Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Draumar 2 fá 100000 kall. - Stórfrétt!

Jamm, mér finnst það nú eiginlega og merkilegri frétt, en til dæmis þetta reynsluleysisbrölt í nýjum formanni B flokksins í tengslum við myndun ríkisstjórnar eða að Hr. Obama hafi sagt bæði góðar og slæmar fréttir í sínu öðru útvarpsávarpi til amerisku þjóðarinnar, að minn góði góðkunningi og bloggvinur austur á Seyðisfirði, Einar Bragi Bragason, saxi.blog.is, hafi fengið þennan "Svakastyrk" frá menntóráðuneytinu fyrir Drauma sína númer 2!
Örugglega ekki fyrsti styrkur hans reyndar gæti ég trúað, en samt, efstur á blaði í langri runu úthlutuna!

Þar kennir annars margra grasa og merkilegra, fleira fólk sem ég kannast nú líka við að gefa út eða fá styrki til kynninga eða tónleikahalds bæði heima og erlendis.
þar á meðal Guðrún Gunnars sem nú fyrir áramótin söng inn á fallega Englaplötu, en á þessu ári ætlar hún í samvinnu við Dimmu, að gefa út plötu með músík þess hollensksænska vísnaskálds (minnir mig) Cornelíusar VreesWjik og Karl Henrý Hákonarson, er hyggur á útgáfu bæði og útrás á árinu.
Rokkdæmi á borð við Hjaltalín og Reykjavík eru líka á útleið og/eða í útgáfuhugleiðingum og fá 100 til 300 þúsund í styrki og sömuleiðis fær Lay Low góða summu auk fjölda annara.
Annars er það áberandi hve klassísk- og djassverkefni fá langmest, þar standa kannski líka styrkirnir best undir nafni, minni líkur á að peningar sem þangað fara skili sér aftur eins og getur meir gerst með poppið!
En annars ansi fróðlegt að skoða þennan lista og velta honum fyrir sér fyrir gamlan tónlistarpælara og blaðamann eins og mig.


mbl.is Rúmlega 40 milljónum úthlutað úr Tónlistarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haha, ekki að spyrja að Framsóknareðlinu!

Alveg var ég viss um að eitthvað svona kæmi til, áróðurs- og ákvarðannatækni með skynsemina og hógværðina að leiðarljósi, myndi ekki endast sem einhver "ný ásýnd" B flokksins! Gamla og ramma valdataugin gæfi sig nú ekki svo glatt þótt í annað væri látið skína. Sú yfirlýsing að flokkurinn teldi sig ekki hafa umboð að svo stöddu til að setjast í ríkisstjórn, um leið og tilboð um stuðning við minnihlutastjórn S og VG, hefur mætt mikilli velþóknun og sl. daga hefur öldurnar nokkuð lægt og viss eftirvænting skapast fyrir nýrri og nokk svo nýstárlegri ríkisstjórn, þar sem að líkum tveir fagmenn munu koma utan að frá! En, þó B þykist ekki hafa bolmagn eða umboð til að setjast beint í stjórn, þykjast menn nú þar hins vegar geta haft bein áhrif á stjórnarsáttmálan og ætla bara sjálfir sömuleiðis að setjast niður og koma með tillögur!? Nei, gamla framsóknarmaddaman lætur ekki að sér hæða og sýnir nú sitt rétta og rúmlega 90 ára gamla andlit. Afskaplega óskynsamlegt finnst manni í stöðunni miðað við að meðbyr virðist hafa myndast flokknum til handa við "hausaskipti" í æðstu embættum. Menn geta einfaldlega ekki bæði sleppt og haldið í þessu, en virðist þó samt vera meiningin hjá B að þessu að dæma!? Ef þetta verður til að tefja frekar fyrir á ég fullt eins von á öllu og kæmi ekkert á óvart með síðustu meirihlutamyndun í reykjavík í huga! Jafnvel þó það hljómi nánast ofurraunsæislegt, þá kæmi mér ekki á óvart með b að íhuga í það minnsta ef ekki annað gengur, að stökkva enn og aftur í bjarnarfaðm D! En líkast til aðeins þessa mánuði til vorkosninga, en það er bara ekkert útilokað þegar B er annars vegar og skal þar rifjað upp, að eftir síðustu kosningar vildi hann HALDA ÁFRAM með D og stóð í þeirri meiningu að svo yrði um hríð! En þegar ljóst varð að D vildi í stjórn með S, kom fyrst örvæntingarfullt útspil um það sem hefur verið upp á borðinu núna, minnihlutastjórn S og VG með stuðningi B! Nauðsynlegt að rifja þetta upp núna, ef svo ólíklega færi að ekkert yrði úr minnihlutastjórnarmynduninni! En ef Sigmundur nýslegni formað'ur og hans lið myndi á endanum bakka út úr þessu ferli, sem var jú þeirra hugmynd, ja þá væri það sem fyrr sagði gamla flokknum líkt og í sama dúr og flest sem hann hefur aðhafst í seinni tíð, afskaplega óviturlegt og úr öllum takti við samtímann! En við sjáum hvað setur!
mbl.is Ný ríkisstjórn eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haturshjal!

Þetta datt mér nú fyrst í hug með "hatrið í huga"!

Geir er bara gráti nær,
af gremjutilfinningu hvatri.
Hljómar næstum orðin ær,
aumingin af tómu hatri!?


mbl.is Geir óttast sundrung og misklíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æææ!

Þar burtu Beckhams hvarf sjarmi,
svo brast nær í grát af harmi.
Jú, markið mikilvægt "setti",
en mjög sig þá gretti
Og fór útaf með "Þrautir í þarmi"!

(Þess er annars ljúft og skilt að geta, að sá er upphaflega kom með snilldarþýðinguna á "Pain In The ASS" sem "Þrautir í þarmi", var sá mikli limrusmiður og snjalli, björn heitin Þorleifsson!)


mbl.is Beckham meiddur í rassinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnteflafár!

Ekki hægt að kalla þetta annað í tilfelli Liverpool núna og svei mér ef aðdáendur Man. Utd. séu farnir að trúa því að þeir geti orði meistarar horfandi á þetta!?
Liferpool virðist heldur ekki geta tapað, sem líkt og gegn SToke hefði ekki verið óeðlilegt miðað við restina á leiknum, en sem þá átti liðið hins vegar að vera löngu búið að klára dæmið!
Óskaplegt klúður bara og klaufaskapur, en hér er þó engin uppgjafartónn í nokkrum manni, öðru nær og baráttan er engan vegin búin!
Raunar er hún bara að harðna, Aston Villa vinnur og vinnur og Chelsea kannski aftur komnir á beinu brautina?
Everton mjög góðir um þessar mundir, en einbeitingarleysi í kvöld kostaði liðið tvö stig í restina gegn annars frekar slöppu Arsenalliði.
Þeir munu þó öruggglega ekkert láta það á sig fá og taka eitt til þrjú stig af MU um næstu helgi!?
mbl.is Wigan og Liverpool skildu jöfn - Van Persie kom Arsenal til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósálfurinn!

Friðsæll situr fagur í logninu
fléttar saman orðum í værð sinni.
Ljómandi af lífsþorsta eingöngu,
Ljósálfurinn í kyrrðinni!


Handavinna!

Sá fyrr í dag tilkynningu um Handavinnunámskeið.
Ekki svo sem mikið í frásögur færandi, nema vegna þess að auk kvennleiðbeinanda og kosnaði við þátttöku, var aðeins þess getið að nú þegar væri ´mikill áhugi og því best að skrá sig sem fyrst ef fólk vildi komast að.
Ekkert hins vegar farið nánar út í hvers lags handavinnu væri að ræða. En í ljósi hins mikla áhuga, þá fór ég að spá í þetta og draga ályktun af með eftirfarandi niðurstöðu.

Mér finnst vera mikilvægt,
manns í samskiptum og kvinnu.
Ef nema loksins nú sé hægt,
NÁTTÚRUNNAR HANDAVINNU!?

En ég veit samt ekki...


Aumingja, aumingja yfirgefni og svikni sjálfstæðisflokkurinn!

Mikið er hann Gulli gamli sjálfsmarksskorarinn glaður og reifur í þessum ummælum, finnst ykkur ekki, að ég tali nú ekki um rökfastur og sannfærandi!?
Formaðurinn hans gaf upp boltan með þessa "glæsilegu "áróðurstækni" áðan eftir að endalok stjórnarinnar voru gjörð kunnug og það á aldeilis að ganga í þjóðina heyrist mér, að eins og alltaf áður hafi D staðið traustur með sannleikan sín megin og það hafi alls ekki breyst nú, ónei ónei!
En trúa menn því í alvöru að fólk kaupi þessa dellu, hinn stóri og mikli sjálfstæðisflokkur hafi nú bara verið skilin eftir sem svikin eiginkona í tryggðum, því eiginmaðurinn reyndist svo óstöðugur og vínhneigður, eða hamingjan má vita hvað!?
Þvílíkt bull og vitleysa, en þeir um það.
Þó ætlast þeir til að fá að leiða þjóðstjórn sakleysingjarnir og telja bara eðlilega kröfu eftir allt sem á undan er gengið!?
Þetta er eiginlega í aðra röndina alveg sprenghlægilegt, eins alvarlegt og staðan annars er!
mbl.is Samfylkingin ekki starfhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svekktur, en alltaf jafn "sannleikstrúr og saklaus"!

Já, eftir allt sem á undan er gengið síðustu tæpa fjóra mánuðina, er nú fráfarandi forsætisráðherra landsins að sönnu fúll yfir að missa sitt embætti, en keikur sem aldrei fyrr hreinn og beinn, sannsögull og auðvitað saklaus, nemanemanema hvað!?
Já, var bara strax í október hræddur um stjórnarkreppu, hefur þá væntalega strax líka verið búin að smíða þessa kenningu sína um klofin samstarfsflokkin og hans ónóga þrek til að halda út kjörtímabilið og ég veit ekki hvað!?
Og það sem svo best er, fyrst þetta snýst um bara allt annað en hans flokk, en staðan þessi samt komin upp, þá er ekki annað að gera en reyna jú að mynda einhvers lags þjóðstjórn, en þá ekki nema að sjálfsögðu með flokkin og væntanlega sjálfan sig í fararbroddi, fyrst hans persóna er ekki vandamálið!

Bíddu Geir, hefur ekkert verið að gerast annað, engin verið ósáttur, engin að mótmæla, engin nema þessi þríklofna Samfylking verið að láta í ljós að ástandið væri óviðunandi?

Þetta er satt best að segja alveg með ólíkindum og jaðrar við óráðshjal eða hreina og klára veruleikafirringu!
En kannski Geir trúi því í alvöru,a að hann sjálfur og flokkur hans, beri bara ekki nokkurn skapaðan hlut ábyrgð á neinu eftir nú um átján ára skeið við stjórnvölin?


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dropinn holar (Ríkisstjórnar) steininn!

J'a, það er víst öruggt að segja það, hægt og bítandi hafa valdsins menn vaknað og horfst í augu við hinn stóra sannleika, að stór hluti landsmenna þolir ekki lengur við og treystir þeim bara ekki og raunar sá þriðji líka með afsögn starfsmanna og stjórnar Fjármalaeftirlitsins!
Hver taki svo við ef þá mikið lengur verði haldið áfram?
Líkast til varaformaðurinn Ágúst Ólafur, hefur enda menntun til, en hvað veit maður svosem!?
Annar áfangasigurinn hjá hinum óbugandi mótmælendum
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband