Frumhlaup eða framsýni?

Ég get nú sjálfur ekki alveg gert mér grein fyrir því!
Hef lengi haft mætur á Guðmundi Steingrímssyni, fundist hann fyrst og síðast mjög geðþekkur og skemmtilegur strákur með hæfileika á mörgum sviðum, t.d. í tónlist og á ritvellinum. Þá virtist hann ásamt til dæmis sínum gamla vini, Degi B. Eggertssyni m.a. ungra manna og kenna, eiga bjarta framtíð í S og vera einn þeirra sem væru líklegir til að gegna þar forystuhlutverki í innan ekki langs tíma!
En engin veit sína ævina og sannarlega ekki þá pólitísku, eins og þessi tíðindi sanna!
Í því öldu´róti sem staðið hefur sl. mánuði þar sem S hefur staðið í stórræðum sem annar stjórnarflokkanna, er það vel skiljanlegt að maður með miklar hugsjónir eins og Guðmundur hefur, og sterkar tilfinningar í til dæmis virkjanna- og stóryðjumálum, hafi farið að hugsa sinn gang og svo ákveðið að segja sig úr áhöfninni.
En mér finnst nú öllu erfiðara að skilja hví Guðmundur stekkur strax á annað skip í stað þess að staldra við og sjá hverju fram vindur og hvðí þá hann skuli velja B!?
Endurreisn já, að Framsókn verði þá aftur gamli bændaflokkurinn kannski sem faðir hans Teingrímur og áður afi hans, Hermann Jonasson, lifðu og hrærðust í og áttu mikin þátt í að móta stefnu sem formenn?
VArla gerir Guðmundur ráð fyrir því, það er auðvitað ljóst, en varla á hann þá heldur von á að flokkurinn umbreytist frá því að hafa stóryðjuna og virkjanirnar á oddinum, eitthvað minna en til dæmis Samfylkingin sem hann er nú að yfirgefa?
Og hvað með fortíðina, bara þá sem næst er, ábyrgð B á ástandinu sem nú ríkir og glæpsamlegum ákvörðunum satt best að segja eins og farsinn og aumingjahátturinn varðandi lögin á öryrkja, fjölmiðlafrumvarpsruglið og fleira?
Hefur eða verður uppgjör hjá flokknum gagnvart því farið fram eða er partur af einhverri uppbyggingu og er yfir höfuð einhver uppbygging í sjómáli með flokkin, á hann sér einvherja framtíð?
Margar spurningar sem vakna vegna þessa skrefs Guðmundar að ganga í B já, beina leið eftir úrsögn úr S!

fyrir aðeins fáum mánuðum var Guðmundur aðstoðarmaður DAgs B. í borginni, hvað ætli Dagur sé að hugsa núna og fer hann kannski líka fyrr eða síðar!?


mbl.is Guðmundur í Framsóknarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli þessu fylgi ekki einhver upphefð, varaformaður eða formaður nú er lag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 13:02

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín fróma frú Cesil, ég veit bara ekki! En mér finnst það bara bratt hve strákurinn tekur þetta og yrði satt best að segja hissa ef hann bara sísvona yrði stórkarl í Framsoknarflórnum og það þótt hann eigi kyn til!ER eiginlega enn jafn hissa á þessu og í gær er ég las þetta.Álit mitt á Guðmundi enn sem komið er að minnsta kosti, breytist þó ekki.

Magnús Geir Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 218056

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband