Nöldur niður á við!

Stundum verður maður dálítið undrandi á málflutningi kjörinna fulltrúa þjóðarinar á alþingi, en þó ekki kannski þegar nánar er að gáð.
Svo er með þessi ummæli eins af nýju þingmönnum D-listans, þau eru satt best að segja vanhugsuð og já eiginlega kjánaleg!
EF það er einhver sérstök "vinstristwefna" að horfa gagn´rýnum augum á og meta hagsmunina til eða frá með að hefja þessar veiðar og fá þessa niðurstöðu, að meiri hagsmunum sé fórnað fyrir minni, þá mætti alveg halda því fram með sömu rökum að allavega hluti flokksins sem Jón sjálfur er í, sé með slíkt "Niðurtalsnöldur" og það meira að segja gagnvart öðrum félögum í sama flokki!
Samtök iðnaðarins hafa svo lengi sem ég man predikað að Ísland ætti að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, það þjónaði ekki bara eigin hagsmunum, iðnaðinum, heldur þjóðinni í heild!
þar innanborðs eru sem kunnugt margir frómir D menn og hafa alltaf verið.
En forysta flokksins og stefna hans hefur verið alveg hörð í andstöðu við þetta sjónarmið og þar hefur einmitt hinu margkveðna viðkvæði óspart verið hampað, "Að við værum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni að ganga þarna inn"!
Stefna D hefur þá alveg á sama hátt verið "vinstrisinnuð" og talað niður atvinnustarfsemi á vegum iðnaðarins!
Eða hvað?
Nú veit ég auðvitað ekkert hvar Jón Gunnarsson stendur í þessu gagnvart Evrópusambandinu, en svona málflutningur er nú rislítill finnst mér!
Fleiri dæmi væri líka alveg hægt að taka og ætli t.d. margir af fórkólfum ferðaþjónustunnar og athafnamenn t.d. í Bretlandi myndu ekki lyfta brúnum ef Jón sakaði þá um slíkt "vinstrisinnaðaraniðurtal" ef þeir gagnrýna veiðarnar, sem þeir hafa einmitt reyndar margir gert!
Mér finnst þetta niðurdrepandi eiginlega og þá kannski ekki síst fyrir ríkisstjórnarsamstarfið, en hvur veit nema Jóni ásamt Sigurði Kára nokkrum og fleiri, langi bara til að komast úr stjórn, láta Völvu vikunnar hennar Gurríar reynast samspáa!?
mbl.is Vinstristefna að tala niður atvinnulífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 218005

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband