Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Opnun safns á sólskinsdegi!

hafði kannast við og þekkt Heidda frá barnæsku, hann fyrst mikill æskufélagi eins bræðra minna og síðar félagi fleiri þeirra á sjónum m.a.Alltaf mikill fjörkálfur og hrókur alls fagnaðar.
Þetta safn já sannarlega stórmerkilegt og mun halda minningu Heidda hátt á lofti til fram´tíðar, Jói litli mun eflaust halda vel utan um það.
SAfnið á síðan ef að líkum lætur, eftir að draga ófáan ferðamanninn til Akureyrar, þar sem núna er hægt að slá tvær flugur í það minnsta í einu höggi, kíkja einnig á hið stórmerkilega Iðnaðarsafn er líka er þarna við Krókeyrina og Jón heitin Arnþórsson átti frumkvæði að!
mbl.is „Einstakt safn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ljúft er að láta sig dreyma...!"

Ef Messi, Xafi, Inijesta,Alves og Via, yrðu e.t.v. ekki með Barcelona, þá væru svona smá möguleikar kannski á að þessir draumórar yrðu að veruleika!
En að öllu jöfnu, Barcelona spilar nokkurn vegin sinn leik og pressar og keyrir á vörn MU, þá er líklegast að úrslitin verði svipuð og í kvöld, jafnvel enn stærri sigur spænska undraliðsins?!
mbl.is Ferguson: Þetta lið getur unnið bikarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taugatitringur?!

Það er nú ekki laust við að svo sé með gamla Fergusoninn, því ekki eru liðnar nema vika eða tvær frá því hann skammaðist við fjölmiðla fyrir að velta einmitt upp þessum veruleika sem æ betur virðist ætla að koma í ljós, að hans menn geti tapað fyrir bæði Arsenal og Chelsea þannig að baráttan yrði mikil í stað þess að þetta væri nokkurn vegin komið hjá MU.Vildi karlinn frekar meina að þeir gætu alveg eins unnið báða leikina, en um það væri bara ekki rætt? En þegar menn vilja sjá spennu fram á síðustu stundu, en ekki segja bara eins og aðdáendurnir, að "þetta sé búið, við tökum þetta létt" (líkt og margir MU-menn hafa digurbarkalega lýst yfir á sl. vikum) þá velta menn auðvitað upp möguleikunum og miðað við hve misjafnt MU hefur verið á milli leikja, þá er þetta sannarlega fyrir hendi, að einhverjir aðrir "ræni" titlinum?!
og svo er rétt að benda á, að ef Chelsea tækist að vinna á Old Trafford um næstu helgi og Arsenal héldi sínu striki og ynni, þá eru þeir sannarlega aftur komnir inn í myndina, aðeins þremur stigum á eftir MU og C og ennnþá tvær umferðir eftir!
Við spyrjum semsagt sem aldrei fyrr að leikslokum!
mbl.is Ferguson: Chelsea á fína möguleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband