Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
14.1.2009 | 14:55
Auðvitað ekkert annað en eintóm HRINGAVITLEYSA!
Alveg hárrétt hjá ritara fréttarinnar og í alvöru talað mjög leiðinlegt fyrir fótboltaheimin í heild hve þetta og raunar fleira sem auðvitað fyrst og síðast tengist græðgi,, hefur og er farið að yfirskyggja það sem jú mestu máli á að skipta, íþróttin sjálf og allir hennar töfrar!
Ég er svo næstum farin að vorkenna fylgismönnum MU vegna þessa, tala nú ekki um þegar fyrst berast fregnir fyrr í dag, að líti út fyrir að dengsinn tálipri ætli að eyða næstu framtíð á "Traffordinu gamla", en síðan komi vangaveltur aftur um hið gagnstæða hér strax sama dag!
Fyrir til dæmis unga krakka sem eiga Ronaldo sem vissa fyrirmynd er þessi fréttaflutningur ekkert grín.
En það er leikur í kvöld hjá CR og Co. ætli ekki svona tvö stig allavega tapist ekki ýmsum til mikillar furðu og leiðinda!?
Cristiano Ronaldo eignast vörumerkið CR9 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2009 | 01:37
Ys og þys út af (næstum því) engu!?
http://visir.is/article/20090113/FRETTIR01/463904920/-1
N'u, hver skildi þá glæpurinn vera!?
Spyr sá sem ekki veit!
13.1.2009 | 19:52
Stormur í vatnsglasi!?
EFtir upphafsorð Sigurbjargar í gær lögðu margir út af þeim og túlkuðu sem svo, að þetta hlyti nú að hafa verið Gulli garmurinn sem þarna væri að verki og konan sjálf væri leynt og ljóst að gefa það í skyn, hún enda ekki hans mesti aðdáandi heldur eftir að hann skipaði gamla flokkshestin Steingrím Ara sem forkólf nýja sjúkratryggingabatterísins, sem Sigurbjörg sjálf hafði sóst eftir að verða!
En það hefur semsagt nú komið í ljós að er ekki rétt, Gulli þó ýmislegt megi skamma fyrir ekki vondi karlinn í þetta skiptið.
Og þá er það líka spurningin eftir þessa uppljóstrun Ingibjargar, var eða er þá nokkur vondur? ER þetta ekki bara eitthvað sem tvær vinkonur frá gamalli tíð verða að gera upp á milli sín?
Það lítur nú helst út fyrir það, svo þetta virðist nú já vera eins og þar stendur, "stormur í vatnsglasi"!
Ég trúi Ingibjörgu allavega í þessu tilfelli, en tel hins vegar víst að öðrum líki nú svo ekki að túlka þetta og komi með aðra sýn á málið!
En í orðastað Ingibjargar til hálfnöfnu sinnar, ef svo má segja, Sigurbjargar, gæti þetta hljómað eitthvað á þessa leið!
Svo þú ekki farir flatt,
fyllist neinum trega.
Elskan bara segðu satt,
svona pass- já legaa!
Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 18:34
VAndséður glæsileiki og allt of stór ¨sigur!
En MU aðdáendur mega kætast og munu reyndar vera svo kátir, að þeir eru búnir að vinna titilinn núna, þurfa ekki að spila þessa leiki varla sem þeir eiga inni, svo mikið formsatriði að klára þá!
En sjáum hvað setur með það og hverjir munu í raun og veru standa uppi sem sigurvegarar í vor!
Stórsigur Man. Utd á Chelsea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 10:57
Jafntefli eða útisigur!
Ég hallast nú bara helst að því já fyrirfram!
Bæði lið hafa sýnt vissa veikleika á sl. vikum í deildinni, munurinn þó helst að MU hafa haft mikla heppni með sér öfugt við Chelsea og reyndar Liverpool líka á stundum!
Terry og Ballac koma endurnærðir, sem Evra gjörir jú líka, en það er alltaf spurningarmerki með endurkomu vegna meiðsla eins og hjá Ferdinand og það í svo mikilvægan leik líka sem þennan!Þess má svo geta, að einna meiðsla hjá frábærum leikmanni er ekki getið, Michael Essien,litla "Skriðdrekans", en hann spilar víst ekki mikið meir á þessu tímabili ef þá nokkuð?
En, tilfinningin er annars þessi semsagt, hallast mest að jafntefli, en hef jafnframt á tilfinningunni að þeir bláu séu allt eins líklegir til að vinna!?
Ar annars auðvitað ekki sáttur við framgang toppliðsins í gær gegn SToke, en samt, líkt og með fyrri leikin, þá samgleðst ég í aðra röndina vini mínum J'oa, þeim allraharðasta Stokefylgismanni sem þekkist af íslensku bergi!
Þetta þýðir hins vegar bara, að vel verður lúskrað á Everton um næstu helgi í deildinni og ekki bara þá heldur strax á eftir í bikarnum líka!
Ferguson gamli og fylgismenn hans skulu ekki láta sig dreyma um að einhverjar taugar séu að bresta, eitthvað annað og meir þarf að koma til svo ílla fari hjá Rauða hernum!
Og það er já líka mín sterka tilfinning í dag!
Lykilmenn tilbúnir í slaginn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 10:30
Rétt hjá Máa!
Þjóðin á að kjósa um aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2009 | 10:16
Heimafyllerí!
hella menn í sig úr krúsum
öls vel birgir af brúsum,
Nenn' ekki á næsta bar.
Sjálfir og sáttir vér dúsum,
í sælunni heima og BLÚSUM
en aðeins í "Braga nú búsum",
Þar af er sem áður var!
Víða læti í heimahúsum í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2009 | 12:24
Semsagt, "Gamalt vín á nýjum belgjum"!?
Æ, fyrirbærið Framsóknarflokkurinn er að verða með þeim furðulegu í pólitíkinni, slær jafnvel FF við á köflum!
En sem ég hef margsagt áður, gerjun, átök, erjur og jafnvel klofningur, er stjórnmálaflokkum eðlilegt, öðruvísi þróast þeir ekki eða taka nauðsynlegum breytingum, það er gömul saga og ný og alls ekki neitt séríslensk!
En mikið rétt, liðsmenn B hafa á sl. mánuðum verið alveg sérstaklega góðir í að glutra tækifærum til að marka sér stöðu, olnbogarými í ljósi þess hve ástandið er rafmagnað og erfitt fyrir núverandi stjórnarflokka.
En kannski er það einmitt þetta sem heillaði dáðadrengin Guðmund STeingrímsson að ganga í flokkin, hann sér kannski tækifæri til framtíðar, þó ég viðurkenni nú samt að mér finnist þetta ansi hreint römm taug í honum líka og kannski ekkert mjög líklegt að flokkurinn geti á ný endurreist sig og öðlast traust þjóðarinnar!?
Nú sumir telja reyndar að Guðmundur eigi von á sjótri stöðu til áhrifa í flokknum, veit ekki um það, en veit að hann er drengur góður og sannar það í dag með því að ætla ekki að nýta sér þann rétt sem hann þó enn hefur, að taka sæti á alþingi sem réttkjörin varamaður S!
Fær stórt prik hjá mér fyrir það og sýnir að siðferðisvitund hans er í góðu lagi!
Annars svo bara þetta til gamans, ef raunin yrði nú sú,að "Afturhvarf til fortíðar" kæmi flokknum aftur á skrið!
Þó hljómi kannski hreinlega sem lýgi,
held ég samt að fortíðin nú kenni.
Að Framsókn stæði traust og vel að vígi,
ef væri formaðurinn ennþá DENNI!?
Nýtt fólk í Framsókn viðrar gömlu gildin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 12:03
Frumhlaup eða framsýni?
Ég get nú sjálfur ekki alveg gert mér grein fyrir því!
Hef lengi haft mætur á Guðmundi Steingrímssyni, fundist hann fyrst og síðast mjög geðþekkur og skemmtilegur strákur með hæfileika á mörgum sviðum, t.d. í tónlist og á ritvellinum. Þá virtist hann ásamt til dæmis sínum gamla vini, Degi B. Eggertssyni m.a. ungra manna og kenna, eiga bjarta framtíð í S og vera einn þeirra sem væru líklegir til að gegna þar forystuhlutverki í innan ekki langs tíma!
En engin veit sína ævina og sannarlega ekki þá pólitísku, eins og þessi tíðindi sanna!
Í því öldu´róti sem staðið hefur sl. mánuði þar sem S hefur staðið í stórræðum sem annar stjórnarflokkanna, er það vel skiljanlegt að maður með miklar hugsjónir eins og Guðmundur hefur, og sterkar tilfinningar í til dæmis virkjanna- og stóryðjumálum, hafi farið að hugsa sinn gang og svo ákveðið að segja sig úr áhöfninni.
En mér finnst nú öllu erfiðara að skilja hví Guðmundur stekkur strax á annað skip í stað þess að staldra við og sjá hverju fram vindur og hvðí þá hann skuli velja B!?
Endurreisn já, að Framsókn verði þá aftur gamli bændaflokkurinn kannski sem faðir hans Teingrímur og áður afi hans, Hermann Jonasson, lifðu og hrærðust í og áttu mikin þátt í að móta stefnu sem formenn?
VArla gerir Guðmundur ráð fyrir því, það er auðvitað ljóst, en varla á hann þá heldur von á að flokkurinn umbreytist frá því að hafa stóryðjuna og virkjanirnar á oddinum, eitthvað minna en til dæmis Samfylkingin sem hann er nú að yfirgefa?
Og hvað með fortíðina, bara þá sem næst er, ábyrgð B á ástandinu sem nú ríkir og glæpsamlegum ákvörðunum satt best að segja eins og farsinn og aumingjahátturinn varðandi lögin á öryrkja, fjölmiðlafrumvarpsruglið og fleira?
Hefur eða verður uppgjör hjá flokknum gagnvart því farið fram eða er partur af einhverri uppbyggingu og er yfir höfuð einhver uppbygging í sjómáli með flokkin, á hann sér einvherja framtíð?
Margar spurningar sem vakna vegna þessa skrefs Guðmundar að ganga í B já, beina leið eftir úrsögn úr S!
fyrir aðeins fáum mánuðum var Guðmundur aðstoðarmaður DAgs B. í borginni, hvað ætli Dagur sé að hugsa núna og fer hann kannski líka fyrr eða síðar!?
Guðmundur í Framsóknarflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 11:11
Ekki seinna vænna!
Nei, sannarlega er jólin eru að syngja sitt síðasta í dag á Þrettándanum, að koma að smá léttum kveðskap um sveinka tvo, sem bæst hafa í hóp hinna þrettán gömlu!
Vinkona mín góða, hún Kolbrún Stefáns, kolbrunerin.blog.is átti nú kveikjuna að fyrri samsuðunni hér að neðan, en rétt fyrir áramótin varð henni að yrkisefni í blogggrein hann BANKASKELLIR! Í framhaldi af því kom bloggarinn og kratinn Gísli Baldvins með létta túlkun á þessum sveinka, sem Kollu fannst svo að ég yrði örugglega að bæta við. Og ég brást ekki kalli glæsikonunnar, sem hlýðin hundur væri, en lagði auðvitað út af hennar eigin orðum um sveinka í leiðinni!
Aldeilis þá háðskur hrellir,
hinn nýji sveinki, Bankaskellir.
Og peninganna púka fellir
svo þeim er um og ó!
En komu hans ei Kolla grætur,
kankvís í það skína lætur.
Að henni finnist SVeinki sætur.
-Ekki nema það þó!-
En svo aðeins um hinn sveinkan, sem nú ku vera komin á stjá eða á leiðinni.
En athygli nú að sér kippir,
annar sveinki, skæður já.
Nefndur er hann KORTAKLIPPIR,
Kölskaglott er fési á!
Við skulum nú samt vona, að sem fæstir séu að fá eða eigi von á Heimsókn frá honum!
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar