Ágætis byrjun!

Jamm, svo ég vitni nú beint í frumburð Sigurrósar í fullri stærð án þess að það komi annars málinu við, fínn upphafsleikur, góður bolti á köflum, hraður leikur, fín mörk og sanngjarn sigur auðvitað þegar upp var staðið!
Mu voru að vísu að væla þarna í seinna marki Chelsea vegna Evra, en minni nú á að fyrir svona einu eða tveimur árum fór einmitt engin annar en Sir Lexi mikin í að allt of mikið væri gert af að stoppa leikin er leikmenn hefðu orðið fyrir smá hnjaski! (eins og Bjarni Fel orðaði það jafnan!) Að vísu meiddi hann sig í hausnum, sem getur auðvitað verið hættulegt svo jafnan ber að stöðva þá, en dómaranum hefur verið ljóst að ekki var um alvarlegt tilfelli að ræða, sem líka kom á daginn! (sá franski reyndar "vankaður" í vítakeppninni, en varla út af þessu) Þetta jafnaðist líka rækilega út ef þá ástæða er til slíks, er Rooney jafnaði, kolólöglegt mark!

En aðdáendur enska boltans, veislan hafin enn einn gangin,

Góða skemmtun!!!


mbl.is Chelsea vann Góðgerðaskjöldinn í vítakeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Sammála þér Guðbjörn, Ballack átti að fá gult, því þetta var ásettningur  hjá honum að stöðva  Evra. En svo í næstu viðureign þeirra, þá gefur hann Evra gult sem fór, og var á undan Ballack í boltann.

Hjörtur Herbertsson, 9.8.2009 kl. 18:12

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, veislan er sannarlega byrjuð og með öllu sem henni tilheyrir og þar er ekki undanskilið röflið og vælið í vissum stuðningsmönnum!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2009 kl. 20:02

3 identicon

 ...sem og hrokinn í sjálfskipuðum spekingum

Helgi (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 20:11

4 identicon

Kolólöglegt mark hjá Rooney? Hann var vissulega á tæpasta vaði á rangstöðunni en mér sýndist A.Cole gera hann réttstæðan, það var allavega mjög tæpt og sóknarmaðurinn á að njóta vafans. Ekki eins og hann hafi verið meter fyrir innan, þá væri nær að segja þetta kolólöglegt.

Varðandi seinna mark Chelsea þá hefði dómarinn vissulega átt að stöðva leikinn til að vera samkvæmur sjálfum sér þegar Evra var keyrður niður og fékk höfuðhögg. Ég er hinsvegar ekki hrifinn af því þegar dómarar eru í sífellu að stöðva leikinn en Chris Foy var búinn að stöðva leikinn tvisvar stuttu áður og það fyrir Ballack sem var ekki með höfuðmeiðsli og stöðvaði í leiðinni uppbyggilega sókn frá United. Held það væri enginn einu sinni að pæla í þessu ef Foy hefði bara látið leikinn halda áfram í öllum þessum tilvikum, þannig á það að vera að mínu mati og þannig er dómarinn alltaf samkvæmur sjálfum sér (nema auðvitað þegar um augljóslega slæm höfuðmeiðsli er að ræða, þá þarf auðvitað að stöðva segja reglurnar). 

En þetta var fjörugur leikur og fín upphitun fyrir keppnina sem skiptir máli. Er samt ekki viss um að Evra verði látinn taka fleiri víti í bráð, hehe!

Krummi (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:21

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, bara alltaf í boltanum?., hmm?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2009 kl. 22:50

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, Lilja mín elskulega Guðrún, hann verður allavega mjög áberandi á þessum tíma árs.

Nei, ekki sjálfskipaður eitthvað, heldur reyndur og þrælmenntaður í fræðunum!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2009 kl. 23:18

7 identicon

Fyrir ykkur Man Utd aðdáendur, þá er það líka list að kunna að tapa með sóma. Það er alltaf jafn hlægilegt þegar þið vælið yfir dómgæslu. Varðandi það að dómarinn hafi ekki stoppað leikinn þegar Evra lá í grasinu þá vil ég líka benda á að hann stoppaði skyndisókn Chelsea þegar Nani lá óvígur eftir. Alex Ferguson ætti nú að vera orðinn nógu þroskaður til þess að geta tekið tapi eins og karlmaður. En hann lærir víst seint.

Sigurður (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 12:22

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já og ræna þar með MU tækifæri sem hugsanlega hefði getað gefið mark?

Sigurður, margur MU maðurinn á erfitt með sig í þessu, en sem betur fer þó ekki allir. Og Guðbjörn minn, ekki efast um eitthvað sem þú veist ekki um og ekki heldur segja svona vitleysu eins og að leikurinn hafi endað, hann endaði eins og fyrirframreglur kveða á um ef annað liðið skorar ekki fleiri mörk en hitt á 90 mín., með vítaspyrnukeppni sem Chelsea malaði og því var SIGURINN sannarlega verðskuldaður.Og fyrst þú hefur svona miklar áhyggjur af gleraugunum, þá eru þau ekki í raun gul, skipta litum eftir birtu.

Magnús Geir Guðmundsson, 10.8.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218008

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband