Jörðin skelfur og skelfir!

Atburður gærdagsins, hinn sterki jarðskjálfti á suðurlandi, kom ekki beinlínis vel á mann þótt í fjarlægð væri, skjálftarnir tveir árið 2000 enn í fersku minni, en þá fann ég gott ef ekki báða hér nyrðra, sem ég gerði hins vegar ekki nú!
Ættingjar nokkuð margir á svæðinu, einkum í og við Hveragerði, svo ekki undarlegt þótt manni hafi brugðið, en þeir held ég hafa sloppið bærilega frá þessu.
Aðalatriðið svo auðvitað að meiðsl urðu ekki stórvægileg svo heyrst hafi, þótt tjón á hinum veraldlegu eigum sé mikið og upplifunin mikil angist fyrir marga. Vonandi verður vel unnið með þá sem hvað verst varð brugðið svo langvarandi sálardeyfð verði ekki um að ræða.

Annars minnir þetta okkur enn einn gangin á, að við lifum að sönnu í góðu og gjöfulu landi, en landi þar sem náttúran er óútreiknanleg og í senn eldur og ís geta gert okkur skráveifu!
Þrátt fyrir þessi ósköp, hafa fótboltamenn í liði SElfoss er spila í 1. deildinni, sannarlega ekki lagt árar í bát, heldur léku leik strax í kvöld gegn mínum mönnum í Þór og það þarna syrðra ef mér skjátlast ekki og höfðu frækin sigur 5-2 eða 5-3!
Hefur liðið farið vel af stað, en Selfyssingar eru nýliðar í deildinni!


mbl.is Hjálparstöðvar opnar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er nærri því farin að trúa heitt á Óðinn og Þór og allt þeirra hyski. Er ekki furðulegt að aftur skuli enginn slasast alvarlega?  Það gengur kraftaverki næst.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jú Jenný, það er líklega ekki ofsögum sagt hjá þér!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.5.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband