Sinnaskipti!?

Krónan okkur kannski meir,
nei króar ekki inni.
Ef og þegar gerist Geir,
Gjaldeyrisskiptasinni!?

En þetta er nú aðeins farið að minna á EES, sem Geir og aðrir D menn í forystu, vildu ekki sjá fyrr en tilneyddir!
ESB aðild og hugsanleg upptaka annars gjaldmiðils er allavega komin í umræðuna á þeim bæ fyrir alvöru, en fyrst og síðast vegna þess að menn neyðast til þess í ástandinu sem hefur skapast á umliðnum vikum og auðvitað líka, að flokkurinn er í mikilli klípu og hefur misst traust margra kjósenda sinna eða virðist vera að gera það samkvæmt endurteknum skoðanakönnunum undanfarið!
Þessi frásögn, boðuð fundaherferð flokksins um landið og svo orð fv. varaformannns í fréttum fyrr í dag, Friðriks Sophussonar, um að flokkurinn yrði að taka umræðu að alvöru um upptöku annars gjaldmiðils einhliða m.a. sýnir svo ekki verður um villst, að menn eru orðnir mjög órólegir og óttast framhaldið!


mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

Líklegast er það dollar sem verður fyrir valinu, ef krónan fellur endanlega höfum við ekki 5 ár "eftir að við erum komin með stabílan efnahag" til að bíða eftir evrunni. Við höfum örfáar vikur til að skipta um gjaldmiðil bregðist krónan endanlega og hvaða gjaldmiðill er það sem hægt er að taka upp 1-2 og 3 :) jú dollar.

A.L.F, 29.11.2008 kl. 23:51

2 identicon

Göngum bara í ríkjasamband með Danmörk. Þá höfum við komist bakdyramegin í ESB og með danskri krónu höfum við Evru. Einfalt!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þið segið nokkuð herrar mínir tveir. Geir sjálfur nefndi nú dollaramöguleika einvhern tíman fyrr í ár, fyrir alla bankakreppu, en við lítin fögnuð. EFast líka um að þrátt fyrir einhverja kosti dollarsins fram yfir evruna, að sátt geti myndast um hann.

SAma má segja um hina hugmyndina held ég, tilfinningar og önnur sjónarmið útiloka slíkt samband. Einhvers lags tenging við evruna frekar en dollar, knúin fram með einvherjum "fimleikum", gæti þá frekar orðið niðurstaðan hygg ég, nú eða bara innganga með flýtimeðferð í ESB!?

Magnús Geir Guðmundsson, 30.11.2008 kl. 00:49

4 Smámynd: Jens Guð

  Færeyska krónan er girnilegust.  Hún er tengd dönsku krónunni og danska krónan er tengd evrunni - en mér skilst að hún hafi samt vikmörk.  Færeysku seðlarnir eru líka svo fallegir.  Ég á slatta af þeim.  Bara af því að þeir eru svo flottir.  Árni Johnsen á líka helling af þeim af sömu ástæðu.

Jens Guð, 30.11.2008 kl. 01:44

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm gamli kumpáni, gæti líkast til myndast best sátt um þetta og þá frekar en um hina möguleikana!?

En gott fyrir ykkur grjótlistamannin að eiga þarna aukasjóð og það svona fallegan, ef allt annað þrýtur!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.11.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 217998

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband