Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
21.11.2008 | 14:15
"Hægt er að stækka mynd af afturenda leikkonunnar...
...í meðfylgjandi myndaalbúmi þegar smellt er á hana"!
Æ, er ekki bara skárra og MIKLU SKEMMTILEGRA að fylgjast með dýralífsmyndum í sjónvarpinu?
http://visir.is/article/20081121/LIFID01/186876461/-1
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.11.2008 | 17:39
Óeðlilegt, svo ekki sé meira sagt!
Í þessu liggur svo, að kosnaðarhækkanir á vörum eða við að framleiða þær eða flytja á markaðin hefur aukist án þess að það hafi enn komið að fullu fram í verðlaginu sem raunverðbólgan miðast við.
Kannski ekki mjög skýrt, en þetta er nú samt það sem við fáum nú sem oftast áður að heyra frá kaupmönnum og fleirum er þeir verða ynntir eftir hví þessar gríðarlega miklu hækkanir á fáum ma´nuðum séu langtum meiri en sem nemur viðurkenndri verðbólgu, um 15 til 16% að undanförnu eða svo.
En þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt og stenst ekki, þó vissulega geti hluti þessara hækkana átt sér eðlilegri sýringar að hluta. Hvorki framleiðslu- flutnings- eða launakosnaður hefur hækkað svo gríðarlega sl. hálfa árið eða svo, sem þá aftur þýðir einfaldlega, að hlutfall álagningar hefur hækkað!
Upp á síðkastið hefur jú vissulega kreppan spilað stóra rullu, ví má ekki gleyma og öllum gjaldeyrisvandanum. En Það getur ekki skýrt né réttlætt þessar miklu hækkanir, allavega ekki enn sem komið er.
Höldum annars sem best vöku okkar og reynum eftir mætti, efnum og aðstæðum, að veita kaupmönnum og öðrum söluaðilum aðhald, fylgjast sem best með því til dæmis að verðskráning sé sú rétta í hillum, en ekki allt önnur er komið er á kassan, vera óhrædd að benda afgreiðslufólki á ef misbrestur er á þessu eða að vöru séu ílla eða yfir höfuð ekki verðmerktar. Munum þó ætíð, að gera það með bæði kurteisum og rólegum hætti, það er alltaf best.
Dæmi um ríflega 100% hækkun á matvöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætti frekar að leggja allt klappið niður fyrst kannski og stofna nýtt Solla góð, en Sjallakallar sjá áfram um sína meðan þeir geta og meðan svo er lafir þetta áfram og þar með DO nokkur!
En!
Dís dyggða mikilla og dugnaðar, (og kannski drauma sumra manna líka!?) hún -Hólmdís-hin-húsviska-Hjartardóttir-, manar mann og annan nú til að blogga út í eitt um eftirlaunaafstyrmislögin til handa alþingisslektinu, svo þau sem fyrst verði afnumin og heyri vondri sögu til!
Tek hana allavega hérna á orðinu og vona svo að hún lemji mig ekki fyrir að tala svona "ílla" um hana hér á undan!?
Má nú eigi mjórómin,
Magnús brúka, né þögull dúsa.
Svo eftirlaunaósóminn,
aftur snáfi til FÖÐURHÚSA!
holmdish.blog.is.
Nauðsynlegt að vera samstiga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 17:59
Seisei, Ekki ástæða til að gera mikin FRÉTTAMAT úr þessu, því..
Nefnilega flokksbróðir BB og líka fv. menntamálaráðherra eins og hann, Ólafur G. Einarsson, sem fékk egg í sig eitt sinn er hann steig út úr bifreið minnir mig!Náðust myndir af þessu sömuleiðis ef mig misminnir ekki, en við hvaða aðstæður þetta var man ég hins vegar ekki núna, gæti þó hafa verið er ruglið með Hrafn Gunnlaugsson og RÚV átti sér stað í kringum 1991 eða 1992!?
Engin ástæða því fyrir BB að gera of mikið úr þessu, þó ég taki nú líka skýrt fram að ég er sjálfur ekkert hrifin af "íþróttayðkun" sem snýst um að sóa matvælum á borð við egg og tómata!
En ráðherran er á hinn bógin viðkvæmur fyrir sjálfum sér, það hefur oft komið fram, þótt hann víli ekki fyrir sér að vera ansi óvægin við aðra. Minnist þess þó ekki að hann hafi hent eggjum í neinn!?
Eggjum kastað í ráðherrabifreið Björns Bjarnasonardi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 17:38
Sjaldan launar kálfur ofeldið..
...eða þannig haha, eða það datt mér nú fyrst í hug með þennan "þjófskrepp"!
Annars auðvitað ekkert gamanmál, er menn þiggja ekki aðeins veitingar og góða þjónustu án þess svo að gera einvher viðskipti, heldur gerast svona kræfir og stela!
En þetta jú kímilegt í aðra röndina eins og fregnin birtist af því. Þjófurinn svo sagður alsgáður er hann var gripin, sem út af fyrir sig telst merkilegt, menn hvort sem þeir eru gripnir á stolnum bílum eða stöðvaðir á þeim eða ekki, langoftast undir áhrifum einhvers fjanda! En þegar þjófnaðurinn átti sér stað, var allavega eitthvað komið í belgin, áhrifamikið eða ekki!?
Flest nú bara fór á hvolf,
í fínum bílasal.
ER KAKÓFULLUR gaur já Golf,
grænum þaðan stal!
Grái Golfinn fannst í Borgarnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2008 | 18:54
Framsóknarkreppa!
Skammt er nú stórra högga á millum í gamla bændaflokknum, alveg óhætt að segja það!
Bjarni Harðar hrökklaðist út eftir dæmalaust eigið asnaspark fyrir helgi og nú hverfur sjálfur formaðurinn að sjálfsdáðum af vettvangi án sérstakra útskýringa, ennþá að minnsta kosti!
Hið mikla öldurót sem gengur nú yfir þjóðina hefur haft í för með sér miklar sviptingar, þar með talið hjá Framsókn sem nú um helgina samþykkti einvdregnar tillögur varðandi skref í átt að ESB, nokkuð sem Guðni Ág´sutsson hefur vart tekið í mál að væri til dæminu. Þar liggur ef til vill hundurinn að nokkru grafin með hann, þennan annars mikla orðhák og sérstaka fram yfir flesta aðra þingmenn sem nú sitja!
Kemur auðvitað á óvart að hann skuli alfarið "Axla sín skinn" svo hans daglega orðfæri sé notað, en sem hér á eftir má lesa, er kannski lítill sem engin skaði af svosem, þó maðurinn sé vissulega oft skemmtilegur að margra mati og vinsæll.
Hins vegar held ég að þetta undirstriki enn frekar stöðu flokksins og þá tilvistarkreppu sem hann hefur nú nokkuð lengi glímt við.
N'u formaður Guðni er gengin,
gríðar á óvart það kemur.
En samt var hans árangur engin,
örlitlu skaðin því nemur!?
Annars vekur tvennt sérstaka athygli til viðbótar þarna hjá B listanum í Suðurkjördæmi. við brotthvarf þessara tveggja herramanna koma örugglega tvær konur í staðin, önnur komin eins og segir í fréttinni og einhver til viðbótar fyrir víst, því eigi færri en tveir frambjóðendur næst á listanum fyrir neðan eru líka konur!
Hitt er svo og vekur athygli hjá mér, er að auk Bjarna sem nú er hættur, eru þrjár af þessum fjórum konum er á eftir koma líka BÖRN HARÐAR!? En um skyldleika þeirra fjögra á milli veit ég hins vegar ekki svo fyndið sem þetta nú er!
Eygló næst á lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2008 | 17:46
Herdís er yndisleg!
Ég hef nú margoft líst ánægju minni með tilurð Dags íslenskrar tungu og tengingu hans við drengin sem fæddistt, "Þar sem háir hólar, hálfan dalin fylla", eins og Hannes H. orðaði það í kvæðinu um Öxnadalinn!
Afskaplega mikilvægt að gera tungumálinu sem hæst undir höfði og það auðvitað sem flesta daga, en líka svona með sérstökum hætti.
Og mikið er ég glaður að sjá þessi tíðindi, að sú bæði yndislega og stórmerkilega kona hún Herdís skuli vera heiðruð í dag, því fáir núlifandi Íslendingar hafa lagt eins mikið til góðrar innrætingar og kennslu barna en einmit hún!
Man enn eftir henni á vordögum Sjonvarpsins í STundinni okkar, svo afskaplega ljúflega og SKÝRA Í TALI kenna föndur eða eitthvað slíkt og þannig ná með einstökum hætti til þorra barna þess tíma í landinu öllu, ekki bara til þeirra er hún kenndi hundruðum saman í Ísaksskóla í áratugi!
Því einstaklega vel við hæfi að heiðra hana í dag já og það þótt fyrr hefði verið.
Það vita svo ef til vill ekki allir, að faðir Herdísar var sá afburða hagyrðingur, Egill Jónasson, löngum kenndur við Húsavík!
Herdís sjálf líka sett ýmislegt saman hygg ég nú, þó hún hafi í þeim efnum sem öðrum að mestu eða öllu leiti gert það í þágu æsku landsins, því ekkert gefið sig sérstaklega út fyrir að vera hagmælt. Um það hefur hins vegar afabarn Egils, Friðrik Steingrímsson séð dyggilega fyrir hönd fjölskyldunnar, ef svo má að orði komast, hann landsþekktur fyrir braggáfu sína!
Sömuleiðis er svo ánægjulegt að Útvarpsleikhúsinu sé veitt viðurkenning í dag, hefur það átt sinn þátt í menningaruppeldi margra kynslóða og gegnir enn mikilvægu hlutverki.
En svo bara lítil kveðja í lokin!
Æsku landsins Vegvísi,
vel nú fagna ég.
Húrra fyrir Herdísi,
hún er yndisleg!
Herdís Egilsdóttir fær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2008 | 18:28
Mótmæli með reisn!
Í ljósi reynslunnar er nú ekki alltaf hægt að treysta orðum löggæslunnar um fundi sem þessa og fjölda þátttakenda á þeim, talan 6000 því allt eins líkleg að vera uppundir 10000 í raun eða um það bil kannski!?
En um stemninguna fer Geir Jón hins vegar nærri um, friðsamleg en jafnframt í þeim anda kröftugri og skilaboðin með mótmælunum skýrari en nokkru sinni fyrr!
Hver veit nema að hérna sé að myndast eða skjóta rótum hefð fyrir mótmælum þó vissulega sé það vonum seinna að margra mati, löngu komin tími til og ef ekki núna, þá hvenær!?
Mótmæli að sönnu með sóma
sýndi nú lýður háróma.
Trega sinn tjáði,
traustu með ráði
Í faðmi friðar og blóma!
H'er segir svo reyndar einnig af einhverjum sem gerðu svipað og fyrir viku var gert, grýta eggjum m.a. í þinghúsið, en þá frásögn tekur maður nú með fyrirvara og gerir ekki meir úr að svo komnu, til eða frá.
Friður og blóm á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2008 | 19:25
Ekki nógu gott, en kemur ekki á óvart!
Gókunningi minn og fv. Dagskrárstjóri rásar tvö um árabil og síðar ritsjóri Dags/Dags-Tímans, Stefán J'on Hafstein núverandi borgarfulltrúi í reykjavík og "almugligman", varaði nú við þessari þróun fyrir held ég bara núna um 15 árum! Varaði til dæmis mjög við þá þegar mikilli ásókn hjá RÚV í að fá kostun og að sú þróun myndi bara leiða af sér verra útvarp og óvinsælla. Það hefur orðið raunin allavega þetta með heldur neikvæðari og meiri ásælni þjóðarútvarpsins á auglýsingamarkaðnum. En eins og alltaf áður er þetta samt vandrataður vegur, meðal annars vegna þess að auglýsendur sjálfir vilja helst hafa RÚV sem auglýsenda og auðvitað ekki skrýtið, vþí þrátt fyrir allt og allt, þá er stofnunin svo útbreidd og dagskrárliðir hennar og stöðvar í mjög miklum metum hjá þorra almennings!
En ofurkapp og undirboð með meiru geta ekki gengið hjá RÚV frekar en annars staðar, afnotagjöldin og allavega skýrari og að einvherju leiti takmarkaðari reglur um auglýsingatekjur, (sem fyrsta skref í að koma til móts við einkageiran) verða bara að nægja til að bjóða upp á góða dagskrá sem gæti í mínum huga mótast mest að þremur meginþáttum,
Fréttum,
Íþróttum og
Íslenskri dagskrárgerð, skemmtun, leiklist, fræðiefni o.s.frv.
Ameriskt efni mætti alveg skera verulega niður, en halda í fræðsluefni og vandaðari myndir frá Evrópu fyrst og fremst.
Er alveg viss um að þetta gæti alveg gengið vel og myndi smátt og smátt bæði skapa meiri sátt á markaðnum og betri rekstrargrundvöll fyrir aðra eins og t.d. S1!
Hins vegar er ég lítt hrifin að svona upphlaupum sem þessum með þá nefndu stöð, seint myndi ég sjálfur til dæmis láta plata mig í dellu sem slíka að rita á undirskriftalista fyrir í raun ekki meiri hagsmuni en eins fyrirtækis. Og þessi leikur hjá fyrirtækinu að setja stillimynd á hjá sér í gær, var nú bara áróðursbragð til að skapa frekari samúð, geðjast nú ekki meir að slíku en meintum undirboðum sem RÚV á að hafa beitt.
Heldur ábyrgarlítið að búa til svona stemningu sér í hag og nota til þess að stórum hluta ungt og óharnað fólk.
En sem ég segi og hef alltaf verið sammála Stefáni Jóni, RÚV á að vera svona "mamman" í fjölmiðlaflórunni, svolítið settleg, aðhefst ekki mjög mikið svo trufli, en sé "börnunum" hins vegar alltaf viss fyrirmynd og leiðarljós!
Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði verði endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2008 | 18:52
Aldeilis frétt!
Leðurblaðka lifandi,
lítil fannst og býsna nett.
tímasprengja tifandi,
teldist varla meiri frétt!?
J'a bara stórmerkilegt, en gefur greinilega vísbendingu um breytta tíð, eða hvað?
Fundu lifandi leðurblöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar