Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
9.8.2009 | 16:18
Ágætis byrjun!
Jamm, svo ég vitni nú beint í frumburð Sigurrósar í fullri stærð án þess að það komi annars málinu við, fínn upphafsleikur, góður bolti á köflum, hraður leikur, fín mörk og sanngjarn sigur auðvitað þegar upp var staðið!
Mu voru að vísu að væla þarna í seinna marki Chelsea vegna Evra, en minni nú á að fyrir svona einu eða tveimur árum fór einmitt engin annar en Sir Lexi mikin í að allt of mikið væri gert af að stoppa leikin er leikmenn hefðu orðið fyrir smá hnjaski! (eins og Bjarni Fel orðaði það jafnan!) Að vísu meiddi hann sig í hausnum, sem getur auðvitað verið hættulegt svo jafnan ber að stöðva þá, en dómaranum hefur verið ljóst að ekki var um alvarlegt tilfelli að ræða, sem líka kom á daginn! (sá franski reyndar "vankaður" í vítakeppninni, en varla út af þessu) Þetta jafnaðist líka rækilega út ef þá ástæða er til slíks, er Rooney jafnaði, kolólöglegt mark!
En aðdáendur enska boltans, veislan hafin enn einn gangin,
Góða skemmtun!!!
Chelsea vann Góðgerðaskjöldinn í vítakeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2009 | 20:36
Meginskýringin!
Já, meginskýringin á þessu er nú einföld!
Að leikhússhróður aukist meir og meir,
mér er létt að skýra, nema hvað!
Máttur er að heita Magnús Geir,
málið ekki flóknara en það!
Drengur sá er nafnið góða ber, heldur ekkert annað en ofursnjall á sínu sviði, þetta bara áframhald á hans afbragðsstarfi og gifturíka hjá Leikfélagi Akureyrar!
Metaðsókn í Borgarleikhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2009 | 13:46
Léttur og kátur hann "Lexi"!
En eins og svo oft áður sannar "Lexisörinn" hérna að hann er með mikla kímnigáfu,að jaðrar við met í þetta skitpið! (karlinn hefur jú svo gaman að setja slík) Sérstaklega fyndið að lesa þetta um "að nú muni anstæðingarnir þekkja Liverpoolliðið.." o.s.frv., sem þá væntanlega þýðir að MU og Chelsea, helstu keppinautarnir, eru þá "óþekkt stærð" enn ef þetta á að ganga upp!?
Við sjáum bara hvað setur, undirritaður verður ekki með neinar yfirlýsingar að svo stöddu, enda hafa fæst orð jú minnsta ábyrgð.
Ferguson afskrifar titilvonir Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2009 | 15:18
Jú, kannski list, en varla Kirkjulist?
Ég held nú varla!
Hitt er svo aftur allt annað mál, að konur hafa mætt í kirkjur af hinum og þessum tilefnum, lítt eða nánast ekki klæddar, og það án þess að einvher hafi endilega fengið þær til þess.
Hefur þá sumum og já einkum karlmönnum orðið mikið um, en þó varla eins og að ég held honum j'oni Bjarnasyni úrsmið hér á árum fyrr á Akureyri, sem l´lýsti svo upplifuninni!
Í kirkjuna ég kom og sá,
konu sem var næstum ber.
Munaði eigi miklu þá,
að maður bæði fyrir sér!
Lögsóttur vegna erótískra mynda í kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2009 | 23:41
Gjamm hins gjaldþrota!
Gjammar úr greni sínu,
gamall syndarefur.
Sjálfur saklausra pínu,
á samviskunni hefur!
Alveg með ólíkindum hvernig þessi uppgjafa gamli stjórnmálamaður getur leyft sér að ásaka aðra um hitt og þetta þegar hann sjálfur er einn Höfuðpauranna í sömu atburðarás, en þetta er sama gamla sagan um að sjá bjálkan í auga náungans, en ekki flísina í sínu eigin!
Gjaldþrota málflutningur!
Algjör þáttaskil með hruninu segir Björn Bjarnason | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2009 | 18:46
Ekkert slúður!
http://visir.is/article/20090801/IDROTTIR0102/785133232
Nei, allt frá því á sl. ári hefur þetta verið til umræðu og ég skrifaði þá um þetta nokkrar línur, þar sem ég fullyrti að ef Villa færi frá VAlencia og úr landi, þá kæmi aðeins eitt lið til greina, LIVERPOOL!
Síðan þá hafa endalausar fregnir verið af hugsanlegum vistaskiptum leikmannsins innan Spánar, en Chelsea var á sínum tíma orðað við hann auk fleiri ónefndra liða.
Manna á meðal nærri Liverpool hefur þetta svo oft verið í umræðunni, nú síðast fyrir stuttu í tengslum einmitt við hugsanlegt brotthvarf Sabi Alonso til Real Madrid. Lýsti fyrrverandi varnarjaxl LFc, Mark Lawrenson því til dæmis yfir að Alonso ætti bara að drífa sig ef hugur hans væri ekki lengur með félaginu, eins og nú hefur komið á daginn og þá væri einmitt lag fyrir Liverpool að reyna að næla í Villa til að spila frammi með Fernando Torres, Steven snillingur Gerrard færi þá aftur á miðjuna í sína kjör- og uppáhaldsstöðu!
SEmsagt ekki út í bláin, en samt ekkert í hendi, Alonso ekki farin og óvíst hvort VAnencia lætur Villa.
Hann sagðist þó í Álfukeppninni fyrr í sumar vera búin að gera upp við sig hvað hann vildi og ekki fór hann til Real Madrid eða Barscelona eins og leit út fyrir. Kannski vildi hann bara vera áfram heima, eða fara til Liverpool!?
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 218308
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar