Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Lætur ekki deigan síga, karlinn hann Pétur!

Nei, þó komin sé vel yfir sextugt barnakarlinn mikli, þá vílar hann ekki fyrir sér að dufla við dömurnar og þá ekki minni skutlu en sjálfa Siv!

Maður er hreint ekki hissa,
hérna við þessi skrif.
Eitthvað sé Pétur að pissa,
pínu utan í Siv!


mbl.is Pétur Blöndal styður stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Henda þeim!

Enda "Vondur pappír" eins og þar stendur!

Eftirlaunalögin,
ljóta voru tjaslið.
"Upp á öskuhaugin,
andskotans með draslið"!


mbl.is Ræða eftirlaunalögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er það, hefur Eiður ekkert betra að gera?

Ég spyr nú bara að þeirri einföldu ástæðu, að þetta er ekki í fyrsta og ekki annað skiptið sem hinn annars ágæti fv. frétta- og alþingismaður, ráð- og sendiherra, stingur upp kollinum með einvherjar leiðréttingar um hitt og þetta sem forsetin á að hafa sagt! Svei mér ef ekki eru komin tíu ár eða meir, að blessaður maðurinn byrjaði á þessu og þá vegna einhverra ónákvæmra orða sem forsetin lét falla í afmælisþætti sjónvarpsins og bjarni Vestmann m.a. stýrði. allavega einu tilviki til viðbótar man ég eftir að Eiður tróð sér í fjölmiðla til að leiðrétta eitthvað sem ég man ekki lengur hvað var, en var óskaplega eitthvað óljóst og léttvægt. Ekki dreg ég nú að vísu úr því að forsetin þurfi að vanda sig sem oftast og best, en hvað Eiði gengur til með þessu aftur og aftur er hins vegar skrýtið því þess utan lætur hann lítt eða ekki á sér kræla!
Einhvern tíma voru þeir Eiður og Ólafur samtíða á þingi, kannski hefur þeim komið sérlega ílla saman þar!?
mbl.is Á svig við sannleikann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, það getur ekki verið satt!?

En, er það víst samt, þetta syfjulega, svo ég segi nú eins og er hvernig það verkar á mig, lítt spennandi lag flutt af fyrrverandi barnastjörnunni Jóhönnu Guðrúnu, sigraði!
ÉG fylgdist annars lítið með þessari keppni í ár líkt og sl. árið, en Óskar Páll, Skagfirðingurinn knái, sja´lfsagt vel að þessu komin.
Hef því ekki hugmynd um eða skoðun á hvort önnur lög hafi verið verri eða betri, hafi átt það frekar skilið að vinna.

En, hættum nú peningaaustri í svona umbúðir utan um þessa keppni, verður að spara einhvers staðar og hví ekki þarna þegar almannarómur segir að þetta sé svo leiðinlegt!?


mbl.is Lagið Is it true til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öðru nær!

Ég á að vísu ekki í neinum sérstökum erfiðleikum, mitt fábreytta líf ekkert breyst svo mjög sl. mánuði þrátt fyrir ólgusjóin og hrunið, en viðurkenni þó að ég hef áhuga á "Ást og innanklæðarannsóknum" hins kynsins meir en nokkru sinni fyrr!
og fátt þykir mér meir til gleði fundið en að strá fögrum orðum um mig fléttuðum í vísnasveig, til að ganga í augun á þessum elskum!
Stundum tekst mér meira að segja að "Afklæða þær" líka við slík tækifæri og mér hefur gengið sem best!
Eru það sannkallaðar UNAÐSTUNDIR!
mbl.is Engin kreppa í ástarlífinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig í ósköpunum skildi standa á því!?

ER von að maður spyrji, eftir að óteljandi greinar eftir sjálfskipaða trúarsérfræðinga eða kristinholla stríðsmenn bloggsins, hafa birst á blogginu og meðal annars bölvað og bannfært hið kvennfjandsamlega bókstafstrúarríki Saudi Arabíu!?
Kannski er svarið líka að finna í Kóraninum eins og öllu hinu vonda sem á að eiga sér stað?
mbl.is Kona í ríkisstjórn Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísukorn!

Frekar lítið farið fyrir skrifum hérna síðustu dagana, sem þó hefur samt ekki þýtt beinlínis ritstíflu eða annars konar hugarangur. Öðru nær, bara smá hlé, en þeim mun meir blaðrað og ærslast hjá öðrum með tilheyrandi kviðlingaklambri hér og þar!
Eða með öðrum orðum!

Þótt dugur aðeins dvíni hér,
um dægurmál að fjalla.
Þá vísurnar af vörum mér,
vilja áfram falla!

Ég og Ólína.

Utan dagsrár í færslu bloggvinkonu minnar Ólínu Þorvarðar um seðlabankastjóra nokkurn, skellti ég smá skensi á hana í ljósi komandi alþingiskosninga.

Ólína er engum lík,
öflug vestfjarðanna stoð.
Hellings hæfileikarík
og hugsar nú um þingframboð!?

Ólína brást vel við og var ekki lengi að svara.

Orðin harmra á tölvutetur,
tæknilegt er amboðið.
Að mér falli alltaf betur,
eftirspurn en framboðið.

Og vissulega er hægara um að tala en í að komast, að fara í þingframboð auk þess sem Ólína hafði reyndar sagst í viðtali ekki vera á neinum framboðsbuxum!
En samt, ég gafst ekki alveg upp!

Í stjórnmálunum strítt er já
og stöðugt prjálið.
En skelegga þig skora á,
að skoða málið!

Og.. "Við sjáum hvað setur" sagði Vestfjarðavífið, þannig að einhver smá möguleiki er kannski fyrir hendi hjá henni á framboði!?
En þetta kom svo að lokum um vísnagerðina almennt, nokkuð sem við Ólína erum örugglega alveg sammála um!

Örlögunum ekki réð,
ósköp slík ég skuli letra.
En vísnasmíðin gleður geð,
gerir lífið miklu betra!

Einn minn nýjasti bloggvinur er ljósmyndarinn knái, náttúrubarnið, gamli pönkarinn og margt fleira hann Kristján Logason. En líkt og með fleiri bloggvini, er hann þó gamall kunningi og félagi frá fyrri tíð. stjaniloga.blog.is.
Drengurinn lætur sér nei ekki allt fyrir brjósti brenna, er óhræddur að koma sínum skoðunum á framfæri tæpitungulaust.
Ísland þykir honum til að mynda orði nokkuð rotið í einum nýlegum pistli, svo ég setti eftirfarandi við hann.
Nokkuð er stóryrtur Stjáni,
stilltan ei dóminn hér fellir.
Honum fram skarplega skellir,
úr skálum reiðinnar hellir!

SVo var það hún Hólmdís rétt einn gangin sem "kveikti í mér", sagði í fyrirsögn að "konur væru eins og eðalvín", yrðu betri með aldrinum í tengslum við svipaða yfirlýsingu frá Hollywoodstjörnunni Söru J. Parker.

Þú kynæsandi, klára,
krassandi já sprund.
Munt hitta hundrað ára,
Hólmdísi á Grund!

Næst var það svo hún Kolla, Kolbrún Stefánsdóttir, sem varð "fórnarlamb" mitt, en hún ljóstraði því upp á einum stað að í henni seitlaði franskt blóð í bland við hið norræna. Það þótti mér skýra út hve léttlyndisleg hún væri og það á hverju sem gengi.

Þótt standi í stöðugu brasi,
í starfi upp á hvern dag.
Er Kolla frjálsleg í fasi
og frönsk í ofanálag!

Að lokum er það svo hinn mjög svo skemmtilegi og sérstaki Hauganeshertogi, Steingrímur Helgason, sem ljóstraði því upp að starf "Æðstastrumps" Fjármálaeftirlitsins væri e.t.v. eitthvað fyrir hann, því honum hugnaðist ekki hvað síst starfslokakjörin haha!
Mín viðbrögð voru bara svona.

Glittir hér í græðgisfól,
Gríms í sálarhjúpi.
Er'ann ólíkindatól,
andskotans úr djúpi!?

Amen!


"Mannstu gamla daga"!?

Já, titillinn á þessu fornfræga lagi með fyrstu poppstjörnu Íslands, Alfreð Clausen, kom nú bara upp í hugan við þessu skemmtilegu úrslit, en allt of dramatisku auðvitað, því svona unnust jú margir af fyrstu leikjunum hjá LFC í haust, á síðustu mínútum og oftast eftir að liðið hafði lent undir!
En þó baráttan og ekki síst þeir Kuyt og Torres með innkomum sínum, hafi knúið þennan sigur fram, þá má nú líklega betur ganga ef duga skal í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn!
Góður sigur samt og að sjálfsögðu mjög sætur!
mbl.is Liverpool á toppinn eftir magnaðan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dylgjur, sárindi, svekkelsi!

Lágt er risið á einum manni hér já, STurlu Böðvarssyni!
Sjálfsvorkunin og sárindin leyna sér nú ekki og koma heldur ekki á óvart þeim er sáu sama mann fyrir um tveimur árum næstum volandi í beinni útsendingu vegna þess að honum hafði þá ekki lengur verið treyst til að gegna ráðherraembætti!
En þær dylgjur sem hér birtast í bland við veruleikafirringuna eru alveg með ólíkindum og ef þetta á virkilega að vera línan hjá D í komandi kosningum, þá er mjög erfitt að trúa því að flokkurinn nái árangri, sem hann auðvitað ´ljósi atburðanna á heldur ekkert skilið þótt skoðanakannanir séu að sýna tölur honum í hag þessa dagana!
En svona getur gerst þegar menn eru sem bitrastir og sárir, gráta sitt eigið hlutskipti!

Annars nei er varla von,
er viðrar "sannleik" þinn.
Bbitur sértu Böðvarsson,
bölvaður auminginn!

Og fyrir þá sem ekki vita, þá mun að líkum tuð, röfl, vol og væl, stóraukast á alþingi er Þórður Guðjónselstisonur, nær árangri í kjördæminu hjá flokknum og kemst þangað inn, því leitun er að duglegri manni á fótboltavelli í þeim efnum en honum!


mbl.is Sturla og Herdís hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sómi "Ekki Óreiðumannsins"!

Munið þið eftir hinum keika Kjartani Gunnarssyni er skeiðaði í pontu í húsi flokksins fáum stundum eftir að hans lífs leiðtogi til margra ára hafði látið fleyg orð falla um að "Við borgum ekki skuldir óreiðumanna" í Kastljósi? Það lýsti hann því sár, að hann væri EKKI óreiðumaður og engum duldist við hvað hann átti og hví hann mælti svo!
En vart hafði ómur þessara orða hans þagnað í fjölmiðlum, er hinn keiki Kjartan tók að gera athugasendir, "nei, hann átti ekkert við orð síns gamla leiðtoga, neinei, það er misskilningur"!
Þetta og að þessi sami fyrrverandi framkvæmdastjóri stærsta flokks landsins, var helsti hagsmunagæslumaður hans, formaður bankaráðs Landsbankans lengi og síðar bankaráðsmaður eftir einkavæðingu, skal nú fólk hafa í huga þegar það les þetta og e.t.v. greinina í heild!
Honum ferst í að mæla svo með yfirlæti og hroka um sóma annara, maður í hans stöðu og sem svo auðmýkjandi varð uppvís af kjarkleysi fyrir örfáum mánuðum!
og þegar tal um "Sóma" bætist svo við í bland við meinta "hefnd", þá þekkir hann greinilega allar slíkar skilgreiningar úr sínum eigin pólitíska heimagarði, til að herma upp á aðra ekki satt!?
En greinilegt er hver línan á að vera hjá D liðum í komandi kosningabaráttu, sem raunar er hafin, HARKAN SEX á lýðurinn greinilega að kaupa og stóla á, að hann gleymi bara hverjir í raun og veru bera höfuðábyrgð á því ástandi sem ´ríkir og mun ríkja um ófyrirséðan tíma.
En hvað gengur svo "Ekki óreiðumanninum" frekar til með þessu "hreinsunarhjali" sínu með meiru, jú, ílla dulbúin eða ekki ósk til B um samstarf að nýju!
og skildi það vera einmitt ósk meirihluta þjóðarinnar núna?
mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband