Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
7.5.2008 | 14:47
Winehouse á vondri leið.
Bloggvinkona mín hún Helga Guðrún, blekpenni.blog.is, var´örlítið að skensast með bresku söngkonuna Amy Winehouse um daginn, um leið og hún vitnaði í þekkta vísu Bólu-Hjálmars í fyrirsögninni, "Hæg er leið til helvítis".
og víst er að þessi unga kona sem svo marga hefur hrifið með rödd sinni, hefur runnið íllilega og dottið á frægðarsvellinu, svo mörgum þykir hún vera á hraðri fegðarför.
Setti ég þetta saman að þessu tilefni, örlítið breytt nú.
Ljót á tánum, laus í rás,
lífi ver til ónýtis.
Veslingurinn "Vinehás",
víst á leið til helvítis!?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2008 | 16:43
Nú er hann Jói glaður!
Hefði einhver haldið því fram við upphaf tímabilsins að SToke City myndi fara beinustu leið upp í úrvalsdeildina á komandi vori, hefðu flestir eða allir bara hrist höfuðið og sagt slíkt bara bull!
Jafnvel harðir stuðningsmenn höfðu ekki of mikla trú á liðinu, leikmannahópurinn hvorki stór né sterkur og óvissa yfir höfuð með hvernig gengið yrði. tímabilið 2006 til 2007, missti liðið að vísu á síðustu stundu af umspilssæti, en en árangur þess tímabils var samt mjög góður.
Meðal þeirra sem ekki var neitt sérstaklega bjartsýnn á gengi Stoke í vetur, var minn kæri vinur Jóhann Skúlason, búsettur í gautaborg í Svíðþjóð til rúmra tveggja áratuga, en ég held mér sé óhætt að fullyrða að meðan Stoke var enn í eigu Íslendinga á sl. áratug, varð hann einn þekktasti stuðningsmaður liðsins frá Íslandi, ef ekki bara sá þekktasti!
Hefur nánast frá frumbernsku fylgt félaginu að málum og verið óhræddur við að minna menn á hetjur liðsins á borð við Sir Stanley Matthews og Gordon Banks auk fleiri.
Óteljandi ferðir hefur hann farið til Englands að styðja sína menn og ekki látið deigan síga þótt leikirnir sem farið hefur verið á, hafi stundum tapast og það ílla!
Veit ekki betur en kappinn hafi verið á vellinum í dag og mikið lifandi skelfing veit ég já hvað hann er glaður núna!
Innilega til lukku gamli félagi!!!
Nú gætu hins vegar fyrrum íslenskir eigendur félagsins og stjórnendur, Magnús Kristinsson, ásgeir Sigurvinsson, Gunnar gíslason og jafnvel STeini karlinn Villa m.a., örugglega hugsað sér að vera eigendur þess ennþá, því þessi frábæri árangur þýðir að tugir milljóna punda koma nú í kassan, allavega 40 til 50 held ég!
En gert er gert, þeir ákváðu að selja og ekkert meir við því að segja!
Aðdáendur Stoke á Íslandi, sem ég held að enn séu nokkrir, fá svo einnig hamingjuóskir hér að lokum!
![]() |
WBA og Stoke City í úrvalsdeildina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2008 | 15:35
Láru Hönnu vantar hjálp!
Já, mína góðu vinkonu Láru Hönnu, þeirri miklu baráttukonu fyrir náttúru landsin, vernd hennar og vegferð, veitir ekki af aðstoð nú í baráttunni!
Væntumþykja hennar og baráttuþrek virðist nær óendanleg, en á sér þó sín takmörk og meiri styrk þarf til að hafa áhrif en hennar einnar og örfárra annara.
Leggið henni og stöllum hennar lið, þó ekki væri nema með því að kynna ykkur málstaðin.
htt://larahanna.blog.is/blog/larahanna/
2.5.2008 | 20:57
Eftirsjá í glæstri konu og góðum forseta!
Ég hef margoft sagt það áður og tek ekkert fyrir að endurtaka, að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, hefur átt aðdáun mína í mörg ár og er einfaldlega yndisleg kona!
Hefur staðið sig með afbragðssóma í embættinu og er sannarlega eftirsjá af henni!
ER já svo sem margur annar mjög forvitin að sjá hver hreppir embættið í hennar stað, hinn mjög svo sérstaki athafnamaður, bassaleikari pops og hagyrðingurinn með meiru Óttar Felix, eða hinn nýkrýndi atskákmeistari Íslands og frændi minn, Björn Þorfinnsson!
HHvor þeirra sem sigrar, vonar maður að sátt verði um kjörið og báðir vinni áfram fyrir skáksambandið!
En um Guðfríði Lilju, sem ég get líka bætt við að er tvímælalaust formannsefni hjá VG ef hún bara vill það og flokkurinn hefur vit á að veita henni brautargengi, vil ég svo bara að lokum segja þetta!
Feikna dugleg, fágæt slík,
full af sönnum vilja.
Greind og fáguð, gifturík,
Guðfríður er Lilja!
Hef reyndar áður ort í svipuðum dúr um "Drottninguna", en finnst það bara allt í lagi!
![]() |
Guðfríður Lilja lætur af embætti forseta Skáksambandsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2008 | 09:48
Eyðieyjurokk!
Fyrir skömmu hóf minn gamli félagi og bloggvinur Björn Jónsson, Bubbi, að birta Eyðieyjulista, sem hinir og þessir tónlistaráhugamenn taka saman að beiðni hans. Skemmtilegt framtak og þá ekki hvað síst skemmtilegt og athyglisvert þennan föstudagsmorgunin, því sjálfur ég lét til leiðast, Gikkurinn mikli og tók saman lista er þar má nú sjá!
ER þar um að ræða 12 ROKKPLÖTUR sem ég gæti hvað helst hugsað mér að lifa af eyðieyjuvistina sem lengst, en ég tók þann pólin í hæðinni einfaldlega vegna þess að mér reyndist það einna minnst erfiðast!
Hefðu þetta alveg eins getað verið 12 blús/djass/popp eða bara íslenskar plötur, en þá hefði ég þurft að fara að hugsa mig betur um og það er ekki eins gaman!
Það er nefnilega íþrótt í sjálfu sér að kunna og geta hugsað sem minnst!
Bubbinn lætur mörg hlý og kannski óverðskulduð orð falla í minn garð, en honum kann ég auðvitað bestu þakkir fyrir það!
bubbinn.bloggar.is.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2008 | 09:14
Leiðrétting!
Úkraníumaðurinn Andrei Voronin,, sem Liverpool fékk frá Bayer Leverkusen sl. sumar, kostaði ekki krónu, kom á frjálsri sölu.
Brasilíumaðurinn Lucas var ekki keyptur sérstaklega fyrir þetta tímabil, löngu áður, en vegna vandræða með atvinnuleyfi minnir mig eða eitthvað slíkt, varð mikil töf á að hann kæmi til Merseyside!
SVo verður það líka að fylgja, að Liverpool lét fara töluvert á móti þeim leikmönnum sem keyptir voru, t.d. Ditmar Haaman, Craig Bellamy, Zisse hinn franskam.a. Eðlilegt því að nýjir séu fengnir í staðin.
![]() |
Benítez vill styrkja lið sitt verulega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar