Ekkert slúður!

http://visir.is/article/20090801/IDROTTIR0102/785133232

Nei, allt frá því á sl. ári hefur þetta verið til umræðu og ég skrifaði þá um þetta nokkrar línur, þar sem ég fullyrti að ef Villa færi frá VAlencia og úr landi, þá kæmi aðeins eitt lið til greina, LIVERPOOL!
Síðan þá hafa endalausar fregnir verið af hugsanlegum vistaskiptum leikmannsins innan Spánar, en Chelsea var á sínum tíma orðað við hann auk fleiri ónefndra liða.
Manna á meðal nærri Liverpool hefur þetta svo oft verið í umræðunni, nú síðast fyrir stuttu í tengslum einmitt við hugsanlegt brotthvarf Sabi Alonso til Real Madrid. Lýsti fyrrverandi varnarjaxl LFc, Mark Lawrenson því til dæmis yfir að Alonso ætti bara að drífa sig ef hugur hans væri ekki lengur með félaginu, eins og nú hefur komið á daginn og þá væri einmitt lag fyrir Liverpool að reyna að næla í Villa til að spila frammi með Fernando Torres, Steven snillingur Gerrard færi þá aftur á miðjuna í sína kjör- og uppáhaldsstöðu!
SEmsagt ekki út í bláin, en samt ekkert í hendi, Alonso ekki farin og óvíst hvort VAnencia lætur Villa.
Hann sagðist þó í Álfukeppninni fyrr í sumar vera búin að gera upp við sig hvað hann vildi og ekki fór hann til Real Madrid eða Barscelona eins og leit út fyrir. Kannski vildi hann bara vera áfram heima, eða fara til Liverpool!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 218007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband