Vænn sigur á köldu kveldi!

Benítez hafði fulla trú á sínum mönnum að þeir myndu sigra og það gerðu þeir mjög sanngjarnt!
Hefði auðvitað verið gaman ef Torres eða Alonso hefðu náð að skora, en þegar upp er staðið skiptir nú minna máli hver skorar, bara ef það tekst eins og í kvöld og gerir þar með sæti í 8 liða úrslitum mjög líklegt!
En gömlu sannindin með að kálið verði ekki alltaf sopið þótt í ausuna sé komið, gilda nú samt enn, Rauði herinn þarf að leika annan góðan leik til að klára dæmið, tel það næsta víst.
En "Bæjarar" frá Munchen stálu senunni í kvöld, ekki hægt að segja annað, "´slátruðu" hreinlega Sporting og hlýtur þetta að vera með stærstu útivallasigrum í Meistaradeildinni, allavega þegar svo langt er komið!?
mbl.is Liverpool skellti Real Madrid - Naumur sigur Chelsea gegn Juventus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

tek nú ekki undir að þetta hafi verið mjög sanngjarnt, fannst þetta jafn leikur og hafði reyndar spáð jafntefli fyrir leik.

en til hamingju og poolarar standa sig vel í meistaradeildinni sem áður, þó þeir geti varla unnið leik í deild......

arnar valgeirsson, 26.2.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Jú meistari góður stundum er kálið sopið áður en það fer í ausuna ! en það er allt önnur Ella, ég vil láta Benna Bjarta stjórna liðinu í CL og svo einhvern breskan kálhaus í Ensku deildinni en það er víst ekki hægt. Kannski er þetta bara munurinn á Ensku deildinni og hinum bestu liðin í spænska og ítalska eiga ekki svar við leik enskra en þýska stálið fer líklega alla leið nema þeir lendi á LIVERPOOL á leiðinni ?Ð???

Þórarinn M Friðgeirsson, 26.2.2009 kl. 13:37

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekki vera svona neikvæður Addi minn Líddsari,þegar annað liðið fær öll góðu færin og nýtir eitt til sigur, þá telst það sanngjarnt, ekki þræta kallinn minn, en ef þú hefur verið að giska á Lengjunni og klikkað á þessu, áttu auðvitað alla mína samúð!

Ja Tóti trítill, SAmme litli Lee er með stóran haus Hehe, þó kannski ekki kálhaus sé og hann stjórnaði nú liðinu til einhvera sigra, svo kannski erðetta ekki alveg út í hött?

En neinei, þó BM hafi unnið þennan stórsigur, taka þeir nú ekki titilinn og skiptir þá engu hvort þeir mæta okkar mönnum eða ekki.Eins og staðan er í dag, yrði það allavega jafn óvænt og þegar Porto vann!

Og sjáðu svo til núna hvort þín spámennska fari ekki að hrökkva í gang!?

Magnús Geir Guðmundsson, 26.2.2009 kl. 14:15

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Segi það sama og Arnar......og finnst ég stundum ekki vera að horfa á sama leik og þeir sem eru að lýsa......Staðreynd RM var 60 prósent með boltann samt segja sparkfræðingar að Liverpool afi átt miðjuna....hallló....

L..pool vörðust vel og rétt er það að þegar nær kom vitateig gekk lítið hjá þeim......en miðjuna áttu þeir....

Er hvorki Liverpool né R.Madrid maður.

Einar Bragi Bragason., 27.2.2009 kl. 11:08

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þið Líddsarar eruð nú sér þjóðflokkur haha, en svo skemmtilega vildi nú til að þriðji slíkur lýsti leiknum, Arnar garmurinn Björns og hann er nú ekki beinlínis þekktur fyrir að vera óumdeildur í lýsingum haha!

En Einar minn, staðreyndin var bara sú að Real ógnaði aldrei Liverpool nema með langskotum þegar grant er skoðað. Skoruðu að vísu mark, en nokkuð klárt var að um rangstöðu var að ræða.

Það skiptir svo engu hversu stórt hlutfall af leiknum þú ert meðboltan, ef þú gerir ekkert með hann nema láta hann rúlla!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.2.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband