Meistaraheppni!?

Ekki er nú laust við að álykta megi svo, ekki verið hægt að röfla mikið yfir því þótt Blackburn hefði borið gæfu til að næla í eitt sig og kannski öll ef þeir hefðu náð að komast yfir úr ítrekuðu færi!? Skoruðu ágætt jöfnunarmark eftir að hafa lent einkar klaufalega undir. Gott spark hjá "Portúgalanum punthneigða", en var ekki þessi aukaspyrna sem skóp markið "fiskerí á mörkum landhelginnar"!? Læt annars hæfari og heitari boltaaðdáendum um að dæma það. Mistakist Liverpool að sigra man. City á morgun, verður staða MU orðin býsna sterk fyrir þá tólf leiki eða svo sem eftir eru, þó vissulega sé ekki hægt að krýna þá sigurvegara strax. En margur aðdáandin hefur nú amt gert það nú þegar skilst mér!
mbl.is Manchester með átta stiga forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Til þess að öðlast meistaraheppni verða menn að verða meistarar. Annars heyrðist mér stuðningsmenn einhvers annars liðs vera búnir að krýna sitt lið til meistara í haust sem leið.

Víðir Benediktsson, 21.2.2009 kl. 20:20

2 Smámynd: Ólafur Gíslason

Ég hef það eftir kunningja mínum sem er radíóamatör á Svalbarða að hann hafi heyrt að Ferguson var inni á rásinni hjá dómara-kvartettinum að gefa skipanir hægri/vinstri..

Ólafur Gíslason, 21.2.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður Víðir. Á þessari síðu voru engir meistarar krýndir í haustt, né hafa enn verið það!

Ég hef frá upphafi tímabilsins einfaldlega sagt að mínir menn væru nú þess fullfærir að gera alvöru atlögu að titlinum, það stendur enn.

Þetta hugtak er nú notað yfir góð lið sem eru já í titilbaráttunni, leika ekki vel, eru heppin, en sigra samt leikin. Hvort svo viðkomandi verða endilega meistarar þarf ekkert endilega að verða raunin!

VEgir Fergusons og áhrifamáttur hans eru þá greinilega órannsakanlegir Ólafur haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.2.2009 kl. 00:16

4 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Eigum við ekki að segja að meistaraheppnin sé á útleið. Eins og ég hef margoft sagt þá munu flóðljósin á leikvangi Martraðanna slökkna eitt af öðru í marsmánuði en ég segi enn og aftur að baráttan um titilinn heldur áfram fram að síðasta leik í deildinni í vor og mun Rauða liðið standa uppi sem sigurvegari ? Megi þeir Rauðnefur Rótari og Benni Bjartvitur leiða saman hrúta sína á völlunum með vinsemd og mátulegri virðingu. Kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 22.2.2009 kl. 15:11

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha og var þar ræðan flutt!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.2.2009 kl. 15:19

6 identicon

Gaman að þessu. Ekki vissi ég að fótbolti myndi skapa svona mikla öfund hjá mönnum. Jæja, það verður bara að hafa það, nema menn byrji bara að halda með Man united. Ég held að það sé miklu ódýrara fyrir ykkur en að vera bryðja prozak töflur allan daginn!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 217978

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband