Ekki seinna vænna!

Nei, sannarlega er jólin eru að syngja sitt síðasta í dag á Þrettándanum, að koma að smá léttum kveðskap um sveinka tvo, sem bæst hafa í hóp hinna þrettán gömlu!
Vinkona mín góða, hún Kolbrún Stefáns, kolbrunerin.blog.is átti nú kveikjuna að fyrri samsuðunni hér að neðan, en rétt fyrir áramótin varð henni að yrkisefni í blogggrein hann BANKASKELLIR! Í framhaldi af því kom bloggarinn og kratinn Gísli Baldvins með létta túlkun á þessum sveinka, sem Kollu fannst svo að ég yrði örugglega að bæta við. Og ég brást ekki kalli glæsikonunnar, sem “hlýðin hundur” væri, en lagði auðvitað út af hennar eigin orðum um sveinka í leiðinni!

Aldeilis þá háðskur hrellir,
hinn nýji sveinki, Bankaskellir.
Og peninganna púka fellir
svo þeim er um og ó!
En komu hans ei Kolla grætur,
kankvís í það skína lætur.
Að henni finnist SVeinki sætur.
-Ekki nema það þó!-

En svo aðeins um hinn sveinkan, sem nú ku vera komin á stjá eða á leiðinni.

En athygli nú að sér kippir,
annar sveinki, skæður já.
Nefndur er hann KORTAKLIPPIR,
Kölskaglott er fési á!

Við skulum nú samt vona, að sem fæstir séu að fá eða eigi von á “Heimsókn” frá honum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband