Þrjár færeyskar og fleira gott!

tími komin á að uppfræða umheimin um minn stórkostlega og fjölbreytta tónlistarsmekk, svona eins og ég hafi aldrei gert það áður eða þannig!
En fjölbreytnin er að sönnu nokkur þessa dagaana og það bæði af nýjum og eldri verkum.
Þrjár eiga já það sameiginlegt að vera með hljómsveitum frá Færeyjum, en hjá okkar góðu grönnum hefur orðið gríðarleg framþróun í tónlistarútgáfu á síðastliðnum árum.
til marks um það, eru þessar þrjár plötur hver annari ólíkari innbyrðis, en allar mjög skemmtilegar.
Fyrst má þar nefna sveitina Valravn með samnefda plötu frá sl. ári. Aldeilis flott nútímaheimstónlistarpopp sem svipar til dæmis nokkuð til Bjarkar þar á ferð, en með sterkum þjóðlagaáhrifum frá fyrri tíð í bland. ERu þarna til dæmis alveg hörkugóðar túlkanir á hinu sígilda Ólafi riddararós og okkar íslenska þjóðkvæði, Krummi svaf í klettagjá!
VErður betri og betri með hverri hlustun þessi og ekki skrítið að hún hafi hlotið mikla athygli og fengið viðurkenningar!

Í öðru lagi er það svo næstnýjasta platan frá Íslandsvinunum miklu í týr, sem eins og mörgum er enn í fersku minni, slógu rækilega í gegn með Orminum sínum langa 2004 minnir mig eða svo.
Ragnarök nefnist gripurinn og kom 2006, stigvaxandi rokkverk sem mér finnst skemmtilegri og einfaldlega betri en ég bjóst við fyrirfram.
Mikil spenna er svo fyrir nýju skífunni frá þeim, Land, sem er að koma nú, en þar verða þjóðlög frá heimalandinu auk Íslands og Noregs held ég íka, í ýmsum túlkunarbúningum.
Síðast en ekki síst er það svo fyrri platan af tveimur með blúsbandinu Gogo blues sem um ræðir, sem kom 2004, en aðra til, Face To Face With The Devil, gáfu þeir líka út áður en þeir hættu svo fyrir nokkru.
Þessir félagar voru hygg ég hér á landi til skamms tíma í FÍH og höfðu greinilega gott af, þrusufín blúsplata sem sver sig til dæmis í ætt við margt úr breska blúsnum.

Ein skífa til sem heillað mig hefur svo sl. vikur, er síðasta platan frá Jeff blessuðum Healey, sem lést sviplega fyrr á þessu ári langt fyrir aldur fram.
VArt hafði reyndar rekunum verið kastað, en platan, Mess Of blues kom út, en hún geymir m.a. ýmsar skemmtilegar tónleikaupptökur þar sem elsku strákurinn fór á kostum í túlkunum á lögum manna á borð við Freddie King, Fats Domino, Neil Young, the Band og fleiri.
Mjög skemmtileg, en viss tregi sem fylgir því að vita kappann fallin frá fyrir svo stuttu.

Dróg svo fram geislasafnskífuna með honum Óda heitnum Vald, Óðni Valdimarssyni, er nefnist Er völlur grær nú um helgina, en það kom út 2004.
EFtir allt hafaríið og lætin vegna útgáfu Bubba og Björns Jörundar á Ég er komin heim, sem fólk var nú ekki of hrifið af margt hvert, langaði mig bara að rifja þetta lag upp með karlinum auk fleiri.
Held líka að sitthvað sé nú satt í því sem "Skrattakollurinn" SVerrir Stormsker hefur verið að tjá sig um að undanförnu, að miklu meir mætti heyrast með þessum eldri gömlu og góðu söngvurum í stað þess að hinir yngri fái óskipta athygli na´nast og´græði á að endurvinna þessi lög.
Hætti mér annars ekki frekar inn í þessa umræðu og reyndar var ég nú ekki alveg sáttur vi hörkuna í Sverri gagnvart sumum starfsfélaga sinna í umræðunni, en það er nú önnur saga.
En Óðin var tvímælalaust einn af okkar eftirminnilegri söngvurum og á svipaðan sess að mínu mati skilin sem Rúnar Gunnars, Vilhjálmur Vilhjálms m.a. sem einn af þeim allra eftirminnilegustu!

Hitt og þetta hefur svo líka verið í náðinni hjá manni að undanförnu,blúsgítarsnillingurinn Debbie DAvies til dæmis og hennar mörgu góðu skífur sem ég hef verið að sanka að mér smátt og smátt auk bróður hennar í blúsnum Omari Dykes með og án meðreiðarsveinanna í The Howlers!
Wild Frontier, ein af mörgum fínum plötum vinar míns Gary Moore líka ratað undir geislan sem og síðasta platan hennar Önnu pálínu heitinnar, þeirrar yndislegu söngkonu og manneskju í alla staði, sem hún gerði með hinum norksa Draupni.
Og þannig gæti ég áfram talið..

En, maður kaupir nú ekki mikið af nýjum plötum þessa dagana, verðlagið sem aldrei fyrr út í hött hér nyrðra, komið í 2990 á nýjum skífum!
Jájá, allt hefur verið að hækka og flutningskosnaðurinn hingað meðtalin, bensínið og allt það, en álagningin hér á landi almennt á plötum er algjört rugl, svo einfalt er það!
SEgir það sitt, að engu virðist hafa skipt þó virðisaukin hafi verið lækkaður niður í 7% til samræmis við fleira andlegt fóður, verðið lækkaði ekkert!
En "Neyðin kennir naktri konu að spinna og nöktum manni að vinna", þAðrar leiðir verða þá bara að finnast og duga í staðin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, þetta var nú bara meir en kærkomið Eyjólfur minn og bara góð viðbót við blaðrið í mér!

Og jamm, minnist þess að Debbie kellan á Albert heitnum mikið að þakka í að fóstra hana!

Takk kærlega félagi!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.5.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Jens Guð

  Það er gaman að lesa um það hvað þú ert jákvæður gagnvart færeyskum tónlistarmönnum.

  Ég tek undir orð þín um Óðinn Valdimarsson.  Að vísu hlusta ég ekki mikið á gamla íslenska dægurlagamúsík.  Platan með Thor´s Hammer er sennilega það elsta í íslenskri músík sem ég legg mig eftir að hlusta á.  En ég tel mig þekkja gamla íslenska músík nógu vel til að meta Óðinn sem einn af bestu söngvurum íslenskrar dægurlagasögu og að ég held óverðskuldað í skugga af Hauki Morthens og Ragga Bjarna.

Jens Guð, 13.5.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta eru bara fínar plötur og full ástæða til að segja frá því félagi Jens!

Óðin var afbragðssöngvari já, en lífið fór því miður ekki of vel með hann, eins og því miður með fleiri söngvara.

En þeir tveir sem þú nefnir líka, voru auðvitað mjög góðir og Raggi auðvitað alveg makalaus enn þann dag í dag, komin á áttræðisaldur!

Og þeir voru auðvitað fleiri mjög fínir!

Takk fyrir innlitið gamli minn, við hlökkum svo báðir til að heyra nýju týr.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.5.2008 kl. 22:45

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk enn og aftur fyrir fróðleikin Eyjólfur minn! Og eins og ég hef sagt frá hér áður, þá missti ég af þessum tónleikum vegna veðurs þarna '89.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.5.2008 kl. 22:59

5 identicon

Versla við Amazon. Þá finna þessir norðanokrarar fyrir samkeppninni. Ef þú og BJ mynduð hætta að versla við þá, þá myndi salan hjá þeim dragast saman um 80% .... he he he

Stefán (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:43

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm Stebbi, viðskipti við Amazon geta verið hin besta lausn m.a. En BJ hefur eiginlega alveg séð um innanbæjarkaupin, sem já eru örugglega á þessu bili!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.5.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 218033

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband