Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Baðst Hörður afsökunnar já!?

Skrýtin uppsetning á þessari frétt, mætti halda að annað hvort hefði textanum verið víxlað frá forsíðinni á innlendu fréttunum og síðu fréttarinnar í heild, eða að mistök hafi orðið við vinnsluna og fréttin á innsíðunni sé bara hrá fréttatilkynning frá því fyrr í dag!? Allavega er frásögnin á forsíðunni af fundinum sjálfum, en hin einungis um að hann verði haldin. En hvað sem því líður, þá vekur síðasta setningin óneitanlega athygli, að Hörður hafi beðið Geir afsökunnar! Hafi hann virkilega gert það með einvherjum hætti, þá er ég nokk hissa og spyr, hvers vegna? Það má nefnilega deila um það hvort nokkur ástæða er eða var til og þá líka hvort kannski einvherjir aðrir þyrftu frekar að biðjast afsökunnar!?
mbl.is Mikill fjöldi á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin heim frú Ingibjörg og vonandi fer þér nú að batna!

Í sjálfu sér ekki miklu við fyrirsögnina að bæta, nema hvað senda má forsætisráðherranum líka kveðju vegna tíðinda frá honum sjálfum fyrr í dag, að hann hefði greinst með íllkynja æxli í vélinda. Margur maðurinn reyndar líka að missa sig vegna viðbragða Harðar Torfasonar við veikindum Geirs, sumir hreinlega að springa úr vandlætingu vegna þess að Hörður finnur að tímasetningu Geirs á að tilkynna þau. Auðvitað á Hörður í þeirri stöðu sem hann er í, að gæta orða sinna og vanda viðbrögð er til hans er leitað, en í ljósi þess að Geir notar tækifærið eftir pólitískan fund í VAlhöll til að segja frá veikindunum í beinni útsendingu, finnst mér hann sjálfur setja sín veikindi í óþarfa forgrunn og já sannarlega umdeilanlegan líka! Mér finnst því þó nú sé kannski nokkuð seint í rassin gripið hjá sumum, að fólk ætti nú aðeins að stilla vandlætingargírinn, hugsa aðeins áður en það hendist inn á ritvöllinn! En fyrir stuðningsmenn Geirs og D er þetta hins vegar kærkomið tækifæri til að beina kastljósinu frá þeirra eigin vandræðagangi, eitthvað sem kenna má við "smjörklípu" kannski!?
mbl.is Ingibjörg Sólrún komin heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þá verða þær í vor, Mótmælendur, á ekki að fagna því!?

Nei, fleiri vitnana við er líkast til ekki þörf, en þá er bara spurningin, hvað tekur við næst?
Hópar fólks út um allt þjóðfélagið er með stórar hugmyndir um framhaldið, reyndar svo stórar að ná yfir miklu meir en sem nemur endurnýjun á núverandi stjórnarmynstri, heldur til alls grundvallar lýðveldisins, stjórnarskrár og allt hvað eina!
Hef ekki hugmynd um það satt best að segja, hvað þessi gerjun mun ná langt eða hvort hún muni í raun skila einhverju til langframa, en er hins vegar viss um að þótt nú verði boðað til kosninga í vor með núverandi stjórn áfram við völd eða annað form fram að því, þá munu alls ekki allir vera ánægðir og munu enn um sinn að minnsta kosti halda uppi einvherjum mótmælum eða aðgerðum.
En nú hygg ég samt að stærstur hluti þeirra sem mest og lengst hefur friðsamlega mótmælt á Austurvelli, sem og víðar um land á síðustu vikum, t.d. á Akureyri, ættu sem á svipuðum tíma í gærkvöld, að fagna og það vel þessari yfirlýsingu formanns S, kosninga sem svo einarðlega hefur verið krafist í um 16 vikur, er að vænta og nú á sem mest og best að undirbúa þær!

Fregn í morgun um stóraukið fylgi B í skoðanakönnun fékk mig til að brosa í annars öllum alvarleika hversdagsins.
Það virðist nefnilega ekki breytt með margan landan, að hann er bæði fljótur að gleyma og færa sig yfir í hlutlausa gírin þrátt fyrir allt og allt!
Að það myndi nægja Framsókn sísvona sem hún hefur gert, eða hann flokkurinn, að skipta í snarhasti um föt og forystusauði, án þess þó að breyta innrætinu neitt (og það sem meira er, vera annar tveggja sem höfuðábyrgð bera á hruninu) til að tvöfalda fylgi sitt ef gengið væri til kosninga nú, hljómar rétt svo að geta talist lélegur brandari er kallar fram vandlætingarbros!
Ég verð nú bara að segja það!
En niðurstaðan verður reyndar að skoðast í ljósi andrúmsloftsins í þjóðfélaginu og jákvæðra viðbragða út af fyrir sig með þessa endurnýjun B.
Og kannski munu núverandi stjórnarflokkar líka ná vopnum sínum aftur að einhverju leiti ef þeir endurnýja líka fyrir kosningarnar.
Er samt ekki viss hvort það sé í raun og veru það sem til að mynda S þarf, en það verður bara að koma í ljós.
Sömuleiðis hvort það er já vilji nógu stórs hluta kjósenda, að ný öfl og/eða utanaðkomandi komi til skjalana til að sigla þjóðarskútunni fars´ællega út úr kreppunni. Það verður fróðlegt að fylgjast með því.


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var og, þingi frestað í dag!

Um næturverknaðinn!

Seint var sopið já kálið
og sötrað mótmælateð.
Þó tókst að bera á bálið,
blessað Óslóartréð!

En svo hefur hið sögulega gerst já, fundi þingsins í dag hefur verið frestað og´vegna hvers?
Ja, líklega vegna þess að vinnufriður mun líklega ekki fást vegna frekari hávaða og láta!?
Ábyrgð þeirra sem fyrir því stóðu og ætluðu a halda áfram í dag, er því rík, hinir 63 kjörnu fulltrúar sem í gær voru að koma úr lengsta jólafríi allra, fá nú einn dag til, geta því flækst og slugsast eftir atvikum á fullu kaupi, þökk sé mótmælendum!?
Annars voru hér fréttir fyrr í morgun af litlum meiðslum í heild eftir hyldarleik gærdagsins, eitt handleggsbrot jú, en að öðru leiti minniháttar meiðsl.
Ég hins vegar hef meiri áhyggjur af langtímaafleiðingum og þá ekki síst þeim sem mótmælendur gætu hafa valdið sjálfum sér ekki síður en hugsanlega þingmönnum, lögreglumönnum og öðrum vegfarendum.
Nefnilega HEYRNARSKAÐA!
Skildu til dæmis margir af "Trommuleikurunum" hafa verið svo forsjálir, að næla sér í eyrnartappa áður en þeir he´ldu á svæðið?
Eitthvað sem kannski á eftir að koma í ljós!?


mbl.is Alþingishúsið skrúbbað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Déskotans della!

SVo einfalt er það bara, í öllu algleyminu og hafróti huga svo margra þessa dagana, er það alveg með ólíkindum að mál sem þetta skuli allt í einu komið á forgangslista, nánar tiltekið fjórða mál á dagskrá alþingis nú á fyrsta degis þess eftir jólafrí!
Og með þá staðreynd enn og aftur fyrir framan sig, að sala jókst um nokkur prósentustig á nýliðnu ári og þá ekki hvað síst af léttari vínum einmitt, er ekki hægt annað en að spyrja aftur og ítrekað, "Er virkilega þörf og nauðsyn að auka enn frekar aðgengi að bjór og léttvíni"!?
Með ólíkindum að þetta skuli vera á dagskrá, en segir kannski sína sögu um óróleikan og vanhugsunina að einvherju leiti sem nú á sér stað!

Hins vegar verð ég líka að segja, að ég hef ekki hugmynd um hvaða tilgangi þessi mótmæli sem nú hafa staðið við þinghúsið eigi að koma til leiðar, nema meiri stigmögnun til átaka og verri afleiðinga fyrir einstaklinga sem á vettvangi eru!?
Þingfundi verður kannski frestað, ef það þá hefur nú ekki þegar gerst er þetta er ritað, en hvað svo?
Mótmæli og riskingar við alla fundi þingsins he´ðan í frá þangað til allt springur og kansnki verða kosningar?
Veit ekki, en ef svo verður kosið og meiginþorri kýs sömu flokka með að einhverju leiti sama fólkinu,
hvað þá?


mbl.is Segir sjálfsagt að fresta áfengismáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpur, ef þið skilduð ekki vita..!?

Þó ég segi sjálfur frá,
svalur er nú, ekki smá!
Margar enda "Millur" á,
mætið bara til að fá...

...ÞAAAAAÐ!!!


mbl.is Ríkir menn betri í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einbeitingarskortur!

Í einu orði sagt já!
En, þessi úrslit skipta ekki neinum sköpum í titilbaráttunni, hún er enn í algleymingi og verður það líkast til allt fram á vor og e.t.v. ekki bara á milli Man. Utd og Liverpool heldur alveg eins Aston villa, Arsenal og/eða Chelsea!
Jafntefli annars leiðinleg úrslit, sérstaklega þegar þitt lið á nær undantekningarlaust að fá meir út úr leiknum en það.
En eins og þar stendur,

SVona er fótboltinn!


mbl.is Cahill jafnaði og Liverpool ekki á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiður hins SÉRSTAKA manns!

Flokkur vill framtíð svo bætta,
að fortíð gleymist hans tætta.
Og foringja fyrrum,
frekar ókyrrum
Nú heiðrar fyrir að hætta!

Þannig vil ég nú meina að í þessu liggi!

En ég verð nú jafnframt að segja, að þessi elsti flokkur landsins breytist nú samt ekki svo skjótt sem nú er reynt að gefa í skyn.
Þessi Evrópuályktun ósköp dæmigerð fyrir hans gömlu góðu einkenni, að hringsnúast í stefnu sinni með litlum eða engum fyrirvara, bara eftir því hvernig vindurinn blæs, stundar enn semsagt hentistefnu og sýnist mér verða sem endranær,
OPIN Í BÁÐA ENDA!
Og hvað er svo að verða um allar sætu og kláru stelpurnar í flokknum?
Jújú, þsæunn sem ksaust á þing um stundarsakir á sl. kjörtímabili þegar bæði Halldór og Árni Magg hrökkluðust burt, er þarna enn eitthvað að væflast, en að öðru leiti eru þetta bara enn og aftur strákagikkir sem berjast um athyglina og völdin eftir að Valgerður og Siv höfðu um nokkurt skeið verið áberandi sem ráðherrar og sú síðarnefnda starfandi formaður atburðarásarinnar vegna!
En ó, má ekki gleyma Jónínu frænku, en hún fer nú vart langt hygg ég og þótt hún eigi sannarlega vissar rætur og slíkt í flokknum, þá er hún ekki af sama "kaliber" og Gummi dáðadrengur, sem ekki bara sagði sig úr Samfó í sl. viku og gekk í Framsókn í þessari, eða þannig, heldur flaug hann að því er virðist beint inn á þetta þing án fyrirvara og án þess að hafa neitt fyrir!
En svona á þetta kannski að vera og hefur tíðkast í Framsókn og þykir ekki ástæða til að breyta í "uppbyggingunni"?


mbl.is Guðni Ágústsson heiðraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei,(Uppfært)

ég á nú ekki von á því! En með einhverjum yfirmátagrís, dómaradellu eða heimaliðsklúðurshryllingi, gæti það hugsast og slugsast, en Grétar Rafn ætlar alveg sérstaklega að leggja sig fram svo það gerist ekki! Hann í byrjunarliðinu hjá Bolton og því halda allir almennilegir aðdáendur enska boltans með heimaliðinu í dag!?
En svo fór, að fáranlegt einbeitingarleysi varð til þess að leikurinn endaði 0-1 og sá er skoraði fékk að nota skrokkin meir en margur til að skora!
En Adam verður ekki lengi í paradís!?
mbl.is Kemst Manchester United í toppsætið? - Sjö leikir í úrvalsdeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndisleg saga!

Þessi bók kom út á íslensku fyri já um tveimur árum eða svo og sló þá í gegn eins og víða um heim.
Mjög skemmtileg lesning, saga full af kímni og galsa, en jafnframt ljúfsár og segir sorglega sögu til að mynda fátæktar á Indlandi og bágrar stöðu kvenna og barna í ofríki og hreinlega ótrúlega ógeðfeldu feðraveldi!
Hvet annars alla til að lesa bókina sem hafa ekki þegar gert það og gera það áður en ákveðið hefur verið að sjá myndina!
mbl.is Slumdog Millionaire tilnefnd til 11 BAFTA-verðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 217980

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband