Þessir mættu alveg koma!

Jújú, Blundarinn raular alveg þokkalega og á bærileg lög held ég, en kannski ekki alveg mitt uppáhald!

En he´r eru nokkrar tillögur frá mér um hverja mætti nú alveg flytja inn!

Sarah Brightman.
Þessi afbragðssöngkona hefur lengi átt ´sér góðan aðdáendahóp hérlendis sem víðar, sil ekkert í því að menn skuli ekki hafa flutt hana inn!?

B.B. King.
Takk fyrir, þennan blússnilling eigum við að fá til dæmis fyrir næstu blúshátíð í Reykjavík! Þótt ótrúlega hress sé, lifir karlinn nú ekki að eiflífu,komin á níræðisaldur!

John Fogerty.
Myndi örugglega skapa dúndurstemningu og fengi fína aðsókn þessi mikli rokkjöfur!

Niel Young.
Óli Palli ætti nú einn og sjálfur með Rás tvö á öslinni, að vera búin að koma karlinum kanadiska (og e.t.v. vestur-íslenska?) á klakan með hjálp kannski góðra manna ef með þyrfti!

Og aftur væri ekki vitlaust að fá til dæmis Metallica, Maiden ogogog... LED ZEPPELIN!?(ef nýja útgáfan með Jason Bonham við trommusettið þar að segja heldur eitthvað áfram að koma fram)
Marga fleiri blúskrafta vildi ég svo alveg sjá koma auk Kóngsins Bb, söngkonuna frábæru Shemekiu Copeland til dæmis og ótal fleiri.
Og já, svo er það Eric Clapton, bara gallin sá að efnisskráin verður að líkindum allt of mikið löðrandi í popplögunum hans, mörgum ágætum að vísu, enenen, hann er bara miklumiklumiklu betri "Blár í gegn"" blúsaður fyrst og síðast!
Síðast en ekki síst er það svo Dylan sjálfur, en með tilliti til fyrri heimsóknar hans má kannski ekki búast við of miklu af þessum þó svo sannarlega einum allramerkasta tónlistarmanni 20. aldar og ekkert minna!
En vonandi verður hann í stuði núna!


mbl.is James Blunt með tónleika 12. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

John Fogerty er að koma í maí hafi það farið fram hjá þér Magnús

Bubbi J. (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Greinilega, þú þarft ekki að spyrja Bárðdal!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.3.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ísland er gósenland fyrir tónlisarmenn og fleiri listamenn, það er í þjóðarsálinni að sækja uppákomur, meira að segja eigum við met í bíóferðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2008 kl. 10:16

4 Smámynd: Jens Guð

  John Fogerty,  Eric Clapton og Bob Dylan halda allir hljómleika hérlendis á þessu ári.  Ég fer á hljómleika Fegertys og Dylans.  En poppjukk Claptons er ekki mín bjórdós.  Hinsvegar á ég margar góðar blúsplötur með kauða.

Jens Guð, 20.3.2008 kl. 13:23

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Drekkurðu ekki te, Jens? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.3.2008 kl. 13:54

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Kæri Magnús Geir,

takk fyrir innlitið og hlýjar páskakveðjur til þín.

Ég skal treysta þér fyrir einu, ég er soldið spæld yfir að hafa ekki komist á marga tónleika á Íslandi sl. tuttugu ár en ekki vantar áhugann. Tveir geislaspilarar ónýtir og svo gleymist það sem skipti mestu máli einusinni. Ef ég verð heppin, næ ég inn í næsta hring og sippa áfram. Vonin er sterk

Eva Benjamínsdóttir, 20.3.2008 kl. 14:46

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er nokkuð borin von að fá B.B. King, hann er hættur að spila, allavega heila tónleika. Fyrir einhverja óheyrilega upphæð er hann hinsvegar til í að mæta og taka 4-5 lög með bandinu sínu, en ekki meira. Kalla það samt gott fyrir mann á hans aldri.

Sjálfur ætla ég á Whitesnake og Clapton, kemst ekki á Dylan og Fogerty. Finnst það reyndar svolítið skítt.

Ingvar Valgeirsson, 21.3.2008 kl. 01:22

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk öll fyrir innlitið.

Mikið rétt frú Cesil, við Mörlandarnir erum hamhleypur í mörgu, þó aðsókn að tónleikum erlendra músíkkanta hafi nú verið ærið misjöfn gegnum tíðina.

Jamm Jens minn, ert nokk sammála okkur bubba með popphliðina á Mr. Clapton. En svo ég svari hinni velspyrjandi valkyrju Láru Hönnu fyrir hönd Jens, þá drekkur hann te vísast, en bara þegar engin sér til!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.3.2008 kl. 01:52

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Elsku karlinn minn Ingvar, þú segir ekki með kónginn! Mig minnir nú að hafa lesið eða heyrt hann segja í einhverju viðtali fyrir margt löngu, að hann vildi helst eiga sína síðustu stund á sviðinu. Eitthvað hljóta nú líkurnar að minnka fyrst hann er loks farin að gefa þetta eftir! En Jói vinur minn sá hann t.d. á sviði í Gautaborg og skemmti sér konunglega!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.3.2008 kl. 01:56

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekkert að þakka ágæta Eva og það vona ég sannarlega að þú missir ekki vonina og truna!Slæmt að eyðileggja heila tvo geislaspilara, sjálfur get ég nú vart lifað án slíkra tækja!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.3.2008 kl. 01:58

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það er verið að vinn aí að fá Larry Carlton gítarsnilling hingað

Einar Bragi Bragason., 25.3.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband