Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

"Ja hvur gremillinn, þetta er bara alveg eins og...?

Sjáið þið nú til. Ég var að heyra þetta rússneska sigurlag í fyrsta skipti í kvöld, segi það alveg satt, hef ekkert nennt að fylgjast með keppninni!
Nema hvað, eins og svo ótal sinnum fyrr við svipaðar kringumstæður, fór heilinn minn að skransa einvher lifandis ósköp na´nast um leið og lagið byrjaði,því hann vildi koma einhverju allt öðru lagi á framfæri, en þó eiginlega alveg eins að minnsta kosti til að byrja með!
Ekki besti né skemmtilegasti dagur lífs míns, sem kemur þessu annars ekkert við, en gerði það að verkum, að sannleikurinn varð mér ekki ljós alveg strax, eða minnið virkaði ekki fyrr en fyrir nokkrum mínútum.
AUÐÐVITAÐ,
CAT STEVENS
WILD WORLD!!!

Alveg skuggalega líkt sérstaklega í byrjun, en vil nú ekki fullyrða um lagakróka í þessu, hvort stuld sé um beinlínis að ræða!
En hehehe, næstum því 16 eða 17, Baunarnir redduðu þessu upp í 14 sæti.
En voða er Mogginn hérna lélegur að segja frá því, er bara með tölurnar frá fimmtudeginum!?


mbl.is Rússar unnu Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hehe, ekki sammála Eika!

Nei, er ekki sammála mínum gamla góðkunningja og bróður í rokkinu, ég yrði sæll og glaður ef niðurstaðan yrði 16. sæti með ekki betra lag, þótt flytjendurnir séu bæði góð.
Það yrði svo alveg toppurinn ef hin sænska Charlotta eða Karlotta ynni aftur! Eins og það lag er nú leiðnlegt líka!
Finnar eru hins vegar mínir menn, stórgott stuðrokk þar á ferð!
En brjóstin á þeirri sænsku spiluðu stóra rullu '99 þegar hún vann SElmu með útþynntu ABBA lagi.
Núna er hún víst engu minna "Flott á'ðí" eins og sást á fimmtudagskvöldið, svo reyndar sumum þótti nóg um! Hvernig hún verður svo á eftir, þetta að detta á núna, veit ég ekki, en mun örugglega ekki spara sig!
En við spyrjum bara að leikslokum og vonandi skemmtir fólk sér vel, hvernig sem fer.

Charlottu kann ekki að meta,
Krystaltær skoðun er heðan.
Að sigra þó sýnist mér geta,
svona hérumbil strípuð að neðan!


mbl.is Eurovision: Allt nema 16.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

16. sæti!?

Úffpúff!
Miklu leiðnlegra lag en undanfarin tvö ár allavega, en inn fór það semsagt!
Mercedes + hópurinn hlýtur að vera einnkum og sér í lagi glaður núna með þetta!
en annan daginn í röð spáði ég rangt, United vann Meistaradeildina og Ísland fór áfram í Evróinu!
En ekki þýðir að leggja upp laupa, allt er þá er þrennt er, spáin fyrir laugardaginn er jú að sja´lfsögðu 16. sætið!
En einhverjir veðbankar voru búnir að spá jafnvel 8. sæti!
Sjáum til.
En nú segjum við bara þangað til á laugardaginn, eins og Sylvía Nótt...

....Til hamingju Ísland!!!


mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörgu já ýmislegt til lista lagt!

SVo hún er í þessu líka ektakvinna Grétars já!
Og við ýmislegt fleira hefur hún fengist.

Samið hefur lagaljóð,
líkast til já nokkuð mörg.
Dæmist bara dável góð,
Dávaldurinn Ingibjörg!

SVo er hún bloggari líka.

En ég held nú að engin breyting verði á, dáleiðsla dugi ekki til né önnur meðul svo þetta lagleiðindi fari áfram!
En mér gæti alveg skjátlast, það gerðist furðulegt nokk í gær er spá mín um sigurvegara í úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta brást!
Sjáum til.


mbl.is „Dávaldur“ með í för
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nöldur niður á við!

Stundum verður maður dálítið undrandi á málflutningi kjörinna fulltrúa þjóðarinar á alþingi, en þó ekki kannski þegar nánar er að gáð.
Svo er með þessi ummæli eins af nýju þingmönnum D-listans, þau eru satt best að segja vanhugsuð og já eiginlega kjánaleg!
EF það er einhver sérstök "vinstristwefna" að horfa gagn´rýnum augum á og meta hagsmunina til eða frá með að hefja þessar veiðar og fá þessa niðurstöðu, að meiri hagsmunum sé fórnað fyrir minni, þá mætti alveg halda því fram með sömu rökum að allavega hluti flokksins sem Jón sjálfur er í, sé með slíkt "Niðurtalsnöldur" og það meira að segja gagnvart öðrum félögum í sama flokki!
Samtök iðnaðarins hafa svo lengi sem ég man predikað að Ísland ætti að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, það þjónaði ekki bara eigin hagsmunum, iðnaðinum, heldur þjóðinni í heild!
þar innanborðs eru sem kunnugt margir frómir D menn og hafa alltaf verið.
En forysta flokksins og stefna hans hefur verið alveg hörð í andstöðu við þetta sjónarmið og þar hefur einmitt hinu margkveðna viðkvæði óspart verið hampað, "Að við værum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni að ganga þarna inn"!
Stefna D hefur þá alveg á sama hátt verið "vinstrisinnuð" og talað niður atvinnustarfsemi á vegum iðnaðarins!
Eða hvað?
Nú veit ég auðvitað ekkert hvar Jón Gunnarsson stendur í þessu gagnvart Evrópusambandinu, en svona málflutningur er nú rislítill finnst mér!
Fleiri dæmi væri líka alveg hægt að taka og ætli t.d. margir af fórkólfum ferðaþjónustunnar og athafnamenn t.d. í Bretlandi myndu ekki lyfta brúnum ef Jón sakaði þá um slíkt "vinstrisinnaðaraniðurtal" ef þeir gagnrýna veiðarnar, sem þeir hafa einmitt reyndar margir gert!
Mér finnst þetta niðurdrepandi eiginlega og þá kannski ekki síst fyrir ríkisstjórnarsamstarfið, en hvur veit nema Jóni ásamt Sigurði Kára nokkrum og fleiri, langi bara til að komast úr stjórn, láta Völvu vikunnar hennar Gurríar reynast samspáa!?
mbl.is Vinstristefna að tala niður atvinnulífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meistaraheppnin lætur ekki að sér hæða!

Jamm, líkt og '99 þurftu leikmenn Man. Utd. á sannarlegri meistaraheppni að halda til að sigra og Liverpool sömuleiðis 2005, þó sigur Rauða hersins gegn Milan hafi nú verið mun makalausari!
Svo má segja, að Chelsea hafi verið sjálfum sér verstir kannski, misnotuðu mörg færi, en óheppni fyrirliðans í vítaspyrnukeppninni var þó auðvitað rosaleg, að renna til í skotinu eftir að markið blasti við, Zar farin í rangt horn!
En svona er nú bara boltinn, sem ég hef margoft sagt áður, en það toppaði nú alveg kaldhæðnina að fyrrverandi leikmaður bæði Liverpool og Arsenal, Amelka skildi misnota vítið sem réði úrslitum!
En ákveðnum útvöldum Manchester Unitedáðdáendum (þeir vita hverjir þeir eru) óska ég bara innilega til hamingju, heppnin var ykkar megin í kvöld og þá er bara ekkert hægt að nöldra yfir því!
mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Önnur hlið á sama pening"!

Já, þetta er enn ein útgáfan af svæsinni svikamyllu, til að hafa fé af saklausum netverjum.
Hins vegar skil ég ekki alveg hví sérstök ástæða er til að vara við þessu og gera úr vþí frétt, því ég held nú að meginþorri þeirra sem á annað borð fá þennan póst eigi nú þrátt fyrir Barnahjálp sameinuðu þjóðana, að átta sig á að ekki er allt með feldu. Fregnir af skyndilegri fuglaflensu ættu auk þess að hafa borist eftir öðrum leiðum en einvherjum tölvupósti, það segir sig nú sjálft.
Góð þumalputtaregla er annarrs, að opna helst og þá ekki einu sinni textasvæðið, í skeytum sem maður þekkir ekki. EF ég ætti að taka mark á skeyti sem þessu, þyrfti það að vera merkt einhverjum ákveðnum starfsmanni sem ég þekkti fyrir, til dæmis vegna þess að ég styrkti eitthvert ákveðið starf sem hann ynni við.
En sem ég segi, ef einhver ókunn skeyti á annað borð sleppa í gegnum nálarauga netsíunnar, þá er því bara eytt samstundis og forvitni ei látin ráða!
mbl.is Varað við tölvupósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveðskaparsamtíningur!

Hef að undanförnu vísnafæti víða drepið niður og koma hér nokkur sýnishorn af hnoðinu, hefðbundnar ferskeytlur í fjórum línum sem limrur!

Hjá fröken “Hjólaferð”.

Kristín Einarsdóttir Þjóðfræðingur með meiru er ein af mínum bráðskemmtilegu bloggvinkonum, hjolaferd.blog.is.
Hún ferðast stundum hratt og víða og þá oftar en ekki á reiðhjólinu sínu, sem hún á sumrin flytur alla leið oftar en ekki til Ítalíu með ferðafólk í skipulagaðr ferðir. Kringum páska var hún hins vegar bara í skemmtiferð á Tenerife í sjó- og sólböðum m.a., en fyrr en varði aftur komin heim og alla leið í leiðangur til Hóla! Þá varð til þessi litla en dýrt kveðna vísa, sem ég skutlaði á hana.

Sæl varst í sólu að dóla,
Í suðri og spranga upp póla.
En gast ekki hjólað til Hóla,
Að heimsækja frægan skóla!?

Hjá Heiðu Þórðar:
Heiða er aðdáunarverð dama og skemmtileg, sem manni er auðsótt að blaðra út í eitt við.
Henni er stundum tíðrætt um afturenda sinn og annara, en ég er auðvitað mikill aðdáandi hennar elskulega, eins og eftirfarandi vísa og svo limra gefa vel til kynna og raunar sýna vel mína aðdáun yfir höfuð á “Stelpurassgatinu”!

Engan hátt er eðlileg,
Ynnsta hjartans hvötin mín.
En glaður myndi Geiri ég,
Gerast Rassgatssessan þín!

Pæling Heiðu mjög svo skemmtileg um perurassa, varð svo kveikjan að þessari limru.

Þú ert hreint ekkert hlass,
Heiða, né leiðindaskass.
Heldur forkunarfríð,
Feimin og blíð
Píka með perurass!

Jenný Anna játar “Framhjáhald” hjá Ólínu!

Hún mín elskulega Jenný Anna játaði já “Framhjáhald” er önnur bloggvinkona, Ólína Þorvarðar, var aðeins í einni færslunni að rifja upp tillögu sína í borgarstjórn reykjavíkur með Nýjum vettvangi, að loka götunum kringum Austurvöll.
Sagðist Jenný hafa kosið Ólínu eitt sinn í stað gamla góða Alþýðubandalagsins. Þá kom þessi.

Hérna játar hispurslaus,
Hátt þótt kosti gjaldið.
Jenný að sér “köld” sér kaus,
Konu í framhjáhaldið!

Hjá “Klámdrottningunni” Helgu Guðrúnu!

Helga Guðrún Eiríksdóttir blaðakona í Englandi, kallar ekki allt ömmu sína og er stundum lítt öðru klædd en “brók og brjóstahaldi”!
Um daginn brá hún undir sig betri tánni og birti nokkrar klæmnar vísur, bloggheimi auðvitað til mikillar gleði og þar brá hann Geiri ég líka aðeins á sprett á “klámfáknum”!Létt sér hérna leikur nú,
Lífsreynd gömul sveitapía.
Helga Guðrún, “Hot ‘n’ Blue”,
Hefur klámið upp til skýja!

Og nokkuð svo “rök” limra!

Ein skvísa í skautinu blaut,
Skelfingar upplifði þraut.
Um hennar blygðunarbarma,
Bólgna og varma
Hirti ei hrjótandi “Naut”!

Meðan á “klámveislunni” stóð, var Helga Guðrún um tíma ein á heimilinu, eiginmaðurinn Einar fjarri. Svona gat ég ímyndað mér endurkomu hans.

Þegar Einsi aftur snýr,
Uppfullur af þrá.
Ansi verður Helga hýr
Og HOLDVOT innanfrá!

Og frúnni aðeins síðar til “ertingar”.

Helga Guðrún, heldur betur,
Hér er laus í rásinni.
Á sér sitja ekki getur,
Alveg tryllt í “Gásinni”!

Að lokum af slíkum “vafasömum” kveðskap hjá H.G. blekpenni.blog.is, þá féllu þessar hendingar um nokkuð svo strangtrúaða bloggvinkonu hennar rósu að nafni, er býr við Vopnafjörð og hafði aðeins lagt orð í vísnabelgin “blauta”!

“Drottin ver mitt leiðarljós,
Svo ljúfust ástin dafni”.
Þannig biður Rósa rós
Og ríður í Jesú nafni!

Margt fleira mætti reyndar svo tína til, en þetta nægir að sinni.


Heillaósk!

Ég hef sagt það áður, að fáir öðlast eins mikla virðingu í mínum augum og fólk sem af heiðarleika og gæsku berst fyrir hugsjónum sínum!
Skiptir þá oftar en engu þótt ég sé ekki endilega sammála öllu sem viðkomandi berst fyrir eða vill koma til leiðar, ég get bara ekki annað en borið takmarkalausa virðingu fyrir fólki sem berst heiðarlega!
Og það á sannarlega við um hana Láru Hönnu og rúmlega það!

Til hamingju háttvirta Lára,
hugumstóra og klára.
Með síst of sætan,
sannan og mætan
Áfangasigur án sára!


mbl.is Telur álit Skipulagsstofnunar stóran áfangasigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsað upphátt um hagsmuni, bardaga við vindmyllur, "Sól að morgni" og sitthvað fleira!

SVo langt er um liðið frá því ég fór fyrst að lesa greinar tengdar þessari miklu vá sem stafræna byltingin var í augum ýmisa hagsmunaaðila í Bandaríkjunum ekki hvað síst, að ég man það ekki lengur.
En 15 til 20 ár er örugglega ekki fjarri lagi.
Fyrir tíma fyrstu skráaskiptasíðunnar (ef ég man rétt) Napster, höfðu rétthafar tónlistar ekki hvað síst, lengi rekið áróður gegn upptökum á snældur, flestir sem eru komnir á góðan fullorðinsaldur muna enn eftir myndunum sem prentaðar voru t.d. inn á svunturnar á LP plötunum, svona sjóræningatákn þar sem kassetta var í íki hauskúpu í sjóræningjatáknmyndini (með krosslögðum beinum fyrir neðan) VArnaðarorð svo prentuð fyrir neðan um hve slík yðja væri vafasöm.
Vandamáli lengst af síðar með að ná lögum yfir Napster og aðra slíka sem á eftir fygldu og fylgja enn, var og er kannski enn, að hugmyndin sem slík, forritið sem verkfæri í tölvunni er í alla staði löglegt sem slíkt og hinn mikli og áhrifaríki frjálsi vilji yrði skertur ef bann yrði sett. Þar að leiðandi var allavega nær ómögulegt að koma lögum yfir eitthvað sem löglegt var að nota, þótt í notkuninni fælist að næla sér í tónlist með meiru án þess að eigendur og rétthafar fengju neitt fyrir sinn snúð eða fengju lengi vel rönd við reist.
Að lokum mun þó í tilfelli Napster allavega einhverjum lögum hafa verið komið yfir forsprakka þess svæðis og henni í kjölfarið hafa verið breytt í löglega gagnvirka síðu. (ef ég man rétt, verð aftur að taka það fram, hef ekki alveg verið að fylgjast svo grant með þessu í seinni tíð)
En menn snúa ekki svo glatt við tímans hjóli, aðrar síður samanber þetta Torrentdæmi og t.d. Kasa (lite) hafa síðar komið til sögu meðal ótalmargra annara þar sem samfélög hafa smátt og smátt myndast kringum slíka "Glæpastarfsemi" sem slík yðja strant tiltekið er.
Við Íslendingar auðvitað ekki látið okkar þar eftir liggja, altaf sama gamla og góða ólöghlýðna hyskið, Deili t.d. muna menn upplaust eftir enn á undan Torrentis m.a.

Ekki fyrsta orustan sem tapast.

Eins og í Ameríku og víðar hafa íslenskir hagsmunaaðilar róið að því öllum árum að gæta síns fés eins og þar stendur og stundum bara verið ansi duglegir við það.
Lengi vel var maggi karlinn Kjartans andlit STEFs út á við með skáldið í Skerjafirðinum, Kristján Hreinsson, sem sinn aðstoðarkokk. magnús var já oft ansi harður og náði ásamt þá (og líkast til enn) stærsta hljómplöturamleðandanum Skífunni, því fram sem frægt varð um skeið, að sérstakt gjald var lagt á hverja selda geislaskífu ætlaða til brennslu, sem og með tónlist allavega, sem rann EINGÖNGu til þeirra! Myndrétthafar og fleiri fengu hins vegar ekkert af þessu gjaldi til sín fyrr en síðar.(svipuð gjaldtaka á kassettum og myndbandspólum var þó hygg ég komin til fyrr og var viss fyrirmynd af þessu gjaldi)
Í þessu gjaldi fólst á móti viðurkenning á að kaupandi geislaplötu ætti rétt á ef hann þá gæti, ætti tölvu, að búa sér til afrit og það ein þrjú eintök ef ég man þetta rétt og var samkvæmt höfundarréttarlögum.
Árið 2002 gerist það hins vegar (og aftur slæ ég þann varnagla og segi, ef ég man rétt!) að með útgáfu nýjustu plötu kóngsins bubba Morthens, Sól að morgni, er brotið blað í útgáfusögu á Íslandi, en á plötunni er sérstakur lás innifalin sem koma á í veg fyrir afritun eða sporna við henni. Þó fylgir í hverju eintaki sérstakur kóði sem inn á heimasíðu Skífunnar á að vera hægt að nota til að spila plötuna í tölvunni, sem ella væri ekki lengur hægt. Á svipuðum tíma kemur svo á markað hér ný plata með Celine Dion, sem á sama hátt var fyrsta erlenda platan með lás hér á markaði.
Eins og margir muna, þá reyndist nú lás þessi hins vegar ansi haldlítill og var allavega í upphafi hægt einfaldlega að komast fyrir hann með því að krota yfir hann á skífunni, því hann sást þar. Fleiri aðferðir voru þó strax ljósar og sýndu að þessi vegferð var kannski ekki alveg nógu vel hugsuð, t.d. að mörg tölvugeisladrif voru ekki bara ætluð til að nýtast með hugbúnaði heldur til sjálfstæðrar spilunar, þannig að þau skynjuðu ekki þessa hindrun sem lásinn átti að vera og því hægt að fjölfalda. SVo var auðvitað hægt líkt og áður á dögum LP plötuupptaka á snældur, eða af snældu á aðra slíka, bara einfaldlega hægt að spila plöturnar beint af venjulegum geislaspilara yfir í tölvurnar með hjálp góðra snúra og hljóðkorta, svo engin bylting í baráttu rétthafa var í raun að ræða.
Betrumbætingar á lásum og aðrar aðferðir komu þó til og hafa komið, bæði fyrir tónlistar- og DVDskífur, en sem fyrr hefur þetta verið takmörkuð vörn líkt og annað er varðar slíkt á víðáttum netsins.
Barátta STEFs var svo auðvitað vafasöm, vildi bæði geta sleppt og ahldið, þ.e. að gjaldtakan yrði áfram af skífunum, en jafnframt að afritunin yrði takmörkuð og helst útilokuð!?
Slíkt gengur og hefur auðvitað ekki gengið upp, sem og að aðrir hafa með tímanum lika fengið skerf af gjaldinu. (sem var auðvitað bara hneyksli út af fyrir sig að skildi vera sett á einum litlum hagsmunahópi til góða!)
Allt of mikið kapp varð semsagt til að STEF tapaði eiginlega orustunni ásamt Skífunni auðvitað líka og hætt var hygg ég alveg að koma þessum lásum fyrir sérstaklega á plötum frá því fyrirtæki.
Ýmis rök og meintir útreikingar á sölusamdrætti vegna brennslu og netskráarskipta, hafa svo nær alltaf reynst vafasöm, sannleikurinn sá að nær ómögulegt er að festa fingur á hvort og þá hversu mikið slíkt hefur áhrif.
Bara sú staðreynd ein, að sá einstaklingur til dæmis sem fær plötu að láni og afritar hana sé þar með eyrnamerktur sem "tapaður kaupandi" er della, því ekkert rökstuddi þar með að viðkomandi hefði endilega keypt þá sömu plötu! RAunar þekki ég dæmi alveg öfugt, að margir hafa einmitt eignast fyrst slík afrit, en ákveðið svo að kaupa "alvöru" eintak út í búð.

Fleiri dæmi væri líka hægt að nefna sem rýrt hafa málflutning hagsmunaðila eins og STEF, en eins og sést á þessum síðustu tíðindum þá höndla þeir sín mál ekki sem skildi, vilja seilast full langt sýnist manni í baráttunni, vanda sig ekki og tapa því orustu eftir orustu og það jafnvel þótt hálærðir lögspekingar eins og Eiríkur tómasson séu í brúnni!
Held ég að ef hægar hafi verið farið í sakirnar á sínum tíma og strax hefði verið reynt að vinna almenningsálitið á sitt band varðandi skilning á rétti og fleiru, hefðu þessi mál spilast betur fyrir STEF til dæmis.
Verðlagningarmál eru svo angi að sama meiði og kvetja neytendur ekki beinlínis til skilnings, plötuverð óvíða hærra en á Íslandi og gamlir draugar meira að segja að vakna upp í þeim efnum, mismunun milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis í verðlagningunni hjá a.m.k. einum aðila, Pennanum!
Meðan svona er, þá er það bara ekkert óeðlilegt að hinn almenni tónlistar- og/eða kvikmyndaáhugamaður nýti sér allar leiðir sem eru færar til að útvega sér sitt "Andlega fóður" og það "ólöglega" eða ekki!
Margt fleira gæti ég nú sagt vegna þessara málalykta fyrir Hæstarétti gegn istorrent og þær mörgu hliðar sem snerta þessi mál öll, en hætti hérna.


mbl.is Aftur lögbann á Torrent.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband