Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Já, fyrsti stafurinn í orðinu fótbolti er F!

Og hvað með það? Jú, sjáið þið til, Íslandsmótið í fótboltanum hófst um sl. helgi og það með látum! Rúmlega 20 mörk skoruð í fyrstu umferðinni og allt á útopnu. Ekki alveg sama fjörið í annari umferðinni sem spiluð var á þriðjudags- og miðvikudagskvöldið, en samt hörkufjör og bendir ekkert til annars en þetta mót með nú 12 liðum verði hið skemmtilegasta. En semsagt, fyrsti stafurinn í fótbolta er F og svo vill skemmtilega til, að einn þriðji liðana í deildinni heita nöfnum sem einmitt byrja á F! Og.. þrjú af þeim byrja svo í ofanálag með látum, hafa unnið báða fyrstu leikina, Fram, FH og Fjölnir! Þessi byrjun kemur kannski ekki mjög á óvart hjá FH, liðið verið í fremstu röð í mörg ár sem kunnugt er og kannski ekki heldur með Fram miðað við góða frammistöðu í innanhússleikjunum í vetur og vor. En byrjun Fjölnis kemur vissulega á óvart og það þótt liðið hafi slegið í gegn í fyrra, farið upp og svo náð alla leið í bikarúrslitaleikin, þar sem liðið tapaði naumlega fyrir FH í framlengingu.Sigurinn á KR var auðvitað sérstaklega athygliverður og til frásagnar. SVo er auðvitað gaman fyrir norðlendingin að segja frá því og sjá, að þjálfarar liðana eru héðan og báðir manni kunnugir frá gamalli tíð. Toddi til skamms tíma skólabróðir í VMA og Ási, Ásmundur ARnarson, fylgifiskur margra minna vina í fótboltanum frá því hann var polli.(eðalmennið faðir hans, Arnar Guðlaugs þjálfaði m.a. marga yngri flokka Þórs í handbolta og vann með þeim einhverja titla) Virkilega gaman að sjá þessum drengjum ganga vel og vonandi verður svo áfram. Liverpoolklúbburinn. Svo má ég til með að gleðjast líka fyrst fótbolti er hér á dagskrá, að annar gamall skólabróðir, frændi og eðalmenni með meiru, Árni Þór Freysteinsson, var í vikunni kjörin í varastjórn Liverpoolklúbbsins. Það þykir mér nú bara stórfrétt og litlu minni en að frændi hans og minn líka, Heimir Örn handboltakappi Árnason, hafi verið útnefndur leikmaður ársins og hann svo haldið upp á það með því að ganga aftur í Val. (hann og Árni Þór bræðrasynir) Maðurinn sem reyndar tapaði fyrir árna og fyrstu konunni sem kemst í stjórn hjá klúbbnum, heitir reyndar líka kunnuglegu nafni, Héðinn Gunnarsson, eða því sama og enn einn gamall skólabróðir og æskufélagi, en ei veit ég hvort þetta er sá Héddi sonur Ninnýjar sem ég þekkti!?

Og Hanna Birna og Gísli Marteinn eru auðvitað sammála því!?

Nú eða Villi karlinn?
Þetta er nú eiginlega bara brandari og raunar drepfyndið að þetta skuli vera gert að frétt hér á Mbl.is!
Ekki beinlínis undrunarefni að traustið sé dvínandi á D listanum í borginni þessi síðustu dægrin og ekki vill það batna!
Og ekki er Hr. Snæhólm tryggur sínum gamla herra, sem hann þó kepptist við að mæra og mása upp í fésið á fyrir örfáum mánuðum, en kannski hefur hann nú fengið loforð um bitling hjá nýjum herra ef hnossið verður hans!?

Sjón er sögurík,
"Sirkús Reykjavík".
Engu öðru lík,
Asnapólitík!


mbl.is Lýsir stuðningi við Júlíus Vífil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnleysa!

ER ekki fyrr búin að fjasa yfir nýráðningum á íþróttadeild RÚV, en fleira verður tilefni slíks!
Nýr markaþáttur er komin á dagskrá hjá Sjónvarpinu, Bang og mark!? Nýjabrumið hreinlega lekur af þessu finnst ykkur ekki?
Í alvöru, þá er þetta alveg hryllilega ljótt og lélegt nafn, eða nafnleysa öllu heldur, því engin hefð er fyrir þessu í málinu að taka svona til orða svo ég muni allavega.
"Skot og mark" hefði hins vegar verið í fínu lagi, löng hefð fyrir því orðalagi.
Ætti helst að breyta þessu snarlega.

Allt er breytingum háð!

Já, sjálfsagt komin tími á garpin og nafna minn Einarsson, sem svo reyndar vill til að sumir hafa einmitt verið að gagnrýna í mín eyru að væri nú orðin ansi lúin þarna á morgnana á rás tvö. Og hvað gerist,jú karlin bara færður til!
Félagi Bubbi og fleiri hafa því verið "bænheyrðir" eða þannig!
Og meðan ég man,

Til lukku með daginn Hr. B.!

matti er já velþekktur og reyndur bæði af X-inu og XFM, en söngfuglin hana Heiðu þekki ég ekki sem útvarpskonu.
Man hins vegar vel þarna fyrir rúmum þremur árum, að hún laut í lægra haldi fyrir Hildi Völu í þessari Idolkeppni, sumum að minnsta kosti til mæðu í minni fjölskyldu og víðar.
SVo keppti hún í Evróvision allavega fyrir tveimur árum minnir mig og vakti þá ekki síður athygli skildist mér fyrir efnislítin klæðnað en söngin!
En vonandi hressa þessir krakkar bara upp á rásina auk "Villinganna" Dodda litla "Suðurnesjatrölls" og Andra Freys rokkhunds með meiru að austan! Hinir síðarnefndu munu eflaust eitthvað hrista upp í lýðnum, hafa nú gert það áður.


mbl.is Miklar breytingar á Rás 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karen, Ó Karen!

Já, er það ekki bara, eiga ekki að minnsta kosti Sjallarnir að taka núna upp nýja útgáfu af Evróvisíonlaginu hans Jóa helga sem Bjarni Ara söng um árið og að sjálfsögðu með undirleik hins nýja meðlimsins í flokknum, bæjarstjórans sjálfs á nikkuna!?
Þetta segir sig nú eiginlega alveg sjálft já!
En hvaða vangaveltur þetta eru með mælin og dropan, er hins vegar ekki alveg á hreinu hérna, kannski strax komin áfreiningur um hvort það hafi verið orð nafna míns Þórs í andstöðu við flóttamannainnflutningin eða þessi tillaga Bjarkar hinnar spöku og annara í minnihlutanum í Reykjavík?
Og svo lðíka þetta með "að vera áfram gamli góði jafnaðarmaðurinn þótt í D flokkin sé gengin".
Skildi vera hægt bara sísvona rétt til að borga flokksgjöldin annars staðar, vera hægt að skipta um flokk, en bara alls ekkert um skoðanir?
Jú, asnaleg spurning líkast til, í pólitík er allt hægt annað fyrst aftur og aftur er hægt bara að snúa baki við kjósendum sínum og því framboði sem maður var kosin fyrir.
Væri ekki eðlilegra bara að taka upp einmenningskjördæmi svo svona einstaklingsframtak heyrði sögunni til, allavega að prófa það í einhverjum mæli og þá fyrst svona á sveitastjórnarstiginu?
Eða þá að breyta kosningalöggjöfinni svo einstaklingar gætu ekki sniðgengið framboð sín svona og kjósendur þegar og ef þeir fara í fýlu eða af öðrum ástæðum.
mbl.is Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár færeyskar og fleira gott!

tími komin á að uppfræða umheimin um minn stórkostlega og fjölbreytta tónlistarsmekk, svona eins og ég hafi aldrei gert það áður eða þannig!
En fjölbreytnin er að sönnu nokkur þessa dagaana og það bæði af nýjum og eldri verkum.
Þrjár eiga já það sameiginlegt að vera með hljómsveitum frá Færeyjum, en hjá okkar góðu grönnum hefur orðið gríðarleg framþróun í tónlistarútgáfu á síðastliðnum árum.
til marks um það, eru þessar þrjár plötur hver annari ólíkari innbyrðis, en allar mjög skemmtilegar.
Fyrst má þar nefna sveitina Valravn með samnefda plötu frá sl. ári. Aldeilis flott nútímaheimstónlistarpopp sem svipar til dæmis nokkuð til Bjarkar þar á ferð, en með sterkum þjóðlagaáhrifum frá fyrri tíð í bland. ERu þarna til dæmis alveg hörkugóðar túlkanir á hinu sígilda Ólafi riddararós og okkar íslenska þjóðkvæði, Krummi svaf í klettagjá!
VErður betri og betri með hverri hlustun þessi og ekki skrítið að hún hafi hlotið mikla athygli og fengið viðurkenningar!

Í öðru lagi er það svo næstnýjasta platan frá Íslandsvinunum miklu í týr, sem eins og mörgum er enn í fersku minni, slógu rækilega í gegn með Orminum sínum langa 2004 minnir mig eða svo.
Ragnarök nefnist gripurinn og kom 2006, stigvaxandi rokkverk sem mér finnst skemmtilegri og einfaldlega betri en ég bjóst við fyrirfram.
Mikil spenna er svo fyrir nýju skífunni frá þeim, Land, sem er að koma nú, en þar verða þjóðlög frá heimalandinu auk Íslands og Noregs held ég íka, í ýmsum túlkunarbúningum.
Síðast en ekki síst er það svo fyrri platan af tveimur með blúsbandinu Gogo blues sem um ræðir, sem kom 2004, en aðra til, Face To Face With The Devil, gáfu þeir líka út áður en þeir hættu svo fyrir nokkru.
Þessir félagar voru hygg ég hér á landi til skamms tíma í FÍH og höfðu greinilega gott af, þrusufín blúsplata sem sver sig til dæmis í ætt við margt úr breska blúsnum.

Ein skífa til sem heillað mig hefur svo sl. vikur, er síðasta platan frá Jeff blessuðum Healey, sem lést sviplega fyrr á þessu ári langt fyrir aldur fram.
VArt hafði reyndar rekunum verið kastað, en platan, Mess Of blues kom út, en hún geymir m.a. ýmsar skemmtilegar tónleikaupptökur þar sem elsku strákurinn fór á kostum í túlkunum á lögum manna á borð við Freddie King, Fats Domino, Neil Young, the Band og fleiri.
Mjög skemmtileg, en viss tregi sem fylgir því að vita kappann fallin frá fyrir svo stuttu.

Dróg svo fram geislasafnskífuna með honum Óda heitnum Vald, Óðni Valdimarssyni, er nefnist Er völlur grær nú um helgina, en það kom út 2004.
EFtir allt hafaríið og lætin vegna útgáfu Bubba og Björns Jörundar á Ég er komin heim, sem fólk var nú ekki of hrifið af margt hvert, langaði mig bara að rifja þetta lag upp með karlinum auk fleiri.
Held líka að sitthvað sé nú satt í því sem "Skrattakollurinn" SVerrir Stormsker hefur verið að tjá sig um að undanförnu, að miklu meir mætti heyrast með þessum eldri gömlu og góðu söngvurum í stað þess að hinir yngri fái óskipta athygli na´nast og´græði á að endurvinna þessi lög.
Hætti mér annars ekki frekar inn í þessa umræðu og reyndar var ég nú ekki alveg sáttur vi hörkuna í Sverri gagnvart sumum starfsfélaga sinna í umræðunni, en það er nú önnur saga.
En Óðin var tvímælalaust einn af okkar eftirminnilegri söngvurum og á svipaðan sess að mínu mati skilin sem Rúnar Gunnars, Vilhjálmur Vilhjálms m.a. sem einn af þeim allra eftirminnilegustu!

Hitt og þetta hefur svo líka verið í náðinni hjá manni að undanförnu,blúsgítarsnillingurinn Debbie DAvies til dæmis og hennar mörgu góðu skífur sem ég hef verið að sanka að mér smátt og smátt auk bróður hennar í blúsnum Omari Dykes með og án meðreiðarsveinanna í The Howlers!
Wild Frontier, ein af mörgum fínum plötum vinar míns Gary Moore líka ratað undir geislan sem og síðasta platan hennar Önnu pálínu heitinnar, þeirrar yndislegu söngkonu og manneskju í alla staði, sem hún gerði með hinum norksa Draupni.
Og þannig gæti ég áfram talið..

En, maður kaupir nú ekki mikið af nýjum plötum þessa dagana, verðlagið sem aldrei fyrr út í hött hér nyrðra, komið í 2990 á nýjum skífum!
Jájá, allt hefur verið að hækka og flutningskosnaðurinn hingað meðtalin, bensínið og allt það, en álagningin hér á landi almennt á plötum er algjört rugl, svo einfalt er það!
SEgir það sitt, að engu virðist hafa skipt þó virðisaukin hafi verið lækkaður niður í 7% til samræmis við fleira andlegt fóður, verðið lækkaði ekkert!
En "Neyðin kennir naktri konu að spinna og nöktum manni að vinna", þAðrar leiðir verða þá bara að finnast og duga í staðin!


Úff, VBV líka komin á íþróttadeild RÚV! - Íþróttafréttamannarýni!

Get ekki sagt að ég hafi beinlínis stokkið hæð mðína í loft upp í fullum herklæðum sem Gunnar forðum, er Snorri STurlu var ráðin á íþróttadeildina hjá RÚv í vetur. Ekki slæmur strákur, neinei, kannast við hann af góðu einu sem slíkan frá því fyrir löngu, en einkum og sér í lagi að lýsa fótbolta er hann bara já.. eiginlega alveg vonlaus!
Og nú um daginn hýrnaði ekki beinlínis heldur yfir Eyjólfi, er skyndilega annar fyrrverandi íþróttastjóri á Stöð 2/Sýn birtist skyndilega líka á RÚVsjánum, VAltýr Björn Valtýsson!
Er íþróttadeild RÚv að breytast í einhverja reddingarmiðstöð fyrir vonlausa íþróttafréttamenn?
Annars er ég sáttur með aðHrafnkell hinn hafnfirski sé orðin yfirmaður á deildinni, hefur alltaf virkað vel á mig og alveg vel þolanlegur í lýsingum.
Vona til dæmis að ef Brittish Open verður áfram á dagskrá hjá RÚV í beinni útsendingu í sumar, þá hunskist hann sjálfur til að lýsa mótinu, gerði það vel fyrir tæpum tveimur árum og þá með Þorsteini hallgrímssyni sér til halds og trausts. á sl. sumri var hins vegar Páll Benediksson ásamt einhverjum golfkennara fengin í þetta vandasama verkefni og reyndist það einu orði sagt hörmulega!
Hvað svo varðar allt hafaríið með Bjarna Fel á undanförnum dögum, þá myndi ég fagna því ef blessaður karlinn hefði áhuga á að lýsa þó ekki væri nema einum leik og treysti sér vel í gegnum það.
Bjarni hefur reyndar ekki verið allra, það verður nú að viðurkennast þótt menn sýni honum nú virðingu. Hins vegar ætti alveg eins að safna undirskriftum í mótmælaskyni ef "nýgræðingarnir" tveir eiga að lýsa, frekar vildi ég Bjarna karlinn á alla leiki en þá á einn til samans!
Dolli dropi með þó alla sína dellu, má lýsa þessu bara með Hrafnkatli og kannski Hirti Júlíusi nú Þróttara í boltanum ef hann verður þá í vinnunni, en hann hefur vaxið mikið sem íþróttafréttamaður á skömmum tíma. Lárus Guðmunds, þann gamla markahrók ætti líka að draga fram sem og ætti hinn skeleggi fréttamaður og eðalpúlari Hallgrímur Indriðason að fara létt með að lýsa eins og einum leik eða svo, hefur lýst leikjum vel í útvarpi.
Og hver veit nema snótin huggulega með skemmtilegu framkomuna, hún Lovísa Árnadóttir,gæti sömuleiðis leyst hlutverkið líka vel af hendi, allavega í einum leik eða tveimur!
Bara ekki SS og VBV!

Ótrúlegt en satt!

Oft eru nú fyrirsagnirnar hérna á mbl.is skemmtilegar og þetta er ein, þó hljómi nú svolítið á skjön.
Í mínu ungdæmi voru símalandi börn í góðlátlegum tóni oft kölluð bullukallar auk þess sem almennt er þetta góða og samsetta orð notað um einhvern sem mælir lítt gáfulega.
Um misheppnaða innbrotsþjófa hins vegar ekki svo ég muni, en þetta gefur nú skemmtilegt tilefni til öfugmælaleikfimi!

Á sveimi áðan sá ég lúðu,
sú fór yfir hratt.
Og bullukoll að brjóta rúðu,
besti vinur, mér já trúðu.
Alveg segi satt!

Annars hef ég ekki gert mjög mikið af því að klambra aman öfugmælavísum, en er ansi skemmtilegt þegar vel tekst til.

Annars finnst mér "nýjasta dellan í bænum" einnig með ólíkindum, þ.e.þessi yfirlýsingaútsendingagleði í allar áttir!
Borgarfulltrúar, bílaumboð, borgarskrifstofustarfsmenn, fréttastofa sjónvarps, hinir og þessir og -guðmávitaekkihverjir- hella þessu YFIR já, svo varla er neitt annað í fréttum!

Spurning að gefa sjálfur út eina stóra yfirlýsingu um að lýsa frati á þennan fjanda?
Og nú er ég eiginlega búin að því!


mbl.is Bullukollur braut rúðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl í röð og reglu!

Launakjör Kobba Magg nei alls ekkert óeðlileg, SAMBÆRILEG við R-listakólf sem ráðin var 2005.
SEmsagt, eeeeen, samt er þetta sama glænýja starf EKKI SAMBÆRILEGT við önnur að vþí er virðist og því þarf Óli grey og D ekki að auglýsa það!
"Bara ef það hentar mér" söng ónefndur skemmtiflokkur ekki satt?

Áfram rúllar "Sirkús Reykjavík" og það bara endalaust!?
Ætli STuðmenn komi fram á vegum Reykjavðíkurborgar á 17. júní hátíðahöldunum?


mbl.is „Ráðning í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kobbi í klípu?

Veit ekki alveg, nema hvað borgarstjórinn er í eilífu sjálfsköpuðu klandri og vandræðagangi með sig og sitt mál!
Jabkob Frímann hefur eins og fleistir vita verið um margt farsæll sem tónlistar- og framkvæmdamaður í áratugi.Undir hans stjórn hafa STuðmenn auðvitað margsinnis á löngum ferli (með góðum hléum þó) "Skorða grimmt" hjá þjóðinni,selt fult af plötum, búið til bió og margt fleira sem gengið hefur vel, þó vissulega hafi líka sumt misheppnast.Jakob á líka sinn stóra þátt í pólitíkinni á þessu landi, fyrst og síðast sem einn ötulasti talsmaður þess að íslenskir jafnaðarmenn sameinuðust sem mest og best. Hversu vel það hefur tekist er nú álitamál, en allavega var hann frá stofnun Samfylkingarinnar þar ötull í starfi og um skeið varaþingmaður.
Að komast í fremstu röð misheppnaðist þó sem kunnugt er alltaf, honum gekk einhverra hluta vegna ekki vel í endurteknum prófkjörum.
Um brotthvarfið úr S og Íslandshreyfinguna þarf svo ekki að fjölyrða.
Jakob er áreiðanlega út af fyrir sig fínn í öll þessi verkefni og gæti til dæmis sja´lfsagt gert margt fyrir miðborg Reykjavíkur með hugmyndaauðgi sinni. En þó Sjallarnir segist jafnvel bara sáttir við þetta hafarí allt saman, finnst manni einvhern vegin eins og sutt geti verið í að allt springi, eða það séu þá virkilega engin takmörk fyirr hve vandræðagangurinn megi vera mikill!?
Spyr sá sem ekki veit!
mbl.is Spurt um ráðningu Jakobs Frímanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband