Sama gamla sagan!

Hafið þið tekið eftir einu?
Eitt orð hefur nánast týnst úr málinu á síðustu vikum og mánuðum, ekki heyrt það lengilengi í nokkrum fréttatíma né heyrt nokkurn mann nota það!
Og orði sem ég er að tala um...

GÓÐÆRIÐ!!!

Já, elsku besta Góðærið, sem orð er ekki bara horfið heldur er hin huglæga merking og ástand sem það átti að tákna fyrir allavega suma, virðist bara vera gufað upp!
Niðursveifla, Dýfa í hagkerfinu, Kreppa, þau orð eru komin í staðin og auðvitað ekki af ástæðulausu.
En, það breytir nú samt engu með blessaða kaupmennina, í þeirra huga breytast nú hlutirnir ekki þrátt fyrir að harðni á dalnum kannski, neinei, í okkar rekstri gildir áfram hið sama og aðeins eitt...

GRÆÐA!

Það er nú gömul saga og ný og í sjálfu sér ekkert við það að athuga, NEMAnemanema (eins og Þursarnir sungu um árið í "Pínulitla karlinum") sú hugsjón fari út fyrir eðlileg mörk og sú "Gamla kella" GRÆÐGIN skjóti upp kollinum!
Því miður virðist svo vera upp á teningnum í einhverjum þessara tilvika, sem neytendur hafa verið að koma á framfæri við sín samtök m.a.
Í öllum bænum má fólk halda því áfram og á einfaldlega að sniðganga þær verslanir sem svo opinskátt sýna þeim lítilsvirðingu með því að breyta verði vara fyrir framan augun á þeim!

Græðgin já er söm við sig,
sálum margra spillir.
Gæðablóðið gamla mig,
gremju sannri fyllir!


mbl.is Gamlar vörur hækka í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Sæll og bless aftur! Maður ætti náttúrulega að gera eins og vörubílstjórarnir, safna liði og leggja innkaupakörfum í veg fyrir kassana bara ha?

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 28.3.2008 kl. 18:01

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe mín ágæta Jónína Sólborg, sæl og margblessuð sjálf, þú segir bara nokkuð!

Allavega, þá er þetta fjári gróft, en á samt eftir að sjá fólk í hópum "kýla á kaupmannsblækurnar" sem haga sér svona!

En hver veithverveit, kannski fær fólk á endanum nóg og grípur til aðgerða!?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.3.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Samlandinn er uppalinn við umræðu foreldra foreldra sinna um eðlilega maðkað mjöl frá kaupmanninum, sem að enn er í afkomendur borið.

Neytendavitund er ekki í þeirra sinni, því miður.

Steingrímur Helgason, 28.3.2008 kl. 23:25

4 Smámynd: Jens Guð

  Maggi minn,  ég náði ekki að senda þér plötuna með Valravn fyrir helgi.  Vinnudagarnir fóru allir í klúður hjá mér.  En ég er með plötuna í bílnum og hendi henni í póst á mánudag.

Jens Guð, 29.3.2008 kl. 01:16

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hauganesbarón, þú kemur með ágætan punkt þarna, auk þess sem um aldir voru kaupmenn hið mesta yfirvald og gat tuskað hann til og talað við hann sem vildi, hin auma almúga! Enda var hann líka í vasa þeirra upp á skuld og kannski eru þetta dreggjarnar af því ástandi!?

Ussuss Jens minn, ekki tala svona hátt um þetta hérna haha, skiptir engu.

Magnús Geir Guðmundsson, 29.3.2008 kl. 15:58

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hvað varð eiginlega um Góðærið ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 217999

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband