Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
31.5.2008 | 20:29
Búið spil!?
Sex marka tap gegn Pólverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2008 | 22:21
Jörðin skelfur og skelfir!
Atburður gærdagsins, hinn sterki jarðskjálfti á suðurlandi, kom ekki beinlínis vel á mann þótt í fjarlægð væri, skjálftarnir tveir árið 2000 enn í fersku minni, en þá fann ég gott ef ekki báða hér nyrðra, sem ég gerði hins vegar ekki nú!
Ættingjar nokkuð margir á svæðinu, einkum í og við Hveragerði, svo ekki undarlegt þótt manni hafi brugðið, en þeir held ég hafa sloppið bærilega frá þessu.
Aðalatriðið svo auðvitað að meiðsl urðu ekki stórvægileg svo heyrst hafi, þótt tjón á hinum veraldlegu eigum sé mikið og upplifunin mikil angist fyrir marga. Vonandi verður vel unnið með þá sem hvað verst varð brugðið svo langvarandi sálardeyfð verði ekki um að ræða.
Annars minnir þetta okkur enn einn gangin á, að við lifum að sönnu í góðu og gjöfulu landi, en landi þar sem náttúran er óútreiknanleg og í senn eldur og ís geta gert okkur skráveifu!
Þrátt fyrir þessi ósköp, hafa fótboltamenn í liði SElfoss er spila í 1. deildinni, sannarlega ekki lagt árar í bát, heldur léku leik strax í kvöld gegn mínum mönnum í Þór og það þarna syrðra ef mér skjátlast ekki og höfðu frækin sigur 5-2 eða 5-3!
Hefur liðið farið vel af stað, en Selfyssingar eru nýliðar í deildinni!
Hjálparstöðvar opnar í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2008 | 21:15
Stelpurnar standa sig, strákarnir lítt eða ekki!
Jújú, leikurinn við Wales ekki búin og frammistaðan í síðustu leikjum verið bærileg og karlaliðið færst upp á við að nýju á FIFA listanum, en mér finnst bara að stelpurnar eigi meir en skilið að sviðsljósið færist nær eingöngu yfir á þær, að þjóðin einbeiti sér á næstu vikum og ma´nuðum að styðja við bakið á þeim!
Karlaleikirnir skipta jú máli að sönnu, en möguleikarnir og spennan er kvennanna megin, sigrar gegn Slóvenum og svo Grikkjum sem leiknir verða eftir um mánuð og svo stig hugsanlega í lokaleiknum við Frakka úti í september, færa liðinu sæti í lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer hygg ég í Finnlandi næsta sumar!
Glæstur sigur hjá þeim í hitasvækjunni í SErbíu í dag, synd að tæknin skildi svíkja svo landsmenn misstu af að sjá herlegheitin!
ÁFRAM STELPUR!!!
Ísland tapaði 1:0 gegn Wales | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2008 | 16:31
Guðjón er samur við sig!
Lætin með Guðjón Þórðar nú snemma í Íslandsmótinu koma ekki beinlínis á óvart, maðurinn ekki bara einn snjallasti þjálfari sögunnar heldur líka skapmaður mikill og situr sjaldnast á sér sem kunnugt er.
Nú þegar vorið er vaknað af dvala
og vermir grænkandi bala
Byrja boltamenn,
bröltið enn
Og auðvitað Gaui að GALA!
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.5.2008 | 12:38
Ekki líst mér nú vel á það!
Nei, ekki hljómar þetta nú vel og gæti haft alvarlegar afleiðingar!
Hér er víst leitun að lausnum,
líf vort og heilsa brátt siglir í strand.
Því nú eru "hafnir á hausnum"
og helvítis sjórinn bara flæðir á land!
Hafnir á hausnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2008 | 21:34
Eitthvað sem gæti verið lítið ljóð, en er á reiki!
Í fylgsnum hugans finn ég,
fánýtt eitt.
Í fylgsnum hugans finn ég,
fáein brot.
Forna ást, fölnað blóm,
úr fylgsnum hjartans.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2008 | 15:01
Og ég fæ ekki...
Alveg stórfurðulegtr finnst ykkur ekki, eins og ég hef nú boðið þeim gull og græna skóga hverri á eftir annari!?
Þetta er nú annars meiri fjárans dellan og andskotans græðgi í Chelseadónunum!
En þetta gerist nú bara ekki!
Chelsea fær ekki Torres | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2008 | 13:49
Um hvað er Björn að biðja?
Hvernig sem á þetta er litið, er skömm fólgin í og já er SVARTUR BLETTUR á lýðveldissögunni!
Og það er bara rangt hjá dómsmálaráðherranum núverandi að þetta snúist bara um lög og rétt og þar eigi bara að útkljá þetta ef einstaklingum finnst hafa verið á sér brotið. Þetta snýst um stolt og reisn ungs lýðveldis, sem vill helst að yfirvaldið sé sanngjarnt og réttlátt og þjóni þegnum sínum með sann!
Og það er út í hött að ætla að fara nú sérstaklega að æskja þess að menn skoðið þetta í ljósi aðstæðna og tíðaranda, brot eða ólögmæt breytni yfirvalda verður ALDREI ALDREI réttlætt með slíkum afsökunum og rökleysu!
Meintar hleranir hér og njósnir yfirvalda um þegna sína, verða í mínum huga engu betur réttlættar með slíku, frekar en MacCarthyofsóknirnar í Bandaríkjunum eða njósnirnar í A-Evrópu á dögum Kalda stríðsins!
En hvað er BB í raun að fara fram á með þessum orðum.
Að honum sjálfum verði stefnt fyrir dóm sem núverandi dómsmálaráðherra, sem STAÐGENGLI fyrir löngu látin föður hans, sem að líkum átti þarna m.a. stóran þátt!?
Mér finnst afskaplega lítil reisn yfir þessum málflutningi og vona sannarlega að þarna sé ekki túlkuð afstaða ríkisstjórnarinnar í heild!
Engin afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2008 | 20:38
Mávurinn og Dísin!
Einn minna nýjustu bloggvina er nokkuð svo hress náungi, Hilmar, himmalingur.blog.is.
Svolítill æringi og ærslabelgur er hann og líkt og Ragnari nokkrum Reykás, gengur honum ekkert svo ílla að skipta um skoðun annars lagið!
En þessi færsla er nú reyndar ekki um hann, heldur sá ég hjá honum litla færslu þar sem hann gagnrýndi fljóð nokkurt, Ásdísi Rán, sem með sínum fagra kropp ætlar að sigra einhverja milljóndollarakeppni. Hún hefur víst verið ansi mikið milli tannana á fólki fyrir vikið, þrátt fyrir að vera að því er virðist vel gefin og lánsöm stúlka, gift og þriggja barna móðir sem rekur fyrirtæki í Svíþjóð.
Ei hafði ég áður þó vitað af þessu og kíkti því sem snöggvast inn á síðuna hjá konunni ungu. Þar beindist athyglin hins vegar strax að athugasend frá Má nokkrum Högnasyni, sem helst hefur nú hingað til getið sér frægðarorð á blogginu sem fínn vísnahöfundur.
FAnnst honum eitthvað ekki alveg eðlilegt hve hlutfall flettinga væri hátt samanborið við heimsóknartölurnar, þ.e. fjölda einkennistalanna.
Á því eru þó líkast til eðlilegar skýringar, fraukan fagra hefur verið að því mér skilst að setja inn heillandi myndir af sér í albúm, svo hinir og þessir aðdáendur sem aðrir skoða sjálfsagt aftur og aftur í einvherjum tilfellum. 1600 einkennistölur á móti 40000 flettingum þarf ekkert að vera óeðlilegt þótt líkast til sé um met á Moggablogginu að ræða.
Þá er nú líka rétt að benda á, að bakvið hverja einkennistölu geta verið fleiri en ein tölva og þar með notendur, t.d. ekki óalgegnt að heimanet sé sett upp með tveimur eða fleiri tölvum þott talan sé bara ein.
Nema hvað, að ég skrapp svo inn til Má´s líka og þá var hann með sérstaka færslu um þetta, þann grun sinn að hugsanlega væru brögð í tafli.
Skellti ég þessari dýrt kveðnu stöku á hann til gamans að þessu gefna tilefni. (hognason.blog.is)
Más ei leynist hugsjón hrein,
hún nú beinist víst að Dísu.
Fæst þó greinir félagsmein
og fátæk ein á bloggi skvísu!
"Már Högnason greinir félagsmein" er einmitt slagorð síðunnar.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.5.2008 | 14:39
Blessaður borgarstjórinn!
Virkar stirður og staður,
stundum mæli nú hraður.
Ansi er hann svo maður,
yfirlýsingaGLAÐUR!
Borgarstjórinn fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar