Færsluflokkur: Bloggar

Minningabrot um Meistarann!

Nú þegar Meistarinn fallin er frá,
fyllist hugur minningabrotum.
Svo mörg þau magna upp já,
myndir frá örlagalotum!

Barnsáugu leiftrandi ljós-
lifandi námu svo bjart
STórbrotið stemma við ós,
stríðið hvítt og svart!

Nei, norðlenski drenghnokkinn á sjöunda ári gleymir ei svo glatt þessum hræringum sem urðu með einvígi Fischers og Spassky árið 1972, sem svo auðvitað hafa verið margendurvaktar og haldið við með reglubundnum hætti upp frá því. Hann hafði þá líka lært manngangin fyrir löngu, eða um fjögra ára gamall, svo þetta skákhafarí allt saman varð honum sem og svo mörgu öðru ungviðinu, mikið ævintýri!
Það er með ljufsárum hætti sem maður horfir nú á eftir þessum einum af allramestu afreksíþróttamönnum 20. aldar, erindi hans með sína snilligáfu að vopni var augljoslega löngu lokið, en heimurinn og þá auðvitað alveg sérstaklega hans eigið heimaland, Bandaríkin, léku hann grátt og það miklu verr en hann átti nokkurn tíman skilið! Nöturlegt að þetta mesta veldi heims skildi ekki vera löngu búið að gera upp sakir við þennan jú erfiða son á löngum köflum, en langt því frá sá meinti glæpamaður sem myndin af hálfu yfirvalda var dregin upp til að fordæma hann!
En svo varð ekki og nú hefur hann kvatt þetta jarðlíf.
Megi hann hvíla í friði!


mbl.is Skákmenn minnast Fischers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgishringhenda hin dýra!

Birgir Leifur, brosir hreifur,
brattan kleif að sönnu já.
Líkt og Seifur, sigurreifur,
sínu veifa stolti má!

Tónninn Gefin!

J'a, þeir vita sína viti þarna hjá SVÞ, með sinni sérfræðingasveit um hvað slær í gegn þessi komandi jól, ekki vantar það nú!
Og svo er það þessi könnun, væri nú satt best að segja nær, að fólk færi nú aðeins að draga úr eyðslunni, spara, frekar en að eyða svo miklu og þótt til gleði sé!
Sjálfur kemst ég ekki nállægt þessum tölum um meðaleyðsluna, svona 15 þúsundkallar munu í mesta lagi hverfa úr mínu veski!
En þetta með jólagjöfina!

Enn þjóðin er þónokkuð hress,
við þensllunna segir nei bless.
Heldur bætir í bara
og bráðum mun fara
að ganga með GPS!


mbl.is Jólagjöfin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Er Sigrún Elsa sætust af öllum"?

Þannig spurði einn góðkunningi minn þegar enn einn gangin birtust myndir frá borgarstjórn reykjavíkur í fréttatíma!
Ég svaraði nú sem er, að ég hefði nú ekki séð hana, en meira að segja konur hefðu haft uppi lofsyrði um útlit hennar í mín eyru, svo eitthvað hlyti að vera til í þessu!
Annars veit ég svosem ekki, okkar á milli sagt, þær sem ég hef nú séð fyrrum eru ansi flottar margar, já eiginlega bara allar, Margrét Sverris, Svandís,Hanna Birna, Oddný Sturlu (fv. hljómborðsleikari í Ensími, man nú eftir henni sérstaklega þess vegna!) og allar hinar!
Æ, annars finnst mér bara stelpur á öllum aldri sætar, vil nú endilega koma því á framfæri!

Þjóðþrifastarf!

Ástæða til að óska samtökunum til hamingju með 30 árin!
Baráttan gegn bremsinu og öðrum vímugjöfum verið hörð og ekki alltaf gaman að heyra forkólfinn til margra ára, Þórarinn Tyrfings, láta dæluna ganga um bágan fjárhag, en ég held nú að fæstir efist um að starfið þarna hafi ekki skilað sér, þótt þessi slagur virðist samt endalaus!
Bakkusar þar böli sinna,
betur verður tæpast gert.
Þrjátíu ára þrotlaus vinna,
þakkar sannarlega vert!

En eins og fram kemur, er baráttan nú ekki síður gegn öðrum vímuefnum auk brennivínsins!


mbl.is „Erum í miðjum örvandi vímuefnafaraldri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið svo að atast í Ólínu!

Árans ótuktarskapur er þetta alltaf hreint þarna fyrir vestan, að atast svona í minni blessuðu bloggvinkonu og skáldsystur henni Ólínu!
Nú veit ég auðvitað eins og margur landsmaðurinn, að það gustaði af henni forðum í pólitíkinni og enn meir í tíð hennar sem skólameistari MÍ, en langrækni á borð við þessa er nú alveg yfirgengileg!
En vonandi hefur stráksi í raun og sann séð eftir þessu, svo að ljúfan hún Lína hafi ekki kastað fyrirgefningu sinni á glæ!?

Ólína umburðarlynd
eigi vill hefndina blind.
Nei, sár segist eigi,
sveinstaulagreyi
Þótt drýgt hafi dauðasynd!


mbl.is Ólína fyrirgefur nema við MÍ að hafa sent sms í hennar nafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er þetta nú gott!

Talsmaður neytenda er hann Gísli Tryggva, sonur Tryggva Gíslasonar fyrrverandi skólameistara MA.
ég gæti nú sem best truað þvðí, að Tryggvi yrði ekki ánægður með þessa setningu frá hendi stráksins, "að neytendur eigi ekki lögverndaðan rétt að VERSLA á íslensku"
Neytendurnir versla nefnilega ekki, en það gera kaupmennirnir!
En um innihald málsins, þá vitum við að þetta er jú eins og fleira nú í seinni tíð, þenslunni að þakka eða kenna, eftir því hvernig á málið er litið.
En það leiðir hins vegar aftur hugan að íslenskukennslu fyrir hina útlendu, en þar er víða pottur brotin og ekki allt sem skildi.
Auðvitað höfum við ekki ráðið við allan þennan fjölda sem streymt hefur inn í landið, en t.d. kaupmenn ættu (og gera það sjálfsagt einvherjir) að þjálfa þetta erlenda starfsfólk upp í ákveðin lágmarksorðafjölda, með tímanum á það alveg að vera fært, gæti hann t.a.m. innihaldið vöruheiti og verðskilning á íslensku!
mbl.is Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannur keppnisandi!?

Áfram heldur græðgin að gerjast,
nú glöggt má sjá.
Þegar hatramt bankarnir berjast,
um börnin smá!
mbl.is Bankarnir berjast um nemendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðarómenning!

Íslendingar hafa aldrei upp til hópa getað hagað sér vel í umferðinni, brjóta reglur hennar þvers og kruss, saga er það gömul og ný og þetta bara staðfesting á því enn og aftur!

Skýlaust lýsi skoðun minni
og skorinort.
Hraðakstur á Hringbrautinni,
er heimskra sport!


mbl.is Hraðakstur á Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleður mitt gamla hjarta!

Ósjaldan eru fregnir af börnum og unglingum neikvæðar, þau stela bílum, kveikja í einhvers staðar, viljandi eða óviljandi eða það sem oftar enn verra er, þau verða fyrir ofbeldi af ýmsu tagi, til dæmis kynferðislegu!
Og stundum heyrum við líka af smá óknyttum og hnupli.
en svona afreksfréttir, eins og þessi og sú af unga drengnum hér nyrðra á sl. ári sem bjargaði systkini í eldsvoða, eru alveg gríðarlega gleðilegar og gefandi! Gæfa þessara ungu einstaklinga, að öðlast að bjarga lífi annara, verður einfaldlega aldrei metin að verðleikum!
mbl.is Þrír piltar komu eldri konu til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband