna á Skagamönnum og lenti svo í kjölfarið í léttu spjalli við einn bloggvina sinna, sem einmitt er af Skaganum, m.a. um litina á búningum félaganna og þá í tengslum við pólitík, nema hvað! (KS jú varaþingmaður Frjálslyndra auk þess að vera framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar)
Kom þar fram, að hún hefði svosem ekkert á móti því að breyta "Framsóknargræna" Blikabúningnum í t.d. "Fallega Frjálslyndra bláan".
Kviknaði þá þessi limra.

Víst er hún Kolla já kvná,
kona og hýr á brá.
Næstum elskuð af öllum,
einkum þó köllum
FAlleg og frjálslega blá!

Og svo "Klukkaði" ég hana með þessari litlu vísu, við færslu þar sem hún hreinskilninslega játaði að vanta félaga til að fara með sér til útlanda að yðka eitt af óteljandi áhugamálunum hennar, golfið!

Einmana og aum að sjá,
ekki laus við trega.
Komdu því að "Klukkast á",
kellan elskulega!


Grín er ekkert glens!

Nei, nú er honum Jóni stráknum Gnarr greinilega ekki skemmt og ekkert skrítið, ef hans mikla grínferli er hreinlega stefnt í voða og Síminn tapi þúsundum viðskiptavina!
Þessi orð hans bera þó vott um svolítið yfirlæti og kannski vanhugsun í viðbrögðum við þessu. Það sem Jóni eða mér finnst fyndið, er ekki þar með samnefnari fyrir alla hina. Kímnigáfa eða húmor er bara eins og flest annað smekksatriði og ef kaþolikum líkar ekki þessar auglýsingar og telja þær þvert á nóti ósmekklegar, er það ekkert endilega ótvírætt tákn um húmorsleysi þeirra!
Þeim er svo líka að sjálfsögðu frjálst að hætta lika viðskiptum við Símann og ef þeir gera það, þá verða bæði Jon og fyrirtækið bara að horfast í augu við það!
Hins vegar eru þessi orð líka um að trúaður maður geti ekki gert slíkar auglýsingar, ekki vel ígrunduð eða sanngjörn!

Núna svekktur Jón er já,
Júdas túlkaði með glans.
En kaþólikar klikki á,
kúnstinni við grínið hans!


mbl.is Lengi tekist á við húmorsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raddir í garðinum!

Bók með þessum titli skrifaði einmitt einn af "Thorsurunum", hann frændi minn Thor Villhjálmsson fyrir nokkrum árum og átti þá áreiðanlega við þennan nú mjög svo umtalaða garð við hús móðurafa hans Thors Jensen, eða það held ég. bókin sú arna fjallaði þó hygg ég ekki svo mikið um garðin eða móðurgarðinn yfir höfuð, heldur miklu frekar um föðurhelmingin og þeirra arfleið austur á Brettingsstöðum á Flateyjardal, þaðan sem faðir skáldsins, Guðmundur Vilhjálmsson átti ættir að rekja (og þaðan sem ég sauðurinn á líka að sækja mínar rætur í móðurættina)
Æ, þetta er annars enn eitt bölvaða vandræðamálið í Reykjavík og staðfestir sýnist mér veikleikan og jafnvægisleysið sem ríkir með stjórnarliðið þar.Eina skoðun hafa menn í dag, en aðra á morgun með þetta og hvað eigi að ákveða, svipað og með þetta hörmulega REIdæmi allt saman! Fyrir ekki of mörgum árum urðu þáverandi minnihlutasitjarar alveg æfir og margur borgarbúin sömuleiðis, er úthluta átti núverandi vatnsbaróninum, en þáverandi plötukaupmanninum með meiru, Jóni Ólafssyni reit í Laugardalnum. Allt varð já vitlaust og verja skildi þennan græna reit dalsins með oddi og egg í almenningshagsmunaskyni eins og það hét. Peningakallinn átti ekki að fá slíka fyrirgreiðslu fyrir meintan stuðning við þáverandi meirihluta, eins og þáverandi minnihluti bollalagði m.a. um!
Ekki veit ég hvort þetta er nú alveg sambærilegt við málið nú, garðin fagra við Fríkirkjuveg 11, en svona úr fjarlægð er einhver samhljómur. Legg samt engan dóm á þetta og nú sem í fyrra tilfellinu, hafa báðir sjálfsagt eitthvað til síns máls.
Bara hið besta mál annars að stofna svona hollvinaklúbb, öllum líka frjálst að gera það.


mbl.is Stofna hollvinasamtök Hallargarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosaslagur!

Vonir Arsenal um titilinn fuku þarna út í veður og vind, en Man. Utd. steig stórt skref í átt að honum! Nú er Chelsea eini keppinauturinn, sex stigum á eftir en á leik inni.
Meistaraheppni kannski á ferðinni, bæði lið fengu fullt af færum og markverðirnir Lehman og Van De Zar í aðalhlutverkunum! Jafntefli hefði e.t.v. verið sanngjarnt, en sanngirni er bara ekki til oftast nær í fótboltanum.
En verulega slæm vika fyrir "Stkytturnar", ekki verður nú annað sagt og engin titill þrátt fyrir að liðið hafi lengst af þótt það besta á tímabilinu!
En spurt skal að leikslokum!
mbl.is Hargreaves tryggði United sigur með glæsimarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart!

Samúel í sæluvímu,
segist vera í þingsins skaki.
Enda hefur grunn úr glímu
og gutlinu með Þrótt í blaki!
mbl.is Nýtur hverrar mínútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband