Hugsað upphátt um hagsmuni, bardaga við vindmyllur, "Sól að morgni" og sitthvað fleira!

SVo langt er um liðið frá því ég fór fyrst að lesa greinar tengdar þessari miklu vá sem stafræna byltingin var í augum ýmisa hagsmunaaðila í Bandaríkjunum ekki hvað síst, að ég man það ekki lengur.
En 15 til 20 ár er örugglega ekki fjarri lagi.
Fyrir tíma fyrstu skráaskiptasíðunnar (ef ég man rétt) Napster, höfðu rétthafar tónlistar ekki hvað síst, lengi rekið áróður gegn upptökum á snældur, flestir sem eru komnir á góðan fullorðinsaldur muna enn eftir myndunum sem prentaðar voru t.d. inn á svunturnar á LP plötunum, svona sjóræningatákn þar sem kassetta var í íki hauskúpu í sjóræningjatáknmyndini (með krosslögðum beinum fyrir neðan) VArnaðarorð svo prentuð fyrir neðan um hve slík yðja væri vafasöm.
Vandamáli lengst af síðar með að ná lögum yfir Napster og aðra slíka sem á eftir fygldu og fylgja enn, var og er kannski enn, að hugmyndin sem slík, forritið sem verkfæri í tölvunni er í alla staði löglegt sem slíkt og hinn mikli og áhrifaríki frjálsi vilji yrði skertur ef bann yrði sett. Þar að leiðandi var allavega nær ómögulegt að koma lögum yfir eitthvað sem löglegt var að nota, þótt í notkuninni fælist að næla sér í tónlist með meiru án þess að eigendur og rétthafar fengju neitt fyrir sinn snúð eða fengju lengi vel rönd við reist.
Að lokum mun þó í tilfelli Napster allavega einhverjum lögum hafa verið komið yfir forsprakka þess svæðis og henni í kjölfarið hafa verið breytt í löglega gagnvirka síðu. (ef ég man rétt, verð aftur að taka það fram, hef ekki alveg verið að fylgjast svo grant með þessu í seinni tíð)
En menn snúa ekki svo glatt við tímans hjóli, aðrar síður samanber þetta Torrentdæmi og t.d. Kasa (lite) hafa síðar komið til sögu meðal ótalmargra annara þar sem samfélög hafa smátt og smátt myndast kringum slíka "Glæpastarfsemi" sem slík yðja strant tiltekið er.
Við Íslendingar auðvitað ekki látið okkar þar eftir liggja, altaf sama gamla og góða ólöghlýðna hyskið, Deili t.d. muna menn upplaust eftir enn á undan Torrentis m.a.

Ekki fyrsta orustan sem tapast.

Eins og í Ameríku og víðar hafa íslenskir hagsmunaaðilar róið að því öllum árum að gæta síns fés eins og þar stendur og stundum bara verið ansi duglegir við það.
Lengi vel var maggi karlinn Kjartans andlit STEFs út á við með skáldið í Skerjafirðinum, Kristján Hreinsson, sem sinn aðstoðarkokk. magnús var já oft ansi harður og náði ásamt þá (og líkast til enn) stærsta hljómplöturamleðandanum Skífunni, því fram sem frægt varð um skeið, að sérstakt gjald var lagt á hverja selda geislaskífu ætlaða til brennslu, sem og með tónlist allavega, sem rann EINGÖNGu til þeirra! Myndrétthafar og fleiri fengu hins vegar ekkert af þessu gjaldi til sín fyrr en síðar.(svipuð gjaldtaka á kassettum og myndbandspólum var þó hygg ég komin til fyrr og var viss fyrirmynd af þessu gjaldi)
Í þessu gjaldi fólst á móti viðurkenning á að kaupandi geislaplötu ætti rétt á ef hann þá gæti, ætti tölvu, að búa sér til afrit og það ein þrjú eintök ef ég man þetta rétt og var samkvæmt höfundarréttarlögum.
Árið 2002 gerist það hins vegar (og aftur slæ ég þann varnagla og segi, ef ég man rétt!) að með útgáfu nýjustu plötu kóngsins bubba Morthens, Sól að morgni, er brotið blað í útgáfusögu á Íslandi, en á plötunni er sérstakur lás innifalin sem koma á í veg fyrir afritun eða sporna við henni. Þó fylgir í hverju eintaki sérstakur kóði sem inn á heimasíðu Skífunnar á að vera hægt að nota til að spila plötuna í tölvunni, sem ella væri ekki lengur hægt. Á svipuðum tíma kemur svo á markað hér ný plata með Celine Dion, sem á sama hátt var fyrsta erlenda platan með lás hér á markaði.
Eins og margir muna, þá reyndist nú lás þessi hins vegar ansi haldlítill og var allavega í upphafi hægt einfaldlega að komast fyrir hann með því að krota yfir hann á skífunni, því hann sást þar. Fleiri aðferðir voru þó strax ljósar og sýndu að þessi vegferð var kannski ekki alveg nógu vel hugsuð, t.d. að mörg tölvugeisladrif voru ekki bara ætluð til að nýtast með hugbúnaði heldur til sjálfstæðrar spilunar, þannig að þau skynjuðu ekki þessa hindrun sem lásinn átti að vera og því hægt að fjölfalda. SVo var auðvitað hægt líkt og áður á dögum LP plötuupptaka á snældur, eða af snældu á aðra slíka, bara einfaldlega hægt að spila plöturnar beint af venjulegum geislaspilara yfir í tölvurnar með hjálp góðra snúra og hljóðkorta, svo engin bylting í baráttu rétthafa var í raun að ræða.
Betrumbætingar á lásum og aðrar aðferðir komu þó til og hafa komið, bæði fyrir tónlistar- og DVDskífur, en sem fyrr hefur þetta verið takmörkuð vörn líkt og annað er varðar slíkt á víðáttum netsins.
Barátta STEFs var svo auðvitað vafasöm, vildi bæði geta sleppt og ahldið, þ.e. að gjaldtakan yrði áfram af skífunum, en jafnframt að afritunin yrði takmörkuð og helst útilokuð!?
Slíkt gengur og hefur auðvitað ekki gengið upp, sem og að aðrir hafa með tímanum lika fengið skerf af gjaldinu. (sem var auðvitað bara hneyksli út af fyrir sig að skildi vera sett á einum litlum hagsmunahópi til góða!)
Allt of mikið kapp varð semsagt til að STEF tapaði eiginlega orustunni ásamt Skífunni auðvitað líka og hætt var hygg ég alveg að koma þessum lásum fyrir sérstaklega á plötum frá því fyrirtæki.
Ýmis rök og meintir útreikingar á sölusamdrætti vegna brennslu og netskráarskipta, hafa svo nær alltaf reynst vafasöm, sannleikurinn sá að nær ómögulegt er að festa fingur á hvort og þá hversu mikið slíkt hefur áhrif.
Bara sú staðreynd ein, að sá einstaklingur til dæmis sem fær plötu að láni og afritar hana sé þar með eyrnamerktur sem "tapaður kaupandi" er della, því ekkert rökstuddi þar með að viðkomandi hefði endilega keypt þá sömu plötu! RAunar þekki ég dæmi alveg öfugt, að margir hafa einmitt eignast fyrst slík afrit, en ákveðið svo að kaupa "alvöru" eintak út í búð.

Fleiri dæmi væri líka hægt að nefna sem rýrt hafa málflutning hagsmunaðila eins og STEF, en eins og sést á þessum síðustu tíðindum þá höndla þeir sín mál ekki sem skildi, vilja seilast full langt sýnist manni í baráttunni, vanda sig ekki og tapa því orustu eftir orustu og það jafnvel þótt hálærðir lögspekingar eins og Eiríkur tómasson séu í brúnni!
Held ég að ef hægar hafi verið farið í sakirnar á sínum tíma og strax hefði verið reynt að vinna almenningsálitið á sitt band varðandi skilning á rétti og fleiru, hefðu þessi mál spilast betur fyrir STEF til dæmis.
Verðlagningarmál eru svo angi að sama meiði og kvetja neytendur ekki beinlínis til skilnings, plötuverð óvíða hærra en á Íslandi og gamlir draugar meira að segja að vakna upp í þeim efnum, mismunun milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis í verðlagningunni hjá a.m.k. einum aðila, Pennanum!
Meðan svona er, þá er það bara ekkert óeðlilegt að hinn almenni tónlistar- og/eða kvikmyndaáhugamaður nýti sér allar leiðir sem eru færar til að útvega sér sitt "Andlega fóður" og það "ólöglega" eða ekki!
Margt fleira gæti ég nú sagt vegna þessara málalykta fyrir Hæstarétti gegn istorrent og þær mörgu hliðar sem snerta þessi mál öll, en hætti hérna.


mbl.is Aftur lögbann á Torrent.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir innlitið Hólmar. Jú "Eins dauði er annars brauð" eins og ég nefndi reyndar aðeins í greininni. Barátta rétthafa er að nokkru við vindmyllur og örlögin hafa hagað því þannig, að stafræna tæknin er einfaldlega til þess gerð að efni á borð við tónlist og kvikmyndir séu fjölfaldaðar.

Magnús Geir Guðmundsson, 18.5.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta var svakalegur hlemmur, magnús.... en ég lufsaðist samt í gegnum þetta. nú ert þú örugglega mun betur að þér í þessu en ég.

sumir eru heitir gegn niðurhali og fjölföldun, aðrir gera það öllum stundum. þetta er tvíbent og ég veit ekki alveg hvar ég stend en finnst samt frekar lélegt að ná sér í allar nýjustu myndirnar og nýjustu diskana í tölvunni bara sísvona.

en hvað veit ég...

arnar valgeirsson, 18.5.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bara hið eðlilegasta sjónarmið Arnar, enda væri nú engin grundvöllur til lengdar á útgáfu ef allir stæðu í þessu alla daga, segir sig sjálft.

En staðreyndin er bara sú, að "byltingin hefur étið börnin sín" eða þannig, stafræna formið var ekki hvað síst þróað skilst manni með það í huga að möguleikin á að varðveita gögnin yrði sem mestur og þægilegastur.En að þessi mikli og hraði samruni í tölvunni þar sem mætast allir þessir afþreyingarstraumar, stónlist,kvikmyndir og leikir auk svo hinna fjölmörgu verkfæra forrita sem gagnast í hinum óteljandi verkefnum og ´atvinnuskyni, yrði, sáu menn kannski ekki vel fyrir eða allavega að yrði svona rosalega hraður veruleiki!

úff, gæti haldið lengi áfram að blaðra þetta, kynnti mér þetta mjög vel á sínum tíma þegar þessi þróun var að hellast yfir og einkatölvubyltingin rann saman við geislaskífusprenginguna netið o.s.frv.

Magnús Geir Guðmundsson, 18.5.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þð verða alltaf til svona sjóræningaútgáfur og niðurhöl, og eins og þú bendir á, þá hefur Stef orðið óvinsælt fyrir að fara offari í þessum málum.  Knús á þig inn í nóttina Magnús minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 23:24

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kærar þakkir myndarkona!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.5.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég gæti nú alveg hafa skrifað þennann pistil, eða þá nauðalíkann.

Fyrir því eru tvær ástæður.

Sú fyrri að þetta er þvílíkt skemmtileg & fræðandi lángloka & sú síðrari, sem að er ekki síðri, þetta er allt saman hárrétt hjá þér Meistari & fín greiníng að auki.

Steingrímur Helgason, 19.5.2008 kl. 21:59

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hmm, voðalegt hrós er þetta, skildi ég hafa í alvöru hafa skrifað þetta sjálfur haha!?

En jújú, "Hlemmur" eða langloka, get samþykkt það, en gæti samt hafa orðið enn lengra!

margt nefnilega skilið út undan, t.d. na´nari útlistun á rangri hernaðaraðferð Skífunnar/STEF á sínum tíma, öfugt við það sem hugbúnaðarframleiðendur hafa reynt að gera, en væri kannski bara efni í annan pistil.

En takk STeingrímur minn!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 217986

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband