Þungt högg fyrir Hannes!

Annað verður nú ekki sagt um þessi tíðindi, eftir allt sem á undan var gengið, fullvissu Dr. Hannesar um eigið góða verk og svo framvegis!

Hann ekki dæmdur til að greiða miskabætur sem slíkar, en telst nú svo ekki er hægt að misskilja, dæmdur maður fyrir ritstuld!

Nú er Hannes hnípin mjög,
hreint ekki nei glaður.
Blessaður já braut víst lög,
bersyndugur maður!


mbl.is Bótaskyldur vegna ævisögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var nú einnig nokkuð alvarlegt sem Dr. Hannes sagði um Jón Ólafsson á heimasíðu sinni - og það á alþjóða máli: ensku!!!! Menn verða að gæta tungu sinnar. Miðað við þau ummæli, þá voru orð Gauks um talsmann Impregilo (var það ekki talsmaður Impregilo?) frekar saklaus. Og ég spyr aftur: hvar liggja mörkin?

En auðvitað eiga menn ekki að komast upp með að hnupla heilu málsgreinunum úr annarra ritsmíð og gera að sinni, og er það sama hvort að um sé að ræða nóbelsskáld eða bloggara. Ritstuldur er ritstuldur ..... 

Stefán (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2008 kl. 22:13

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Satt og rétt er það.

Heyrðu, áttu nokkuð bókina Rolling Stone, the Photographs?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.3.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mætti heilagur Davíðsbróðir, Hannesinn, ekki mátt hafa átt góðann kött til að bíta í tunguna á sér á stundum ?

Vísan góð, en 'bersyndugur' varla..

Steingrímur Helgason, 13.3.2008 kl. 23:27

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta eru nú tvö aðskild og ólík mál sem þú nefnir Stefán, varla hægt að bera þetta saman.

En nú gilda fleyg orð sannarlega um gjörð Hannesar, sem "Huldumaður" nokkur lét falla um árið,

SVONA GERA MENN EKKI!

Takk fyrir fru Jenný Anna!

Nei, mín kæra Helga Guðrún, þessa bók á ég ekki þó ýmsar tónlistarskræður eigi!

Hví spyrðu elskan?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.3.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heil þér Hauganesbóndi, spörgemalet gott! En, bersyndugur er nú nær lagi en bótaskildur, fjandakornið!

En þakka hólið.

Og Helga Guðrún, ekki má gleyma heldur þökkum til þín!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.3.2008 kl. 23:35

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sonur minn er að fara til Íslands í páskafrí á morgun. Ég fékk þessa bók handa þér á uppboði, hún er víst sögð ófáanleg á almennum markaði. Myndirnar eru líka alveg einstakar, enda bókin stór og mikil. Vona að þú getir látið nálgast hana í Hafnarfirðinum fljótlega og ferjað hana norður til þín. Ég er næstum viss um að þér þykir fengur í þessu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.3.2008 kl. 00:16

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Allt of mikil fyrirhöfn út af litlu skræðunni minni, Helga Guðrún hjartastóra!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.3.2008 kl. 15:37

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég get ekki sagt að ég vorkenni honum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 18:52

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Enda ekki nokkur ástæða til, "Veldur hver á heldur" og "Hver er sinnar gæfu smiður" hvortveggja á nú við um HHG í þessu máli hygg ég nú!

Svo er bara spurning hhvernig Háskólinn tekur á stöðunni sem upp er komin!?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.3.2008 kl. 22:53

11 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu góða helgi

Brynja skordal, 15.3.2008 kl. 10:04

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega SkordalsBrynja á Skaga, ég ætla jú sjálfur að hafa það gott yfir helgina, eiga góða helgi það sem eftir er!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.3.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 218007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband