Einhverslags veðurlýsing dagsins!

Síðla dags í september,
sólin stanslaust skín.
Haustið bara hægt sér fer,
hógvært gætir sín!

Lognið ögn þó æsir sig,
enn í skapi stirt.
Leitt í sinni lemur þig,
liggur ekki kyrt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Kúl...

Gulli litli, 25.9.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og PÚL!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.9.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Wery cool.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ekki fúl

Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 22:43

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Konum í kvæðum að lýsa,

kannski ætti að banna?

En æðisleg dama er Dísa

og dásamleg Jený Anna!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.9.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jenný er auðvitað með tveimur n-um! Afsakið!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.9.2008 kl. 23:06

7 Smámynd: Gulli litli

En......ég?..

Gulli litli, 25.9.2008 kl. 23:06

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

frábært

Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 23:54

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú stendur þá alveg undir þessu Hólmdís, ekki satt?

Gulli minn!

Gulli litli glaðbeittur,

geysist um á miklum hraða.

Brosandi og beinskeyttur,

blessaður hann lætur vaða!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.9.2008 kl. 00:59

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Noh! Maður fær bara vísu ef maður lítur hér inn í dag (kvöld, nótt...) 

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.9.2008 kl. 01:25

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm mín kæra, kann eða get fátt annað, garmurinn ég hehe! En óttalegur flækingur er þetta á kvinnunni á öllum tímum sólarhrings!?

Magnús Geir Guðmundsson, 26.9.2008 kl. 12:47

12 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Gaman að þessu Vildi óska að ég reytti svona af mér vísurnar, en ætla ekkert að hætta mér út í það!

Sunna Guðlaugsdóttir, 26.9.2008 kl. 21:36

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú hví ekki gæskan? Ef þú hefur minnsta áhuga þó ekki væri meir og finnst þú hafa hæfileika, þá áttu bara að prófa og sjá hvort ekki leynist í þér hagyrðingur!Þegar ég var á þínum aldri blundaði þetta enn í mér, en nokkur ár liðu nú þar til ég þorði að láta einvhern heyra. N'u, svo eins og með margt annað, þá skapar æfingin meistarann, þó vissulega þurfi meira til, gott vald á tungunni og sæmilegan skammt af léttri lund.

Magnús Geir Guðmundsson, 27.9.2008 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband