Nei,(Uppfært)

ég á nú ekki von á því! En með einhverjum yfirmátagrís, dómaradellu eða heimaliðsklúðurshryllingi, gæti það hugsast og slugsast, en Grétar Rafn ætlar alveg sérstaklega að leggja sig fram svo það gerist ekki! Hann í byrjunarliðinu hjá Bolton og því halda allir almennilegir aðdáendur enska boltans með heimaliðinu í dag!?
En svo fór, að fáranlegt einbeitingarleysi varð til þess að leikurinn endaði 0-1 og sá er skoraði fékk að nota skrokkin meir en margur til að skora!
En Adam verður ekki lengi í paradís!?
mbl.is Kemst Manchester United í toppsætið? - Sjö leikir í úrvalsdeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Jæja Magnús von þín brást.Svo verður Utd áfram á toppnum,því þið púllarar tapið fyrir Everton á mánudaginn,enda er tími kominn að besta liðið sé á toppnum.

Hjörtur Herbertsson, 17.1.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Bíddu nú aðeins Hjörtur, besta liðið er ekki á toppnum núna svo mikið er víst en Uníted eru ágætir, Liverpool hirða þetta til baka á mánudaginn. Meistari góður við getum ekki annað en dáðst að united fyrir að vera lélegasta liðið sem nær toppsætinu þetta árið og ef þessi spilamennska dugar til að vinna deildina þá held ég áfram að fylgjast með HM í curling... kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 17.1.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Von mín brást ekki, ég sagðist hins vegar ekki eiga von á að MU ynni nema... Og það varð!

Jamm tóti, glæsileikin er einhvers staðar annars staðar en hjá liðinu sem fær rétt sem snöggvast að verma toppsætið, en vel að merkja, þetta snýst þó víst ekki um það, heldur að troða tuðrunni einvhern vegin í markið og þá oftar en andstæðningnum tekst!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 19:57

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, annars skemmtilega og kjarnyrt orðað hjá þér tóti minn!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 19:58

5 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Pressan er nú á Liverpool, þolir liðið þessa pressu það sem eftir er tímabilsins? Þið poolarar viðrðist vera nokkuð vissir í ykkar sök - reyndar er ekki augljóst á hverju sú bjartsýni er byggð. Ég hef sagt það áður að þau 4 jafntefli sem Liverpool hefur þegar gert á heimavelli eigi eftir að verða dýr þegar upp er staðið. Ég á síðan von á því að fimmta jafnteflið bætist við á mánudagskvöld. Ef það verður raunin þá heldur United toppsætinu og á auk þess leik inni á Liverpool. Ef svo fer mun það sjálfsagt ekki hafa mikil áhrif á poolara sem munu áfram halda því fram að Liverpool séu bestir, eins og þeir hafa gert undanfarin 15 - 20 ár, þrátt fyrir að taflan hafi sýnt annað allan þann tíma. 

Kristinn Halldór Einarsson, 18.1.2009 kl. 11:51

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Minn góði og skynsami Kristinn Halldór!

Ég hef einfaldlega haldið því fram að Bítlaborgarsveinarnir myndu þetta tímabil gera alvöru atlögu að titlinum, liðið nú orðið það gott og breiddin það mikil að slíkar væntingar væru fullkomlega raunsæar! Hef aldrei sagt "Bestir" eitt eða neitt, nema hvað ég hef haldið því fram að breiddin væri sú mesta hjá LFC nú og hjá Chelsea. En hvort sem þér líkar betur eða verr, er Liverpool ENN SIGURSÆLASTA lið Englands með 18 landstitla og 5 Evrópumeistaratitla!Þannig er það bara!Og auðvitað er ég enn á því að titillinn geti enn endað hjá mínum mönnum og það breytist ekki einu sinni þótt sigur vinnist ekki á Everton annað kvöld, þó líkurnar minnki auðvitað við það að tapa stigum meðan helstu andstæðingarnir vinna, það segir sig sjálft!

Þegar upp verður staðið má jú því segja að vissir leikir sem fyrirfram var metið að áttu að vinnast, samanber jafnteflisleikirnir á heimavelli sem þú nefnir, metist sem þeir er skilja á milli, þá sé ég nú alveg eins eftir töpuðum stigum á útivelli á borð við eina tapið gegn Tottenham, sem var virkilega klaufalegt og svo jafnteflið gegn Aston Villa snemma á tímabilinu, þar sem dómaramistök rændu að líkum Liverpool tveimur stigum rétt eins og í fyrri leiknum gegn Stoke, er Keene var felldur innan teigs komin´einn í gegn, en ekkert dæmt!

SVona er nú hægt að pæla í þessu aftur á bak og áfram, en ég er semsagt alveg rólegur Kristinn minn og viss um að langt í frá sé stríðið tapað enn!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.1.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218008

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband