Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
30.11.2008 | 18:18
Glæstur sigur og nú eiga PÚLLARAR leik!
En nú eiga Gerrard og hans félagar í "Bítlaborginni" aldeilis leik, möguleika á að ná aftur efsta sætinu af Chelsea, sem félagið náði um skamma hríð eftir viðlíka sigur á þeim "Bláu" á Stanforrd Bridge!
Líkt og gegn Fulham verður þó dæmið að líkum ekki auðvelt, West Ham, sem verður andstæðingurinn á Anfield annað kvöld örlítið að rétta úr kútnum og vann sinn fyrsta leik um sl. helgi eftir langt hlé. En ekkert nema sigur er á dagskrá, þó vissulega myndi jafntefli nægja til að taka toppsætið, því það yrðu aftur sterk skilaboð um stefnu beina á titilinn, sem og gott innlegg í "Sjálftraustsbankann"!
Arsenal sigraði á Stamford Bridge | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2008 | 17:03
Sjaldan er góð vísa...!
Nei, þessi vísa sjaldan of oft kveðin að fara varlega er víða hálkan leynist.
Hálka er víða á vegum,
vörumst því óþarfa fát.
Höldum, hæfi- já legum,
hraða og ökum með gát!
Víða er hálka á vegum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2008 | 22:19
Sinnaskipti!?
Krónan okkur kannski meir,
nei króar ekki inni.
Ef og þegar gerist Geir,
Gjaldeyrisskiptasinni!?
En þetta er nú aðeins farið að minna á EES, sem Geir og aðrir D menn í forystu, vildu ekki sjá fyrr en tilneyddir!
ESB aðild og hugsanleg upptaka annars gjaldmiðils er allavega komin í umræðuna á þeim bæ fyrir alvöru, en fyrst og síðast vegna þess að menn neyðast til þess í ástandinu sem hefur skapast á umliðnum vikum og auðvitað líka, að flokkurinn er í mikilli klípu og hefur misst traust margra kjósenda sinna eða virðist vera að gera það samkvæmt endurteknum skoðanakönnunum undanfarið!
Þessi frásögn, boðuð fundaherferð flokksins um landið og svo orð fv. varaformannns í fréttum fyrr í dag, Friðriks Sophussonar, um að flokkurinn yrði að taka umræðu að alvöru um upptöku annars gjaldmiðils einhliða m.a. sýnir svo ekki verður um villst, að menn eru orðnir mjög órólegir og óttast framhaldið!
Allt opið í gjaldeyrismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2008 | 10:00
DO og dömurnar!
Minn ágæti félagi og gamli gókunningi hann Húnbogi Valsson, kom í athugasend hér að neðan við færsluna um léttklæddu mótmælameyjarnar, með skýringuna á því hví Davíð Oddson frestaði komu sinni á fund fjárlaga- og viðskiptanefndar, þar sem hann átti þó að mæta og gera grein fyrir máli sínu, m.a. svara því hví bölvaðir "Tjallarnir" beittu hryðjuverkalögunum.
Dömurnar blöstu semsagt við úr gluggum SEðla (bleðla) bankans og því þyrfti ekki fleiri vitnanna við!
VArð já Dabbi dolfallin,
er dýrðar- birtust sprundin.
Þannig glápðti greykallin,
gleymd'að mæta á fundin!
28.11.2008 | 09:33
Gleðiefni eða glapræði?
Hlustaði nú lítt á umræðurnar í gærkvöldi, en heyrði þó að ítrekað kom fram að setning laganna væri eitt af skilyrðunum fyrir láninu frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Gott og vel, en það sem vekur hins vegar athygli og er nú satt best að segja svolítið fyndið í öllum táradalnum, er að viðbrögð fólks sem leitað er til og sjá má m.a. hér á mgl. eru furðulega misjöfn og í nokkurri mótsögn að því er virðist!?
Vilhjálmur Egilsson, forkólfur samtaka atvinnulífsins, talaði mjög fyrir þessu láni frá Gjaldeyrissjóðnum og taldi það mjög brýnt. (Vilhjálmur líka fv. starfsmaður sjóðsins til skamms tíma)
Í morgunfréttum RÚV kallaði Vilhjálmur lögin í tengslum við lánið aftur á móti hræðileg og taldi m.a. að menn myndu leggja sig alla fram um að fara á svig við þau!?
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur á bifröst, talaði hins vegar mjög á móti láninu, m.a. á fundui í Iðnó,en lætur hafa eftir sér hér á mbl. fyrr í morgun, að lögin séu fagnaðarefni!? Að vísu segir hún líka að höft sem í þeim felist séu hagfræðinni ekki að skapi, skattlagning verið betri, en semsagt setning laganna góð út af fyrir sig!
Ég veit ekki með ykkur sem þetta kunnið að lesa, en mér þykir þetta svolítið ruglingslegt. En kannski vildi Vilhjálmur bara lánikð og svo frítt spil fyrir sína menn eins og ekkert hefði í skorist? Lilja ekki lánið en önnur úrræði og þá kannski svipuð lög um gjaldeyrisviðskiptin, en óháð lántökum?
Spyr sá sem ekki veit!
Lög um gjaldeyrismál samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2008 | 00:41
En hvað um þeirra eigin "Lífsins LOÐFELD"!?
Já, ég bara spyr, hví þessa tepru, af hverju voru þær eiginlega að þvælast í þessum nærbrókum einum, er hinn sanni staður og uppsretta hlýinda og skjóls er einmitt kjörið sýnidæmi og tákn fyrir þessa baráttu!
(auk velgróina handarkrika líka mætti ætla!)
En nei, skýringin kannski augljós, inngrip í náttúruna sjálfsagt átt sér stað að hætti og venju ungra nútímakvenna í þágu "snyrtimennsku" meðal annars!?
Og krikar sömuleiðis lítt áberandi loðnir heldur gæti ég best trúað, en eit samt ekki, hef ekkert séð þessar píur og mun ekki gera!
En samt hafa þær áreiðanlega glatt augu margra þarna að drepast úr kulda, þó ég velti því líka fyrir mér hve lengi þær héldu "Skinnsýninguna" út?
Það fylgdi ekki sögunnni að ég fékk best séð.
En, svona ímynda ég mér að ástand mála hafi þróast við sprang hinna léttklæddu erlendu meyja um Lækjargötuna!
ER birtust þær á brókunum,
blessuð stelpugreyin.
Lifnaði yfir "Lókunum,
Lækjargötumegin!
Í eigin skinni á Lækjartorgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.11.2008 | 10:32
Hann var góður þessi, Hr. Alex!
Rooney þarf nefnilega ekkert að horfa á liðsmenn annara liða til að "læra slíka list" sem þessa, hann hefur horft og mun sjálfsagt áfram bara horfa til ´félaga síns sunnan úr Evrópu og heitir víst Ronaldo! Þeim afburðaknattspyrnumanni hefur nefnilega oft tekist vel upp í slíku og það kunnugt öllum fótboltaáhugamönnum.
En Alex karlinn mundi auðvitað aldrei viðurkenna það, þó hann hafi nú svosem ekkert verið feimin að "Dúndra" í sína leikmenn hinu og þessu þegar honum hefur boðið svo við að horfa.
En svo má heldur ekki gleyma, að leikvangurinn Old Trafford þar sem M.U. á heima, er oft kallaður "Leikhús draumanna" svo það er kannski ekkert undarlegt þótt þar sé eitthvað leikið í þeim stílnum annars lagið og þá um of!
Rooney baðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.11.2008 | 00:22
Sunnudagssíðkvöldssamsuða!
Þótt nú sé kolsvört krepputíð
og kuldi utanhús.
Innandyra undurþýð,
og ákaflega fús
Magga gleður, meyja blíð,
með yndislegum BLÚS!
Og svo ein lítil og létt til viðbótar.
Einn bræðra minna margra er búin að vera slappur upp á síðkastið og lítils megnugur hvað vinnu snertir. Eitthvað var hann svo að reyna að sýnast brattur eða þannig, en ég fann mig knúin að gera á því bragarbót!
Líkist fúnu flaki,
fyrrum spræki pjakkur.
Bogin er í baki,
beyglaður og ksakkur!
22.11.2008 | 17:48
Frekar fúlt já á Anfield, en sigur Stoke gleður!
Og meira súrt en ella, því sigur hefði þýtt endurheimt toppsæti, því Chelsea gerði ekki betur gegn Newcastle.
Rosalegt fall hjá Arsenal já, en ég er nú samt langt því frá tilbúin að afskrifa þá strax, gætu alveg náð sér aftur á strik og þá orði ðóstöðvandi!
SAmkvæmt mínu viti á fótbolta getur Grétar ekki átt markið, ef annar samherji hans kemur síðast við boltan, allavega var reglan alltaf þannig hér áður fyrr!
Hins vegar er málið nokkuð flóknara þegar boltin hefur viðkomu í andstæðingi, þá er það alltaf spurningin hvort stefna boltans breytist svo afgerandi, að mark hefði ekki orðið nema vegna snertingarinnar og þá er auðvitað um sjálfsmark að ræða. En oft er já erfitt að skera úr um slíkt!
Glæstur sigur hins vegar hjá Bolton!
Ánægjulegustu úrslitin komu hins vegar á Brittaniavellinum, Stoke vinnur þarna sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum eða svo, gleður það mig mikið fyrir hönd vinar vors,hans j'oa! SVei mér ef liðið heldur svona áfram, vinna sigra á heimavelli og þá ekki síst gegn liðum í neðri helmingi deildarinnar, en kroppa líka stig og stig af sterkari liðunum bæði heima og að heiman, tekst því að halda sæti sínu og kannski vel rúmlega það!
Arsenal steinlá og toppliðin Chelsea og Liverpool töpuðu stigum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2008 | 17:24
LJÓTT!
Ljótt er það já, en þessi viðbrögð eru þó sínu verri og alvarlegra mál!
Þar á móti má hins vegar líka álasa yfirvöldum harkalega fyrir að fara ekki að eigin reglum einhverra hluta vegna og þannig kynda undir óánægju, sem svo virðist hafa að þessari fregn að dæma, farið ílla úr böndunum!?
Mótmæli við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar