Stormur í vatnsglasi!?

EFtir upphafsorð Sigurbjargar í gær lögðu margir út af þeim og túlkuðu sem svo, að þetta hlyti nú að hafa verið Gulli garmurinn sem þarna væri að verki og konan sjálf væri leynt og ljóst að gefa það í skyn, hún enda ekki hans mesti aðdáandi heldur eftir að hann skipaði gamla flokkshestin Steingrím Ara sem forkólf nýja sjúkratryggingabatterísins, sem Sigurbjörg sjálf hafði sóst eftir að verða!
En það hefur semsagt nú komið í ljós að er ekki rétt, Gulli þó ýmislegt megi skamma fyrir ekki vondi karlinn í þetta skiptið.
Og þá er það líka spurningin eftir þessa uppljóstrun Ingibjargar, var eða er þá nokkur vondur? ER þetta ekki bara eitthvað sem tvær vinkonur frá gamalli tíð verða að gera upp á milli sín?
Það lítur nú helst út fyrir það, svo þetta virðist nú já vera eins og þar stendur, "stormur í vatnsglasi"!
Ég trúi Ingibjörgu allavega í þessu tilfelli, en tel hins vegar víst að öðrum líki nú svo ekki að túlka þetta og komi með aðra sýn á málið!

En í orðastað Ingibjargar til hálfnöfnu sinnar, ef svo má segja, Sigurbjargar, gæti þetta hljómað eitthvað á þessa leið!

Svo þú ekki farir flatt,
fyllist neinum trega.
Elskan bara segðu satt,
svona pass- já legaa!


mbl.is Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ef þetta hefði verið tal tveggja vinkvenna hefði Sigurbjörg ekki minnst á þetta á fundinum. Það að gulli var grunaður varð til þess að tófan var svæld út úr greninu. Mjög klókt. Það getur vel verið að Ingibjörg sé ágætur sagnfræðingur og ég held að hún eigi að halda sig við það.

Víðir Benediktsson, 13.1.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ráð til vinu, rétt fram sögð

reyndu að leggja á minnið

"vanda fagleg vinnubrögð

vertu hljóðlát, skinnið."

Sæll vertu mentor. Datt þetta í hug þegar þú tókst upp hanskann fyrir ISG. Hún talar niður til fagmanns og særir hana til að hugsa út frá atvinnuhagsmunum en ekki sínum skoðunum. En eitthvað hefur ISG haft að óttast fyrst hún vantreysti henni og nánast löðrungar hana með sendingunni. ÆÆ skítamál. kveðja til þín Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.1.2009 kl. 21:17

3 Smámynd: Gulli litli

Amen...

Gulli litli, 13.1.2009 kl. 21:35

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Víðir minn, þetta eru nú helst til langsóttar getgátur og svolítið fyndið bara að tala um einhverja tófu sem hafi verið svæld úr greni vegna ómaklegs gruns í garð Guðlaugs!EF þetta var svona virkilega slæmt, er ekki fyrst og fremst mál þeirra tveggja, hví upplýsti Sigurbjörg þá ekki um hvern væri að ræða? Sé ekki alveg hvernig þetta á að ganga upp, en eftir stendur að nú geta Guðlaugur og aðrir D menn aldeilis gert sér mat úr þessu, hann orðin "fórnarlamb" dylgja og getsaka, sem þannig sýnir einnig að gagnrýni þeirra er þar hafa átt hlut að máli, er ekki mikils virði að öðru leiti! Mér finnst nú fólk alveg vera endanlega að tapa sér, ef það virkilega trúir því svo að ISG hafi í alvöru verið að hóta gamalli vinkonu sinni með þessu, svo vitlaust að bæði álykta svo og að halda að hún sé sjálf svo vitlaus að gera slíkt!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2009 kl. 21:45

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín elskulega Kolla, vísan aldeilis fín!

En, hitt eru nú bara þínar ímynduðu getsakir í garð pólitísk andstæðings, sem auðvelt er að setja fram sísvona, en öllu erfiðara að rökstyðja svo vel sé!

Alveg eins er hægt og raunar mun auðveldar, að snúa þessu upp á Sigurbjörgu og það munu vísast D menn ýmsir gera. Hvað henni til dæmis hafi gengið til að slá þessu fram, en ekki viljað nafngreina ráðherran er í hlut átti. Ar hún vísvitandi að reyna að koma höggi á GÞ?

ég dæmi ekkert um það, veit bara að hann hefur setið undir röngum ásökunum um þetta og dylgjum um að hann segði nú sjálfsagt ekki satt um að kannast ekki við málið!

En ég hvorki vorkenni honum né Ingibjörgu neitt, en sýnist þetta bara já vera stormur í vatnsglasi frekar en hitt, misskilningur eða dómgreindarskortur, sem leiðrétta eigi eða útkljá annars staðar en fyrir opnum tjöldum!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2009 kl. 21:56

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe Gulli, alltaf jafn kjarnyrtur kappinn í Danaveldi!

En semsagt, Víðir og Kolla mín góða, þið eruð á hálli brautu bráðra ályktanna og samsæriskenningasmíða án eþess að hafa efni til hygg ég, en sem ég sagði, skilst vegna ykkar pólitísku stöðu.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2009 kl. 22:05

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir ummælin meistari. Já auðvitað er ég bara með leiðindi út í pólitískan andstæðing (Nú er ég bara eins og Bjarni Ármanns ). Ég vil geta þess að ég vel mér andstæðinga sem ég tel þess virði að fást við. Ingibjörg er ein af þeim. Það er vegna ólíkra skoðana okkar á pólitík og vegna þess að ég ber mikla virðingu fyrir henni sem persónu. Ég hef ekki áttað mig á því af hverju Guðlaugur Þór var grunaður. Ekki þekki ég til Sigurbjargar né þeirra vinskap, sem mér skilst að hafi verið farinn að fölna eftir að ISG var ekki lengur yfirmaður hennar. Að senda skilaboð af sjúkrabeði til fagmanns um að gæta orða sinna á opinberum risafundi hljómar bara undarlega í mínum eyrum. Ég hefði sagt "gangi þér æðislega vel" við mínar vinkonur. Er þetta ekki bara bláa höndin í nýjum lit kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.1.2009 kl. 22:18

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Blárauða höndin ?

Steingrímur Helgason, 13.1.2009 kl. 22:27

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Blátt og rautt = bleik

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.1.2009 kl. 22:35

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ Kolla mín,þú ert hérna með fullyrðingar sem ég veit ekkert um varðandi þær og dregur svo þínar neikvæðu ályktanir og notar samlíkingu á borð við löðrung með meiru, sem þú getur annars ekkert rökstutt frekar!Guðlaugur Þór er og var einfaldlega í brennidepli umræðunnar auk þess sem fram hefur komið að hún sóttist eftir yfirmannsstarfinu hjá þessari nýju sjúkratyggingastofnun, en fékk ekki og gagnrýndi skipun þess sem fékk svo harðlega í kjölfarið.

ÞÞÞÞGetur ekki einmitt verið,að hun hafi verið að ráða henni heilt alveg öfugt við þann skilning sem settur hefur verið í þetta og getur nú ekki alveg verið líka, að hin góðu orð sem þú nefnir að þu hefði látið falla, hafi líka fallið þó það komi ekki fram hér!? Við vitum bara jafn lítið um það og hitt, en mér sýnist bara mín kæra, að í öllum æsingnum sem nú einkennir allt, að miskilningur eða kannski dómgreindarskortur hafi átt sér stað! En, til að vera samkvæmur sjálfum mér, þá ætla ég samt ekkert heldur að fullyrða það!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2009 kl. 22:38

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, þetta nálgast nú að verða ærslafullt bull!

En ærsl eru reyndar Steina kær!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2009 kl. 22:44

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

og einu gelymdi ég Kolla mín, í öllum bænum ekki falla í stíl kjaftakellinga, segja og það í sömu setningunni annars vegar að þú þekkir ekki til, en treystir þér samt til að setja fram einhvern "skilning" um hið sama, sem þá væntanlega einvher "ólygin sagði þér"!

Slíkt er aldrei traustvekjandi né getur talist gildandi í góðri og sanngjarnri umræðu!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2009 kl. 22:52

13 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ekki ætla ég að banna þér að trúa Ingibjörgu en það er alveg á hreinu að ég geri það ekki.

Víðir Benediktsson, 13.1.2009 kl. 23:33

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Víðir, þakka þér fyrir það, en þetta snýst nú um það að hafa forsendur til að trúa eða taka mark á eða ekki. Þú og fleiri eruð með stór orð uppi og fullyrðingar, sem þó eru ekki byggðar á öðru en veikri ályktannasmíð auk þess sem ég hef áður sagt, markast að nokkru allavega af því að um pólitiska refskák er að ræða.

Og þér að segja Víðir minn, þá gæti ég vel ímyndað mér að þú værir ekki svona harður og hvass út í Samfó daginn út og inn, ef Hermann Jón og Co. hjá þeim hérna í bæjarstjórninni, hefðu talið ykkur Odd í Lista fólksinss gjaldgenga til að mynda meirihluta eftir sl. kosningar!

Ekki satt?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2009 kl. 23:55

15 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég veit ekki um vináttu þeirra það var ég búin að segja. ISG eða reyndar aðstoðarkona hennar flytur henni skilaboð yfir hafið og hver voru þau. Gættu orða þinna og gættu að fagheitum þínum. Meira var það nú ekki. Sjálf nefndi hún þetta konan og neitaði að nefna ráðherrann sem bendir til að hún hafi ekki ætlað að upplýsa það. Skilningur er allt annað en sögusagnir, það er upplifun á atburðinum og ályktun í framhaldi af því. Ég vissulega upplifi hann eins og löðrung í andlit fagmanneskju. Minn skilningur er oft annar en sagan á að segja þar sem ég legg mitt mat á hann. Það hefur reynst mér heilladrjúgt á stundum. Þú mátt nú mín vegna líka trúa skýringu Ingibjargar. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.1.2009 kl. 00:00

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Elsku Kolla mín, ég með yfirvegaðari hugsun og óhlutdrægri,get ekki komist að annari niðurstöðu, því ég hef engar forsendur til annars. Þú og Víðir til dæmis, eruð bæði í pólitík og berjist grimmilega gegn núverandi stjórn og þar með Ingibjörgu. Málflutningur ykkar hlýtur því að soðast bæði og vera dæmdur nokk út frá vþí. En þið bæði sem fleiri eruð hins vegar komin dálítið lengra en sem nemur sanngjarnri gagnrýni sæmir hérna finnst mér í því augnamiði að koma höggi á konuna.

ÉG var einmitt að benda þér á augljósa veilu hjá þér með því að þú gætir ekki annars vegar sagt að þú þekkir ekki til vinskapar þessara tgveggja, en hins vegar treyst þér samt til að setja fram í sömu andrá órökstudda sögusögn um að kólnað hafi í sama vináttusambandi, að þér hefði verið sagt!Liggur það ekki í augum uppi, að gengur ekki?

Meðan þessi ágæta kona hún Sigurbjörg, skýrir ekki nánar frá hvað henni gekk til og hví hún sagði ekki um leið um hvern væri að ræða, þá eru engar forsendur svo haldbærar sjáist til að rengja skýringu Ingibjargar. Þannig að þetta er í því ljósi bara þeirra mál að gera upp sín á milli.

Annars þætti mér svo vænt um að sjá marktæka skýringu á, hví Ingibjörg ætti að vera virkilega svo veruleikafirt og vitlaus að skaða sig svona eins og þið viljið meina, á einhverju "Valdatrippi" væntanlega!?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 00:27

17 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég var nú ekkii að fjalla um vináttu þeirra hvort sem hún var mikil eða lítil heldur það að mér fannst óeðlilegt að senda henni þessi skilaboð eins og hún myndi ekki halda sig á faglegu nótunum eins og kom fram í orðum Ingibjargar. Hún vantreysti henni til að vera fagleg eða óttaðist að hún upplýsti eitthvað. Ég get hinsvegar ekki skilið af hverju þessi Sigurbjörg sagði frá þessu á fundinum ef hún tók þetta ekki sem hótun. Annars er mér slétt sama um þetta, það verður ekki langt í næsta skandal hvort sem við körpum um þetta eða ekki. Vona bara að Ingibjörg verði fljót að jafna sig og mæti keik í  næstu krísu  Hún var náttúrulega í útlöndum þegar hin fyrri skall á.  Góða nótt  komið fram yfir bloggtímann Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.1.2009 kl. 00:41

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Enn og aftur mín indæla, þetta eru allt ályktanir og getsakir sem ég get ekki skoðað öðruvísi en út frá því, að þú ert hennar pólitíski andstæðingur! Þó þessi yfirlýsing innihaldi ekki meira, þá er ekki þar með sagt að hún sé allt sem Ingibjörg sendi til vinkonu sinnar! Við vitum ekkert um það né, eins og ég sagði áðan, meðan Sigurbjörg skýrir málið ekki frekar.Þú vilt bara í þinni stöðu ekki túlka þetta nema sem einhverslags hótun, en þá er spurningin, um hvað og hvers vegna ætti Ingibjörg að hafa hana uppi?

Þetta eru bara getgátur hjá þér Kolla. Þú getur allavega ekki rökstutt þetta svo ég sjái og þannig að augljós akkur væri í því fyrir INgibjörgu að gera sem þú ætlar henni!

En, þú ert nú samt ein af fallegustu kvinnunum í bænum skömmin þín, haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 01:08

19 Smámynd: Víðir Benediktsson

Okey ef þú vilt endilega taka þennan slag. Við störfum ekki með Samfæ í meirihluta  vegna þess að hún taldi Sjálfsstæðisflokkinn besta kostinn. Við vorum búnir að vera í meirihluta viðræðum við hana ásamt VG     Samfylkingin varð uppvís að bæði lygum og óheilindum á meðan viðræðum stóð. Heiðursmannasamkomulag reyndist ekki pappírsins virði þegar á reyndi. VG stóð við allt sitt. Meirihlutamyndun á Akureyri án Framsóknar eða Sjálfsstæðisflokks í fyrsta sinn í sögunni virtist ætla að verða að veruleika. Hermann átti að verða bæjarstjóri. Hann missti kjarkinn og hljóp undir pilsfald Sjálfsstæðismanna. Í dag er L-listinn með mestu reynsluna í bæjarstjórn og kaldhæðnislegt að oft þarf að leita í banka þegar illa stendur á. Það er rétt hjá þér, ég treysti ekki Samfylkingunni. Brennt barn forðast eldinn.

Víðir Benediktsson, 14.1.2009 kl. 01:32

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk Víðir minn, en ég er nú ekki að taka neinn sérstakan slag við þig, dróg þetta bara fram sem skýringu á bæði þínum málflutningi og Kollu minnar, hún lægi að hluta til allavega í þeirri staðreynd að þið væruð pólitískir andstæðingar utanríkisráðherrans og væruð að reyna að koma á hann höggi með flestum ráðum. Hins vegar sýndi sig, að gagnrýnin mótaðist af því hvernig kaupin gerðust á Eyrinni og þú staðfestir það nú rækilega með þessari síðustu athugasend!Geri heldur engar athugasendir við hana, hef ekki forsendur til þess og get líka sagt þér, að líkt og margur bæjarbúin sem vildi losna við D, var ég óhress með þessa niðurstöðu og vildi allavega gefa hinu möguleika!Hermann er svo reyndar að verða bæjarstjóri eftir nokkra ma´nuði þrátt fyrir allt ef mig misminnir ekki!

En Víðir minn, eitthvað virðist nú vera til í minni pælingu um þetta annmarkaða mál ef marka má orð Sigurbjargar nú seint í kvöld og birtust í dv.is. þar að leiðandi virðist þín kenningasmíð byggð á sandi og stóru orðin um ráðherran ómerk!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 01:58

21 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mangi minn þú verður að horfa á fundinn í sjónvarpinu í kvöld eftir 10-fréttir

Hólmdís Hjartardóttir, 14.1.2009 kl. 10:33

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Reyni að fylgjast með, en hluti hans hefur nú þegar reyndar birst á netinu, m.a. ræða Sigurbjargar. Hún segist nú ekki túlka þessi skilaboð Ingibjargar sem hótun, svo það eitt og sér slær nú margt niður af gagnrýninni. En jafnvel þótt þetta hafi nú svo ótrúlega verið sent sem einvher hótun, þá spyr ég enn og aftur, um hvað og hvers vegna í ósköpunum og hver ætti hættan stóra að hafa verið sem orsakaði slíka hótun?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 12:03

23 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Nú er hann Mangi í vandanum
því hann ofsóttur er víst af landanum.
og  kannski er gott, að flýja á brott
því þú brátt verður sóttur af fjandanum.

Nei nei bara grín þú ert hinn ágætasti maður og ferð líklega í efra en maður spyr sig....... uss æsa fólk svona upp á síðustu og verstu Kv. Tótinn 

Þórarinn M Friðgeirsson, 14.1.2009 kl. 13:36

24 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe tóti, þú ert nú meiri karlinn, yrkjandi fínustu steypu og óskar mér svo til himnja, takk kærlega! ERt sjálfur augljóslega eðalmenni!

En spurningin er góð og rannsóknarefni til lengri tíma, þó vissulega blasi við ýmsar skýringar nú þegar.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 16:34

25 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ég sá í kristalkúlunni minni áðan að leikurinn hjá Shitunited og Wigan fer 1-1 og Heskey skorar bæði. ... Jú spurningin er góð og ég held að Ingibjörg Sólrún hafi verið með svona móðurlegar umvandanir fyrir Sigurbjörgu vinkonu sinni og meint gott eitt með þessu eða ekki ??? Kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 14.1.2009 kl. 16:50

26 identicon

,,Nei nei, þetta var aðvörun og kannski vel meint," sagði Sigurbjörg aðspurð hvort hún hafi litið á orð utanríkisráðherra sem hótun. Meiningin hafi ekki verið að setja fram dylgjur og það sjáist vel þegar hlustað sé á ræðuna.

Að öðru leyti vildi Sigurbjörg ekki tjá sig meira um málið. (tekið af vísi.is)

Ég held að ISG hafi alveg vitað hvað hún var að gera, miðað við þann storm sem myndaðist við þessi orð Sigurbjargar að þá hefði hún átt að passa hvað hún segði. Mér finnst nú heiður hennar, bæði persónulegur og fræðilegur hafa skaddast eftir þennan fund. Sigurbjörg hefði kannski átt að hlusta á "vinkonu" sína. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:10

27 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Tóti, það skildi þó aldrei vera að kúlan þín geymi sannleikan þarna!?

Þetta er nú orðið nokkuð gott annars með þessi læti öll, í mínum huga virðast fyrirsögnin bæði á þessari færslu og þeirri hér að ofan vera næst sanni!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 19:08

28 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þegar skortir þekking, rök

þekktra ráða gríptu til

Gullhamranna gömlu tök

geta dugað, hér um bil.

Ég er kjaftstopp

Ég bakka ...sá vægir..... horfum á þáttinn á eftir.. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.1.2009 kl. 21:49

29 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, þú stendur undir því, m´mín þokkafulla frú K og reyndar svo mjög,að svar til þín þolir vart "dagsins ljós" færð það því eftir öðrum leiðum!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.1.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 217971

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband