Blúsinn er blessun....ekki bölvun!


Blússveit Þollýjar – My Dying Bed.

Þótt þjóðsagan um Robert Johnson, eitt helsta goð Blússins, að hann hafi selt djöflinum sálu sína fyrir gæfu og gjörvileika á krossgötunum forðum, lifi enn góðu lífi, vita sæmilega upplýstir menn og öfgalausir, að tónlistin sem svo nefnist er sannarlega ekki af hinu ílla.
Jújú, líkt og í flestum öðrum tónlistargreinum, hafa menn notað kræfa og krassandi texta og Blúsinn þar ekki hvað síst verið beitt tjáningarform í samskiptum kynjanna sem öðrum tilfinningaefnum. Og það hefur ekkert verið síður í þágu gleði og glaums en beins trega, eins og nafnið þýðir þó og margur telji að skilja eigi bókstaflega.

Fyrir ekki svo mörgum árum vakti það nokkra athygli er hingað kom Blúsmaður frá Chicago og hélt tónleika hjá Hvítasunnukirkjunni m.a. Glenn Kaiser heitir hann Man nú ekki lengur frekari deili á honum, en tónleikunum var útvarpað svo undirritaður heyrði og fannst honum ansi mikið til koma. Í stað texta um “litlar rauðar unghænur sem lystugt væri að snæða” og álíka tvíræðni, voru hins vegar komnir guðræknissálmar, lofgjarðir til hans og heillags sonar , Jesú Krists! Blússtefin voru þó kunnugleg og ekki vantaði stuðið.
Svo er einmitt upp á teningnum með Blússveit Þollýjar Rósmunds á plötunni þeirra, My dying Bed, er sá dagsins ljós fyrir jólin, á köflum nokk kraftmikill Blús með léttari tilbrigðum í bland þar sem mörgum kunnuglegum óð hefur verið snúið upp í lof til Himnaföðursins.
Og fyrir tónleika GK, hitaði sveitin einmitt upp allavega einu sinni fyrir um sjö árum.
Auk Þollýjar eru nú í sveitinni þeir Magnús gítarleikari, Jonni bassaleikari og Benjamín trommari, en á ferli hennar sem spannar nær áratug hafa ýmsir fleiri komið við sögu, m.a. engin önnur en Lay Low, Lovísa Sigrúnardóttir og spilaði á bassa.
Ég hef nú lengst af þeim tíma sem ég hef skrifað um tónlist þ.m.t. að dæma plötur, ekki verið mikið gefin fyrir beinar einkunagjafir, hef reyndar ekkert á móti þeim, en mitt álit mótast hins vegar fyrst og síðast hversu mikið þær ná að grípa athyglina, skemmta manni þannig að viljinn verður eindregin að spila aftur og aftur.
My Dying Bed fær því enga einkun hér í tölum eða stjörnum, en skemmst er frá því að segja, að ekki þurfti mjög mikla hlustun til að koma mér í ljómandi gott skap og þá ekki hvað síst vegna þess hve hressilega kraftmikil platan reyndist mestmegnis og gleðirík.
Það má örugglega deila um hversu platan er vel unnin og/eða hversu góð hljómgæðin eru á henni, en það skiptir mig nú minnstu mér finnst hún bara þrusufín og þá m.a. vegna vel sjóaðarar raddar Þollýjar og hrás gítarspilsins hjá Magnúsi, sem bendir nú reyndar til að hann eigi rætur í rokkinu og þá af þyngra taginu. Svo mun hygg ég líka eiga við um takttvíeykið J og B og allir munu þeir hafa komið víða við, í fleiri en einni sveit.
Allavega tveir gestir koma svo við sögu og spila held ég í sitt hvoru laginu, gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson (m.a. í Start forðum) og góður kunningi og félagi, Sigurður Ingimarsson, sem við norðlendingarnir vitum að bæði er afbragðsgóður söngvari og gítarleikari, en bregður hér hins vegar fyrir sig munnhörpuleik í lofsöng um “Manninn frá Gallileu!” Siggi þar ansi snaggaralegur, en sem margir vita er hann nú dagsdaglega í þjónustu drottins, kapteinn hjá hjálpræðisherrnum í Reykjavík.
Vil annars ekki taka út nein lög sérstaklega, en þau eru blanda af Blús- og sálmasöngs/gospelmeiði í oftar en ekki kraftmiklum útsetningum.Eru tvö lagana held ég frumsamin.

Útgáfa á íslenskum plötum með rótarmúsík var annars nokkuð svo gróskumikil á sl. Ári, má þar nefna auk BÞ, plötur með Blúsmönnum Andreu, Sigga “Kentár” Sigurðssyni, Lame Dudes og síðast en ekki síst Sollu Soulful, er ekki hvað minnst vakti mína athygli. Vonandi verður bara framhald á þessu, fyrir mína parta er alltaf spenningur að heyra af nýjum plötum af því taginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þennan fróðleik Magnús alltaf gaman að heyra af tónlistarfólki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2012 kl. 12:56

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það var ekkert, spurning hvort Sokkabandið fari ekki að senda frá sér afurð?

Magnús Geir Guðmundsson, 17.1.2012 kl. 22:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já það er spurning.  Við stóðum okkur vel á Páskunum, svo það er aldrei að vita Magnús minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2012 kl. 23:04

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þér er margt til lista lagt Magnús minn, en þetta er alger útlenska fyrir mér :) Hef bara aldrei heyrt minnst á þessa Blússveit :)  Verð bara að fara og versla mér plötuna :) kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.1.2012 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 217999

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband