Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Jamm, fríður er flokkurinn, en...!

..þarna eru ekki margir sem í mínum huga koma virkilega til greina,góður slatti til dæmis tengdur eða hefur verið í flokkum og farið í prófkjör eins og Gísli T, Hjörleifur H. og Ragnar Jör. Minn kæri Fésvinur og rúmlega það, hann Fúsi Arnþórs, getur heldur ekki þvegið af sér stimpil framsóknar, nema ef hann gæti gerst alvöruþenkjandi?!
Það veit ég þó um einn umsækjanda, að í fljótu bragði og án mjög ábyrgrar skoðunnar á öðrum, hefur án minnsta vafa, yfirburða- og fjölþætta þekkingu svo leitun er að öðru eins!
Hvort hann fær hins vegar "Djobbið" er annar handleggur, ekki sjálfgefið að þeir bestu séu alltaf útvaldir, þannig að ég læt vera að nefna umsækjandann!
mbl.is 53 sækja um stöðu bæjarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Akureyri!

Hér sannast meir og meir,
sem meitlað væri í leir
hve mikils máttar
og meiriháttar
Gott er að heita...GEIR!

Farnist svo nafna og öðrum fulltrúum L-listans sem allra best í komandi verkefnum og við stjórnun bæjarins!


mbl.is Geir forseti bæjarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HM - Hátíð í bæ eða "helvítis ergelsi?!"

Stórdagur er runnin upp, Heimsmeistarakeppnin í fótbolta karla að hefjast í S-Afríku, fyrsti leikur heimamanna gegn Mexikó kl. 14 í dag!
Frakkland og Urugvæ mætast svo í kvöld í seinni leik riðilsins!
Alls 64 leikir sem fram fara á um mánuði, allir sýndir beint, 46 á Rúv, 18 á S2sport2.

Gleði er þetta ómæld fyrir tugþúsundir landsmanna og hundruðir milljóna um allan heim, hátíð já í bæ, en sömuleiðis setur margur landin upp skeifu og hreinlega umsnýst af gremju og ergelsi, því til að mynda verða fréttir nú á næstunni alltaf kl. 18 í stað 19, því seinni leikur dagsins er jafnan kl. 18.
Á niðurskurðartímum þykir svo sömuleiðis bara hneyksli að peningum sé eytt í þetta "boltabrölt", en ætli dæmið komi ekki bara út í plús á endanum, styrktaraðilar og auglýsingar lágmarki allavega kosnaðin? Ég held það.

Þeir sem ekki hafa áhuga og láta keppnina svo fara í taugarnar á sér eiga nú samt að eyðilegga ekki fyrir sér sumarið með nöldri, margt hægt að gera án gláps og þeir sem vilja glápa á HM eiga bara að fá að gera það í sæmilegum friði!
En um þessa tvo fyrstu leiki, þá held ég að heimamenn nái jafntefli í það minnsta, en erfiðara er að spá um F og U.Gæti farið á hvorn vegin sem er, en giska á að Frakkarnir hafi þetta með harmkvælum!

Spánn, Brasilía og England eru svo þær þjóðir sem mér finnast langlíklegastar til að vinna keppnina, en Argentina, ríkjandi meistarar Ítalíu, þýskaland, portúgal og Fílabeinsströndin auk kannski Serbiu, eru þjóðir sem líka gætu farið langt.
Það held ég nú!


mbl.is Auðveldast að mæta Englendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Synd að sigra ekki á 95 ára afmælisdeginum!

Íþróttafélagið ÞÓR er 95 ára í dag!
Sigur hjá strákunum hefði því verið kærkomin afmælisgjöf og góður meðbyr fyrir framhaldið eftir leiðinda þjálfaraskipti á dögunum.
Miklir yfirburðir og næg færi, en svona er boltin sem endranær, það verður að nýta færin og Þórsarar hefðu greinilega átt að vera búnir að skora fleiri mörk áður en Skagamönnum tókst að jafna.
En engu að síður, til hamingju með bdaginn Þórsarar!
mbl.is ÍA og Þór skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hve glöð er vor (Framsóknar)æska...og gáfuleg!?"

Núna ég aftur og enn,
allur í skinninu brenn
af íllkvittniskæti,
kann mér ei læti
Slík fífl eru framsóknarmenn!
mbl.is Mótmæla ásökunum þingmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband