Færsluflokkur: Samgöngur

Sjaldan er góð vísa...!

Nei, þessi vísa sjaldan of oft kveðin að fara varlega er víða hálkan leynist.

Hálka er víða á vegum,
vörumst því óþarfa fát.
Höldum, hæfi- já legum,
hraða og ökum með gát!


mbl.is Víða er hálka á vegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetrarlegt já víða!

Á vegum úti nú vetrar já er legt,
víða sleipanhættu mikla skapað.
Í sálum margra, að sönnu líka tregt,
sínu skyndilega hafa tapað!

Afsakið ef einvherjum finnst ekki við hæfi að spinna þetta tvennt saman, gerðist bara óvart!
Við skulum annars vona að engin stóróhöpp verði vegna þessarar bráðu vetrarfærðar, nóg af áhyggjunum samt hjá svo mörgum.


mbl.is Vetrarlegt á vegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu gríni fylgir nokkur alvara. Og öfugt!

Það er ekkert grín nei þegar árekstrar verða og fólk slasast, en við vonum auðvitað að í þessu tilviki sem öðrum slíkum, að ekki hafi verið um alvarleg meiðsl að ræða.
En það er blessuð fyrirsögnin sem vekur nú líka athygli og gefur tilefni til léttara hjals.

Á ég bendi ósköp pent,
ei það geti verið,
að einvher hafi óvart lent,
í "Árekstri VIÐ Kerið"!?

Eða hvað haldið þið?


mbl.is Árekstur við Kerið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og Hitabylgjan "lét bara ekki sjá sig"!

Það var minnir mig á miðvikudag eða fimmtudag sem Veðurstofan boðaði já hitabylgju, um og yfir 25 gráður, sem fyrst átti að koma yfir landið norðan og austanvert síðdegis á föstudeginum.
En aldrei kom hún, allavega ekki hér nyrðra og bara norðanátt að mestu ríkjandi með þó sól á köflum auk þokkalegs hita.
En svo bara þoka og aftur þoka sem svo hefur dreifst já víða um land.
Ekki alveg ánægður með VÍ vegna þessa, en reyni að fyrirgefa henni, eins og ég reyni yfirleitt að fyrirgefa flestum "syndir þeirra"!

N'u þokufjandi þekur víða land,
þannig varla flýgur nokkur maður.
Og Hitabylgjan, hún sigldi bara í strand,
svo hafgolu að bráð varð þessi staður!

En eitthvað hefur núna rofað til, fligið kannski komið "á flug" og hver veit nema hitabylgja komi fyrr eða síðar!?


mbl.is Þoka hamlar innanlandsflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki líst mér nú vel á það!

Nei, ekki hljómar þetta nú vel og gæti haft alvarlegar afleiðingar!

Hér er víst leitun að lausnum,
líf vort og heilsa brátt siglir í strand.
Því nú eru "hafnir á hausnum"
og helvítis sjórinn bara flæðir á land!


mbl.is Hafnir á hausnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband